Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Aftur í bílskúrinn til að skapa sýndarveruleika

IMG_0930-2.jpg
Auglýsing

Síð­asta sumar hættu þrír lyk­il­menn hjá tölvu­leikj­aris­anum CCP. Menn­irnir þrír, Reynir Harð­ar­son, sem var einn stofn­enda og list­rænn stjórn­andi CCP, Þor­steinn Högni Gunn­ars­son, sem var yfir við­skipta­þróun hjá fyr­ir­tæk­inu, og Kjartan Pierre Emils­son, áður yfir­leikja­hönn­uður Eve Online og fram­kvæmda­stjóri CCP í Sjanghæ árum sam­an, ákváðu að þær breyt­ingar sem voru að eiga sér stað á tölvu­leikja­geir­anum væru þess eðlis að þeir gætu ekki látið vera að taka þátt í þeim.

Breyt­ingin sem um ræðir er sýnd­ar­veru­leiki.

Spil­ar­inn er inni í leikn­um, ekki að horfa á hann



Í októ­ber 2014 stofn­uðu þeir fyr­ir­tækið Sól­far Studios sem fram­leiðir efni fyrir sýnd­ar­veru­leika. Flestir tengja sýnd­ar­veru­leika­bylt­ing­una við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíða­gler­augu sem færa not­endur inn í sýnd­ar­veru­leika­ver­öld. Það er erfitt að lýsa því með orðum fyrir þeim sem ekki hafa prófað hversu mikil breyt­ing sýnd­ar­veru­leika­tól sem eru í þróun eru frá þeirri upp­lifun sem tölvu­leikja­not­endur fá við að spila leiki í dag. Auð­veld­ast er kannski að segja að spil­ar­anum líður eins og hann sé inni í leikn­um, í stað þess að vera að spila hann af skjá.

Auglýsing

solfarlogoblack

Fyrir mörgum hljómar til­urð svona tóla eins og fram­tíð­ar­músik. En stærstu fyr­ir­tæki í heimi, fyr­ir­tæki á borð við Face­book (sem keypti Oculus Rift) og Sony (sem er að fram­leiða sýnd­ar­veru­leika­tól fyrir Playsta­tion-­tölvu sína), eru að veðja stórum fjár­hæðum á sýnd­ar­veru­leik­ann og að setja gríð­ar­lega fjár­muni í að koma honum á almennan mark­að. Þeim er fúlasta alvara og það er búist við því að byrjað verði að selja tækn­ina til tölvu­leikja­spil­ara innan tólf mán­aða.

En það er ekki nóg að vera með bylt­ing­ar­kennda tækni. Það þarf að gera eitt­hvað með hana. Afþrey­ing­ar­þyrstir tölvu­leikja­spil­arar þurfa leiki til að spila. Og þar kemur Sól­far Studi­os, fyr­ir­tæki Reyn­is, Þor­steins og Kjart­ans til sög­unn­ar.

Lang­aði aftur í bíl­skúr­inn



„Við hættum allir hjá CCP síð­asta sumar og Sól­far var stofnað í októ­ber,“ segir Reyn­ir. Fyr­ir­tækið er því ein­ungis rúm­lega sex mán­aða gam­alt. Hann seg­ist hafa kol­fallið fyrir sýnd­ar­veru­leik­anum þegar hann sá í fyrsta sinn prufu­efni fyrir Oculus Rift-tæk­ið. „Við sem stöndum að Sól­fari fórum strax að tala um þetta. Að þetta væri of gott tæki­færi til að sleppa að taka þátt í þess­ari þróun sem er að fara að eiga sér stað. Ég hef aldrei fengið svona til­finn­ingu áður. Þetta er ein stærsta breyt­ingin sem hefur orðið á tölvu­leikja­geir­anum frá upp­hafi. Ann­ars vegar að sýnd­ar­veru­leik­inn sé kom­inn og hins vegar að hægt sé að nálg­ast vél, Unr­eal 4, sem gerir manni kleift að búa til efni án þess að vera með her for­rit­ara.“

