Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Að móðga biskup

Auglýsing

Eitt sinn kom Hall­dór, móð­ur­afi minn, fær­andi hendi úr ein­hverri ­sigl­ing­unni. Hann gaf mér tusku­apa í smekk­buxum og með eyrna­lokk í öðru eyr­anu. Hann sagði að tusku­ap­inn héti Múhameð. Ég held að hann hafi ekki órað fyrir vand­ræð­unum sem annar nóbels­verð­launa­hafi átti eftir að koma sér í út af spá­mann­inum Múhameð. Ég held að hann hafi bara viljað færa heim­inn heim í hús.

Múhameð hefur fylgt mér alla tíð síð­an, þegar sonur minn fædd­ist þurftum við að setja hann inn í frysti til að drepa líf­ríkið í feld­in­um. Nú er sonur minn svo hræddur við Múhameð að við þurfum að hafa hann lok­aðan ofan í kassa. Kannski má hann vera hrædd­ur! Fyrir nokkrum árum var bresk kennslu­kona í Súdan, Gillian Gibbons, hand­tekin fyrir að leyfa sjö ára nem­endum sínum að nefna bangsa Múhameð í skóla­verk­efni – en það er algengt karl­manns­nafn á meðal múslima. Þetta þótti svo mikil móðgun við spá­mann­inn að hund­ruðir manna kröfð­ust þess að hún yrði líf­lát­in. Ef við afi hefðum verið stödd á öðrum stað á öðrum tíma með tusku­apann hefðum við verið fang­elsuð og kannski upp­skorið fjöru­tíu vand­ar­högg, jafn­vel líf­lát­in, fyrir græsku­laust upp­á­tæki afans og það er eitt­hvað rangt við það.

Grunn­stoð frekar en heil­agt



Um dag­inn birt­ist pist­ill eftir mig hérna í Kjarn­an­um þar sem ég sagði að tján­ing­ar­frelsið væri heil­agt. Ég held að það sé gáfu­legra að segja að tján­ing­ar­frelsið sé grunn­stoð. Grunn­stoð sem við reisum nútíma­leg sam­fé­lög á því án þess er hætt við að bæði mann­rétt­indi og frelsi til ann­arra hluta séu í hættu. En tján­ing­ar­frelsið er auð­vitað ekki án fyr­ir­vara. Og Ísland er langt í frá heil­agt í þeim efn­um. Sem dæmi má nefna að blaðið Speg­ill­inn lagði upp laupana hér um árið þegar rit­stjór­inn, Úlfar Þor­móðs­son, var dæmdur fyrir guð­last.  Myndir eftir mann­inn minn, Þór­ar­inn Leifs­son, sem sýndu þáver­andi rík­is­stjórn Íslands við mannát voru bann­aðar á sýn­ingu. Hann ­mál­aði líka eitt sinn mynd af for­seta Íslands, Vig­dísi Finn­boga­dótt­ur, með Mercedes-Benz-­merki um háls­inn á öld­ur­húsi í Reykja­vík en lög­valdið lét starfs­fólk öld­ur­húss­ins mála svart yfir mynd­ina. Viku seinna bætti hann um betur með því að mála Ólaf biskup í félags­skap tígris­dýrs sem var með Benz-­merkið í munn­in­um, líkt og það hefði étið Vig­dísi. Hann fékk lög­bann á mynd­ina, auk þess sem bisk­upinn lét hafa eftir sér í fjöl­miðl­um, gott ef ekki á for­síðu Tím­ans, að þetta væri afskap­lega óynd­is­legt athæfi.

Auglýsing

Ætli mynd­in hafi ekki líka stang­ast á við lög um guð­last sem fólki hefur verið tíð­rætt um upp á síðkast­ið. Auð­vitað verjum við okkur sjálf með lögum sem kveða á um sekt ef við hæð­umst að eða smánum annað fólk vegna þjóð­ern­is, lit­ar­hátt­ar, kyn­þátt­ar, trú­ar­bragða, kyn­hneigðar og kyn­vit­und­ar. Við áskiljum okkur rétt til að lög­sækja aðra fyrir ummæli um okk­ur.

Tákn­ræn skot­mörk



Sumir telja að skop­myndir af Múhameð hæð­ist að menn­ing­ar­heimum múslima. Að vissu leyti er það rétt en við lifum á tímum þar sem það fyr­ir­finnst alltaf ein­hver reiðu­bú­inn að hæð­ast að hvers kyns tákn­mynd­um, sama þá hvort um er að ræða Krist eða Múhameð. Það má ekki mynd­gera Múhameð spá­mann en nú eru tímar mik­illa fólks­flutn­inga, þegar menn­ingar mæt­ast í fjöl­mennum vest­rænum borgum þar sem allt heil­agt er dæmt til að verða afhelgað og sama hvað hver segir þá verða alltaf teikn­aðar myndir af Múhameð.

