Þegar ungur Dani opnaði litla verslun með rúmfatnað í Árósum á Jótlandi vorið 1979 hefur sjálfsagt engum, allra síst honum sjálfum, dottið í hug að 35 árum síðar yrði hann þriðji ríkasti maður Danmerkur. Og jafnframt númer 363 á lista bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Danir kalla þennan mann Dyne-Larsen.
Lars Larsen, Dyne Larsen eða Rúmfata-Larsen, skaust í heiminn, eins og hann orðar það sjálfur, 6. ágúst 1948 kl. 13.08. Yngstur fjögurra systkina sem fæddust á fimm árum. Sá skuggi hvíldi þó yfir þessari fjölgun í fjölskyldunni að heimilisfaðirinn, Lars Kristinus Larsen, lést áður en drengurinn fæddist, aðeins 55 ára gamall, og móðirin, Signe Vera Kirstine Hansen, ákvað að sá stutti skyldi bera nafn föðurins og hann var því skírður Lars Kristinus. Þegar þau Lars eldri og Signe kynntust var hann kominn undir fimmtugt en hún tíu árum yngri. Þau voru bæði af fátæku fólki komin en tókst að kaupa jörð við þorpið Arnborg á Mið-Jótlandi og lifðu fyrst og fremst af kartöflurækt. Lars eldri tók talsverðan þátt í félagsmálum, sat í safnaðarnefnd og í stjórn sjúkrasamlagsins á svæðinu. Signe var mjög trúuð og hafði starfað með Hjálpræðishernum áður en hún giftist.
Þetta er örstutt brot úr umfjöllun Kjarnans um Rúmfata-Larsen. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.