Á uppgangsárunum fyrir hrun höfðu íslenskir athafnamenn, og sérstaklega bankamenn, uppgötvað að þeir væru merkilegri og klárari en allir aðrir í heiminum. Þeir höfðu auðvitað rangt fyrir sér, eins og stærsta efnahagshrun miðað við höfðatölu vottar. Á þessum árum tókst þeim hins vegar að hlaða í nokkra gjörninga sem á þeim tíma hafa ugglaust þótt nýmóðins og til merkis um hvað íslenska elítan væri miklir heimsborgarar. Þegar þeir eru skoðaðir í baksýnisspeglinum eru þessar yfigengilegu góðærisathafnir þó í besta falli hlægilegar. Og pínulítið sorglegar.
4. Baugsdagurinn í Mónakó
Í maí 2007 var Baugsdagurinn haldinn hátíðlegur í Mónakó. Um 200 manns, starfsfólki og öðrum tilheyrandi, var flogið út, gist var á lúxushóteli, milljónum króna eytt í kampavín og allir fengu baðvörur frá Jo Malone (?) gefins við komuna.
Í ráðstefnuhluta dagsins var engu til sparað heldur. Halla Tómasdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, sá um fundarstjórn og rithöfundurinn Malcolm Gladwell var aðalfyrirlesari. En það voru skemmtiatriðin sem vöktu mesta athygli. Stórstjarnan Tína Turner tróð upp og söng Simply the Best, breski skemmtikrafturinn Jonathan Ross stýrði showinu, myndbrot með helstu Baugurum og fylgihnöttum þeirra, á borð við Hannes Smárason, og Little Britain tvíeykinu voru sýnd og Jón Ásgeir Jóhannesson reyndi fyrir sér í X-factor. En sjón er sögu ríkari. Sjá hér.
Innan við tveimur árum síðar var Baugur orðinn gjaldþrota í einu stærsta þroti Íslandssögunnar.
Lestu topp fimm listann í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.