Á ein­föld­uðu máli gerir Unr­eal 4-vél­in, sem er fram­leidd af Epic, nán­ast öllum kleift að gera hágæða­tölvu­leiki. Áður fyrr voru það nán­ast ein­vörð­ungu for­rit­arar sem gátu gert það sem vélin ger­ir. Og vélin er ókeyp­is. Þess í stað tekur Epic fimm pró­sent af sölu­tekjum tölvu­leikj­anna sem fram­leiddir eru með hjálp Unr­eal 4-vél­ar­inn­ar.

En það voru fleiri ástæður fyrir því að þeir ákváðu að stofna Sól­far. Reynir segir að eftir öll þessi ár hjá CCP, sem var þegar mest var með um 600 starfs­menn (um 300 í dag) og starf­semi víða um heim­inn, hafi þá langað að kom­ast aftur á byrj­un­ar­reit. „Okkur lang­aði að vera með mjög litla starf­semi þar sem þarf ekki að halda marga fund­i,“ segir Reynir og hlær. „Þegar starfs­menn fyr­ir­tækis ná ákveðnum fjölda þá þarf að byggja upp ákveðna inn­viði. Það þarf marga stjórn­endur og svo þarf stjórn­endur til að stýra stjórn­end­un­um. Á end­anum ertu kom­inn með fyr­ir­tæki eins og CCP. Það er óum­flýj­an­leg afleið­ing þess að stækka og auð­vitað ekk­ert að því. Slík stækkun er áskorun sem þarf að takast á við og CCP hefur gert það mjög vel. Okkur lang­aði bara aftur í bíl­skúr­inn.“

Flestir tengja sýndarveruleikabyltinguna við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíðagleraugu sem færa notendur inn í sýndarveruleikaveröld. Flestir tengja sýnd­ar­veru­leika­bylt­ing­una við Oculus Rift, tæki sem lítur úr eins og voldug skíða­gler­augu sem færa not­endur inn í sýnd­ar­veru­leika­ver­öld.

Leikir seldir í staf­rænum búðum



Bíl­skúr­inn er reyndar skrif­stofa beint fyrir ofan bar og fyrir neðan skrif­stofu Þing­vall­ar­nefnd­ar, með útsýni yfir Aust­ur­völl. Þar vinna nú fjórir starfs­menn en þeir verða sjö von bráð­ar. En hvað eru þeir nákvæm­lega að gera? Kjartan svarar því. „Við erum að búa til efni fyrir þessar nýju sýnd­ar­veru­leika­græjur sem eru að fara að koma út, lík­lega innan næstu tólf mán­aða. Við ætlum að vera til­búnir með tvo leiki þegar þetta fer allt af stað og með aðra tvo í þró­un.“ Planið sé svo að gefa út tvo leiki á ári að jafn­aði. Leik­irnir verða seldir í svoköll­uðum „búð­u­m“, svip­uðum t.d. App Store, hjá þeim fram­leið­endum sem bjóða upp á sýnd­ar­veru­leika. Gert er ráð fyrir því að að hver leikur muni kosta á bil­inu 15-20 dali, 2.000-2.700 krón­ur. „Það sem er svo sér­stakt við þetta sem við erum að gera er að mark­að­ur­inn er svona eins og App Store var í árdaga. Ef þér tekst að gera eitt­hvað flott­ara en aðrir þá ætti að vera til­tölu­lega auð­velt að koma sér fyr­ir. Sér­stak­lega fyrir okkur sem erum ágæt­lega þekktir í þessum tölvu­leikja­heim­i.“

