Íslendingar eru oft fljótir að gleyma. Vandræði sitjandi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í skuldaniðurfellingarmálum, makríldeilumálum, Evrópumálum, kjarasamningamálum og alls kyns öðrum málum hafa dregið athyglina frá fortíðinni.
Síðasta ríkisstjórn, mynduð af Samfylkingunni og Vinstri-hreyfingunni-grænu framboði, var þó ekki með allt sitt á hreinu. Þvert á móti tóku meðlimir hennar nokkrar ákvarðanir sem munu sögulega teljast með þeim verstu sem íslensk stjórnvöld hafa nokkru sinni tekið. Kjarninn gerði topp fimm lista yfir þær helstu.
3. Landsdómur
Rannsóknarnefnd Alþingis komst að þeirri niðurstöðu í skýrslu sinni að nokkrir íslenskir ráðherrar hefðu sýnt af sér vanrækslu í starfi í aðdraganda hrunsins. Þingmannanefnd sem skipuð var til að fjalla um skýrsluna komst að þeirri niðurstöðu í september 2010 að ákæra ætti fjóra fyrrverandi ráðherra, þau Geir H. Haarde, Árna Mathiesen, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Björgvin G. Sigurðsson, fyrir Landsdómi vegna þessarar vanrækslu.
Þegar alþingismenn kusu um málið varð niðurstaðan hins vegar sú að einungis Geir var kærður. Málið var rammpólitískt og allt varð hreinlega vitlaust þegar nokkrir þingmenn Samfylkingar ákváðu að segja já við ákæru á hendur ráðherrum Sjálfstæðisflokksins en hlífa sínum flokksmönnum. Landsdómsmálinu lauk með því að Geir var fundinn sekur um einn ákærulið en þeir voru upphaflega sex. Honum var ekki gerð refsing. Geir kærði málsmeðferðina til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem ætlar að taka málið fyrir.
Smelltu hér til að lesa topp fimm listann í nýjustu útgáfu Kjarnans.