Því hlýtur að vera hættu­legt að stuðla að því að þessar myndir séu slíkt tabú að þær geti gert teikn­ara, hvar sem er í heim­in­um, að tákn­rænu skot­marki fyrir ofstæk­is­fólk. Þær þurfa að fá að birt­ast og fara í gegnum sitt skeið. Múhameð og Kristur verða að sitja við sama borð, og líka allar hinar helgu tákn­mynd­irn­ar, að öðrum kosti geta sak­laus­ustu upp­á­tæki, hvar og hvenær sem er, leitt til hörm­unga. Hörm­unga sem bitna ekki síst á vel mein­andi fjöld­an­um, hóf­sömum múslimum út um allan heim.

Marg­tuggið tján­ing­ar­frelsið



Ég held að múslimar upp til hópa, búsettir í Evr­ópu til lengri tíma eða jafn­vel alla ævi, láti ekki myndir sem þessar trufla sitt dag­lega líf, jafn­vel þótt þær geti ýtt undir staðalí­myndir og verið móðg­andi, krossað fínar línur og virkað nið­ur­lægj­andi. Stundum eru skop­myndir not­aðar mark­visst í þeim til­gangi eins og þegar skop­ast var að gyð­ingum á sínum tíma, nokkuð sem mér finn­st, per­sónu­lega, að sé ekki sam­bæri­legt við t.d. Charlie Hebdo þar sem var gert grín að öllu, auk þess sem ein­hverjar myndir þar hafa verið teknar úr upp­runa­legu sam­hengi í umræð­unni. Eðli skops er að stinga, það sær­ir, það afskræmir og það kæt­ir, meira að segja ára­mótaskaup­ið, en það hjálpar okkur líka til að hlæja að sjálfum okkur og öðl­ast margræðni í hugs­un, í því felst frels­un.

Múhameð á forsíðu Charlie Hebdo. Múhameð á for­síðu Charlie Hebdo.

Þó verður seint sagt um marg­tuggið tján­ing­ar­frelsið að það sé trygg­ing fyrir jafn­ræði allra hópa í mis­skipt­um, flóknum heimi, jafn­vel þó að það sem grunn­stoð sam­fé­lags sé skásta sýni­lega leiðin til að sem flestir geti látið rödd sína heyr­ast. Til þess að jafn­ræðið verði sem mest þurfum við stöðugt að velta flökt­andi birt­ing­ar­mynd þess fyrir okk­ur, eygja mann­legan tví­skinn­ungs­hátt­inn, og rýna í öll orðin sem falla á degi hverj­um, já, rök­ræða og ríf­ast um þau. Þegar skop­mynd­irnar af Múhameð birt­ust fyrst í Jót­land­s­póst­inum bjó ég í Dan­mörku og upp­lifði þær niðr­andi í garð minni­hluta­hóps sem átti erfitt upp­dráttar í sam­fé­lag­inu. Ég held ennþá að það sé fróð­legt að velta dönsku sam­fé­lagi fyrir sér í ljósi þess­ara mynda; atburðir eru sjaldn­ast annað hvort svartir eða hvítir í mann­legri sam­búð.

En þegar skop­myndir af Múhameð eru not­aðar sem ástæða fyrir öðru eins ódæði þarf allt þetta sak­lausa fólk að sitja undir hat­urs­orð­ræðu, fyr­ir­litn­ingu og alls­konar aðdrótt­un­um, jafn­vel ofbeldi. Mann­hatri sem það á ekki skilið frekar en ég eða þú. Ang­ela Merkel steig fram nú í vik­unni og sagði: Der Islam gehört zu Deutschland. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son ætti að stíga fram og segja hið sama um Ísland. Hann ætti að sýna þeim lands­mönnum sem eru múslimar stuðn­ing í verki.

Múslimar myrtir



Eig­in­lega átti Sig­mundur Davíð lítið erindi í göng­una í Frakk­landi, maður sem virð­ist halda að hug­takið tján­ing­ar­frelsi sé sam­heit­i við hags­muna­gæslu og popúl­isma Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann átti ekki heima þar frekar en barna­morð­ing­inn Benja­min Net­anyahu sem labb­aði þar þétt upp við aðra þjóð­höfð­ingja (án þess að ætl­unin sé að líkja þeim saman að öðru leyt­i).