Reynir segir að allar hug­myndir þeirra að leikjum séu sniðnar að við­mót­inu, sýnd­ar­veru­leik­an­um, á meðan að margir aðrir séu að reyna að aðlaga leiki sem þegar eru til að hinu nýja við­móti. „Við notum við­mótið til að móta leik­ina og þeir verða mjög upp­lif­un­ar­mið­að­ir. Það ger­ist alltaf eitt­hvað ótrú­legt. Þetta er svo­lítið eins og að stjórna draumi. Eins og að fara inn í drauma­heim.“

„Su­doku væri til að mynda ekki góður leikur fyrir sýnd­ar­veru­leika. Í þessu við­móti er ekki nóg að skora stig eins og í mörgum tölvu­leikjum þar sem spil­ar­inn hleypur í gegnum þá, drepur allt sem hann sér og tekur í raun ekki eftir neinu í umhverf­inu. Í sýnd­ar­veru­leik­anum er þetta aðeins öðru­vísi. Þú vilt vera á staðnum og því skiptir máli að upp­lifunin sé mjög góð.“

Hann bendir á að ekki henti allir leikir í sýnd­ar­veru­leika. „Su­doku væri til að mynda ekki góður leikur fyrir sýnd­ar­veru­leika. Í þessu við­móti er ekki nóg að skora stig eins og í mörgum tölvu­leikjum þar sem spil­ar­inn hleypur í gegnum þá, drepur allt sem hann sér og tekur í raun ekki eftir neinu í umhverf­inu. Í sýnd­ar­veru­leik­anum er þetta aðeins öðru­vísi. Þú vilt vera á staðnum og því skiptir máli að upp­lifunin sé mjög góð.“

Og í nákvæm­lega þeim, gæð­un­um, ætlar Sól­far að skara fram úr. Að sögn Kjart­ans telja þeir að það vanti hágæða­efni inn á þennan mark­að. „Við teljum okkur geta fram­leitt það, með okkar reynslu, þekk­ingu og sam­bönd­um. Við teljum okkur geta skapað okkur sér­stöðu í þeim efn­um. Næstu tvö árin verða örugg­lega mjög umróta­söm í þessum heimi. Það verða fram­farir og tækin sjálf verða betri og betri. Þetta er mögu­legt núna. Eftir kannski þrjú ár verða komnir leikir með mikið fram­leiðslu­fjár­magn á bak­við sig inn á þennan markað og hund­rað manna fyr­ir­tæki að búa þá til. En núna er þetta rosa­lega mikið Ala­ska-frum­kvöðla til­finn­ing­in. Að vera á kanó að sigla á móti straumn­um. Okkar við­skipta­hug­mynd er að þegar þetta fer á flug verðum við komnir með for­skot. Það er engin spurn­ing í okkar huga að þessi mark­aður á eftir að verða risa­stór. Það er bara spurn­ing um hversu hratt það ger­ist.“ Reynir skýtur inn í lík­ingu sem Íslend­ingar ættu að geta tengt við. „Í því ölduróti sem verður á næstu árum er betra að vera á litlum hrað­skreiðum spítt­bát, ekki hægu olíu­skipi.“

Það er að miklu að keppa. Grein­ing­ar­fyr­ir­tæki spá því að innan fárra ára verði sýnd­ar­veru­leika­leikja­mark­að­ur­inn 30-40 millj­arða dala mark­að­ur. Það gera 4.000-5.550 millj­arða króna. Fyr­ir­tæki þarf ekki stóran hluta af þeirri köku til að verða mjög arð­bært.

Skjáskot úr einum þeirra leikja sem Sólfar er að þróa um þessar mundir. Skjá­skot úr einum þeirra leikja sem Sól­far er að þróa um þessar mund­ir­.

Skalar ekki niður Roll­ing Sto­nes



Þeim er reyndar tíð­rætt um kosti þess að vera með litla og sveigj­an­lega starf­semi. Hversu mik­il­vægt það sé að vera með einn í teym­inu sem er góður í lyk­il­þætti starf­sem­inn­ar, að vinna með öðrum skap­andi fyr­ir­tækj­um, að halda fram­leiðslu­kostn­aði lágum svo að arð­semi geti verið mikil án þess að taka mikla áhættu.

