Íslendingar eru oft fljótir að gleyma. Vandræði sitjandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í skuldaniðurfellingarmálum, makríldeilumálum, Evrópumálum, kjarasamningamálum og alls kyns öðrum málum hafa dregið athyglina frá fortíðinni.
Síðasta ríkisstjórn, mynduð af Samfylkingunni og Vinstri-hreyfingunni-grænu framboði, var þó ekki með allt sitt á hreinu. Þvert á móti tóku meðlimir hennar nokkrar ákvarðanir sem munu sögulega teljast með þeim verstu sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni tekið. Kjarninn gerði topp fimm lista yfir þær helstu.
2. Sparisjóðurinn í Keflavík
Sparisjóðurinn í Keflavík var ónýt fjármálastofnun fyrir bankahrunið. Það var meðal annars staðfest í svartri skýrslu sem Fjármálaeftirlitið vann um hann og var skilað inn mánuði áður en allt hrundi. Samt var ákveðið að leyfa sjóðnum að lifa áfram eftir bankahrun og ráðamenn töluðu um hann sem verðandi hryggjarstykki í nýju sparisjóðakerfi. Það sem verra var er að hann hélt áfram að safna innlánum með þeim afleiðingum að tapið vegna hans jókst stórkostlega. Alls fékk sjóðurinn að lifa í 30 mánuði eftir bankahrunið þrátt fyrir að rekstrarforsendur hans hafi algjörlega brostið þá. Á því tímabili tókst honum að tapa 46,6 milljörðum króna.
Þegar sjóðurinn fór loks formlega á höfuðið í apríl 2010 var nýr sparisjóður stofnaður á grunni þess gamla, SpKef. Ríkið setti 900 milljónir króna inn í hinn nýja sjóð sem eigið fé. Tæpu ári síðar varð ljóst að nýi sjóðurinn ætti sér ekki viðreisnar von og SpKef var rennt inn í Landsbankann. Kostnaður skattgreiðenda vegna beins kostnaðar, vaxta og eiginfjárframlaga til Sparisjóðsins í Keflavík varð á endanum 26,1 milljarður króna.
Smelltu hér til að lesa topp fimm listann í nýjustu útgáfu Kjarnans.