Og talandi um Benja­min Net­anya­hu. Í gær sá ég átak­an­legt við­tal á ein­hverri stöð­inni í þýska sjón­varp­inu. Það var við lít­inn dreng sem hafði misst bæði hönd og fót í árásum Ísra­els­manna á Palest­ínu síð­ast­liðið sum­ar. Hann hafði líka misst mömmu sína og þrjú systk­ini. Dreng­ur­inn hafði verið fluttur til lækn­inga til Þýska­lands þar sem hann dvelur nú ásamt fjölda ann­arra barna í svip­uðum aðstæð­um.

Benja­min Net­anyahu er ekki þekktur fyrir að vera hrif­inn af blaða­mönnum sem fjalla um barna­morð­in. Ólíkt Sig­mundi hefur hann lík­lega eygt tæki­færi til að hressa upp á ímynd­ina með því að mæta í þessa mik­il­feng­legu göngu.

Hvað um það. Í gær var fleira áhuga­vert í þýska sjón­varp­inu. Meðal ann­ars hring­borðsum­ræður þar sem aldr­aður hug­s­uð­ur, maður sem lifði hel­för­ina af, spurði hin í salnum hvort þau vissu hversu margir múslimar hefðu verið myrtir á síð­asta ári.

Þeir eru ófá­ir.

Út um allar jarðir á fólk sem er kennt við múhameðstrú á bratt­ann að sækja af ólíkum ástæð­um. Sumt berst fyrir lífi sínu í stríðs­á­standi, margt er lokað inni í flótta­manna­búð­um,  millj­ónir þrá að fá að lifa líf­inu í virkum lýð­ræð­is­ríkj­um, óáreittir fyrir for­dómum og hat­urs­orð­ræðu. Hat­urs­orð­ræðu sem blossar upp í hvert sinn sem öfga­mönnum tekst að fremja hryðju­verk.

Ein­angrað fólk í Peg­ida



Raunar er skrýtið að tala um allt þetta ólíka fólk, með ólíkan bak­grunn og sem býr við ólík lífs­kjör, sem einn hóp undir þessu til­tekna heiti, múslim­ar. Fólk í galla­buxum með heyrnatólk í strætó, fólk að hræra í pottum á mann­mörgum mat­sölu­stöð­um, fólk að lækna börn á spít­öl­um, fólk að kenna í háskólum eða fólk að læra þýsku, bara hvað sem er. Hér í Berlín er hlut­fall múslima hátt og þau, múslima­kon­ur- og karl­ar, eiga stóran þátt í að gera borg­ina að þeim mann­væna og marg­breyti­lega stað sem hún er.

Þá er komið að því að alhæfa, jafn­vel ýta undir stað­al­mynd­ir, en ég vil samt láta það flakka.

Þegar sonur minn átti afmæli í fyrra gaf fjöl­skyldan í bak­arí­inu á horn­inu, múslimar af tyrk­neskum ætt­um, honum afmælistertu með áletr­un. Í hvert skipti sem ég fer þangað með son­inn er hann kjass­aður og fær gef­ins góð­gæti. Það er reyndar algengt að sonur okkar stór­græði á heim­sóknum á mat­sölu­staði eða í bak­arí sem múslimar reka. Kúlt­úr­inn, ef það er rétt að tala um kúltúr í þessu marg­breyti­lega sam­hengi, er ekki bara barn­vænn heldur líka mann­úð­leg­ur.  Margir kenndir við þessa trú eiga það sam­eig­in­legt að þeim fylgir hlýja í sam­skipt­um. Eins og litla stráknum í neð­an­jarð­ar­lest­inni sem brosti fal­lega til mín eftir að hafa hlaupið sem eldi­brand­ur, frá fjöl­skyldu sinni og á milli hæða, á eftir mér því ég hafði gleymt einni evru í miða­sjálfsal­an­um.

Rann­sóknir hafa sýnt fram á að þeir sem búa í fjöl­menn­ing­ar­legu umhverfi ótt­ast síður inn­flytj­endur og fólk af öðrum trú­ar­brögð­um. Því ein­angr­aðra sem fólk er því frekar ótt­ast það fjöl­breytn­ina. Félagar í PEG­IDA láta mest til sín taka á stöð­u­m eins og Dres­den sem er stað­sett í fyrrum Aust­ur-Þýska­landi og þar sem búa færri inn­flytj­endur en í flestum öðrum þýskum borg­um.  Því er for­vitni­legt að vita hvaða hóp­ur þetta er af fólki sem hefur tekið sig til á Íslandi og stofn­að, a.m.k. á net­inu, afleggjara af PEG­IDA. Ég er til­búin að veðja hund­rað þús­und kalli við hvern sem er að megnið af þessu fólki hefur ekki reynslu af því að búa í fjöl­menn­ing­ar­legu nútíma­sam­fé­lagi innan um marga múslima. Ósköp ein­fald­lega vegna þess að ef þetta fólk hefði gert það, þá væri það ekki að gera sig að fíflum núna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None