Og þess vegna ákváðu þeir að stofna fyr­ir­tækið á Íslandi. Reynir segir að teymið hafi skoðað hvort betra hefði verið að stofna Sól­far ann­ars staðar í heim­in­um. Nið­ur­staðan hafi verið að Ísland sé frá­bær staður til að gera þetta. Svo lengi sem fyr­ir­tækið helst lít­ið. „Við erum með gott net og sam­bönd á Íslandi. Það er til tölu­verður pen­ingur hérna og við þekkjum sam­starfs­að­il­ana sem við getum unnið með vel. Hér er gott „ta­lent-pool“, en það er ekki mjög stórt. Svo lengi sem við ætlum að vera með undir tíu manna fyr­ir­tæki er Ísland frá­bær stað­ur.

Ef við þurfum að stækka upp í 40 til 50 manns þá er strax orðin miklu meiri áskorun að vera á Íslandi. Við sáum það vel hjá CCP, sem hefur þurft að flytja inn ofboðs­lega mikið af fólki, að það er erfitt að fá hæfi­leika­fólk frá öðrum löndum til að flytja til Íslands. CCP getur gert það vegna þess að þeir eru þekkt nafn í leikja­heim­inum en ef þú ert lítið sprota­fyr­ir­tæki þá er kannski erf­ið­ara að laða slíkt fólk hing­að. En við viljum vera litlir, að minnsta kosti eitt til tvö ár fram í tím­ann. Það er mjög erfitt að meta hvað ger­ist svo. Þú gerir líka ekk­ert endi­lega betur með stærra teymi. Þú getur gert fleiri hluti en þeir eru ekk­ert endi­lega betri. Þú skalar til dæmis ekki upp Roll­ing Sto­nes. Þeir yrð­u ekk­ert betri ef það væru 50 í band­in­u.“

En við viljum vera litlir, að minnsta kosti eitt til tvö ár fram í tím­ann. Það er mjög erfitt að meta hvað ger­ist svo. Þú gerir líka ekk­ert endi­lega betur með stærra teymi. Þú getur gert fleiri hluti en þeir eru ekk­ert endi­lega betri. Þú skalar til dæmis ekki upp Roll­ing Sto­nes. Þeir yrð­u ekk­ert betri ef það væri 50 í bandinu.


Búnir að sækja 500 þús­und dali



Þótt tækni­fram­þróun hafi gert fram­leiðslu á efni eins og því sem Sól­far ætlar að fram­leiða mun ódýr­ari þá kostar hún samt pen­inga. Stofn­end­urnir voru reyndar ekki að hafa áhyggjur af fjár­mögnun þegar þeir stofn­uðu fyr­ir­tæk­ið. Þeir fóru í það ferli eftir á.

Nú hefur fyr­ir­tækið náð í 500 þús­und dali, 68 millj­ónir króna, í svo­kall­aða engla­fjár­fest­ingu frá ýmsum aðil­um. Um helm­ing­ur­inn kemur frá inn­lendu fjár­fest­unum Investa og Vil­hjálmi Þor­steins­syni og hinn helm­ing­ur­inn frá erlendum aðil­um, aðal­lega frá Finn­landi. Þeir eru Vili Miettinen, Sisu Game Ventures, Isaac Kato og nokkrir aðrir alþjóð­legir engla­fjár­fest­ar.

Kjartan segir að á teikni­borð­inu sé að ná í meira fjár­magn í sumar eða haust til að tryggja rekst­ur­inn næstu árin. Það er aug­ljóst að þeim líður vel að vera komnir „aftur í bíl­skúr­inn“. Og finnst gaman að fara í gegnum öll vaxt­ar­skref­in. Reynir segir raunar hreint út að það sé óvissan sem geri þetta allt saman skemmti­legt. „Sumum líður kannski illa í óviss­unni. En okkur líður hvergi bet­ur.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiViðtal
None