Zuckerberg útskýrir af hverju Facebook neyddi fólk til að ná í Messenger

000-Del6359175.jpg
Auglýsing

Mark Zucker­berg, stofn­andi og for­stjóri Face­book, hefur við­ur­kennt að það hafi verið „sárs­auka­fullt“ fyrir not­endur Face­book þegar þeir voru knúnir til að nið­ur­hala sér­stöku appi fyrir skila­boða­for­ritið Messen­ger í snjall­tæki sín. Áður var hægt að nota Messen­ger-­for­ritið í gegnum Face­book appið en í haust tók fyr­ir­tækið fyrir þá leið.

Zucker­berg sagði í sam­tali við The Verge að þetta hafi verið stór bón og að hann kunni að meta að not­endur Face­book hafi látið sig hafa það að nið­ur­hala nýja Messen­ger-app­inu. Til­gang­ur­inn hafi verið sá að búa til betri not­enda­reynslu. Hvert app fyr­ir­tæk­is­ins á að fanga einn hlut vel í stað þess að blanda öllum notk­un­ar­mögu­leikum Face­book saman í einu appi.

Face­book-appið á þannig að snú­ast um frétta­gátt sam­skipta­mið­ils­ins (e. News Feed) og þar sem að yfir tíu millj­arðar skila­boð séu send á dag úr Messen­ger þá fannst fyr­ir­tæk­inu það vera of löng leið fyrir neyt­endur að fara í gegnum frétta­gátt­ina inn í skila­boða­for­rit­ið. „Þú ert lík­lega að senda skila­boð til fólks um 15 sinnum á dag. Að þurfa að fara inn í app og fara í gegnum nokkur skref til að kom­ast í skila­boðin skapar ákveð­inn nún­ing. Þetta er með því erf­ið­ara sem við gerum, að taka svona ákvarð­an­ir. Við gerum okkur grein fyrir því að við þurfum að vinna upp mikið traust og sýna fram á að sér­stök skila­boða­þjón­usta sé af hinu góða. Við erum með okkar hæfi­leik­a­rík­asta fólk að vinna í þessu“.

Auglýsing

Krónan sögð í „veikara lagi“
Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð að undanförnu, enda áföll komið fram í efnahagslífinu. Engu að síður eru undirstöðurnar sterkar.
Kjarninn 26. júní 2019
Borgir að verða uppiskroppa með vatn
Vatnskortur er til staðar í öllum heimsálfum og gætu 700 milljónir manna þurft að flytja heimili sín árið 2030 vegna skortsins ef ekkert verður að gert.
Kjarninn 26. júní 2019
Póstsendingar frá Kína hafa aukist um 202 prósent frá 2014
Inn- og útflutningur á vörum frá Kína hefur stóraukist frá því fríverslunarsamningur Íslands og Kína tók gildi árið 2014. Aliexpress markaði vatnaskil í netverslun Íslendinga.
Kjarninn 26. júní 2019
Dómsmálaráðuneytið athugar misræmi í tölum um nauðungarsölur
Misvísandi tölur hafa borist í svörum dómsmálaráðherra við fyrirspurnum á Alþingi.
Kjarninn 26. júní 2019
Stuðningsfólk Miðflokks hefur minnstar áhyggjur af hlýnun jarðar
Tæplega 70 prósent Íslendinga hafa áhyggjur af hlýnun jarðar. Áhyggjurnar eru mismunandi miklar eftir kyni, aldri, búsetu og stjórnmálaskoðunum.
Kjarninn 26. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Skoðanakönnun gerð um viðhorf Íslendinga til endurskoðunar á stjórnarskrá
Viðhorf Íslendinga til endurskoðun stjórnarskrár verður kannað af Félagsvísindastofnun. Tilgangurinn er m.a. að „draga fram sameiginleg grunngildi íslensku þjóðarinnar“ og kanna viðhorf til tillagna sem komið hafa fram að breytingum á stjórnarskrá.
Kjarninn 26. júní 2019
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Fáránleikinn og samtryggingin kemur til bjargar fyrir elítuna“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, telur að það að vera dæmdur fyrir að segja satt geti ekki verið góð málsmeðferð og vísar hann til þess að sannleiksgildi ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur hafi ekki verið sannreynt við málsmeðferð forsætisnefndar.
Kjarninn 26. júní 2019
Helmingur leigjenda telur sig búa við húsnæðisöryggi
Einungis 51 prósent leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi samanborið við 94 prósent húsnæðiseigenda. Helstu ástæður þess eru að fólk hefur ekki efni á leigu, leiguverð er of hátt og tímabundnir leigusamningar.
Kjarninn 26. júní 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None