Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Atvinnumaðurinn sem varð trillukarl

ABH4551.jpg Heiðar Helguson
Auglýsing

Dalvíkingurinn Heiðar Helguson, einn dáðasti knattspyrnumaður þjóðarinnar, er orðinn trillukarl. Eftir að farsælum atvinnumannaferli hans í Englandi lauk, flutti hann ásamt fjölskyldu sinni aftur til Íslands, og keypti sér kvóta og smábát sem hann gerir nú út frá Hafnarfirði. Heiðar er fámáll maður, og hefur helst kosið að tjá sig á knattspyrnuvellinum. Hann tjáir sig nú í fyrsta skipti um lífið eftir atvinnumennskuna í fótbolta, í einlægu og ítarlegu viðtali við Kjarnann.

Tók sér tíma til að ákveða hvað hann vildi gera

Eftir að Heiðar flutti aftur til Íslands ásamt fjölskyldu sinni, eiginkonunni Eik Gísladóttur og þremur sonum, tók hann sér nokkra mánuði til að íhuga hvað hann ætti nú að taka sér fyrir hendur. Flestir knattspyrnumenn sem snúa aftur úr atvinnumennsku kjósa að vera áfram viðrinir fótboltann, en Heiðar ákvað að róa á gamalkunn mið. Úr varð að hann ákvað að hella sér út í útgerð. "Ég keypti mér lítinn bát á Ólafsvík og sigldi honum til Hafnarfjarðar í snarvitlausu veðri. Fjölskyldan mín á Dalvík hefur meira og minna unnið við sjávarútveginn síðustu hundrað ár, þannig að þessi ákvörðun lá bara vel við," segir Heiðar.

almennt_22_05_2014

Auglýsing

Sem ungur maður fór Heiðar nokkra túra með togaranum Blika EA, og varð mjög sjóveikur í hvert skipti. "Ég ældi úr mér lungun, þannig að þegar ég ákvað að fara aftur í sjómennskuna krosslagði ég bara fingurna og vonaði að sjóveikin væri farin fyrir fullt og allt. Það virðist hafa virkað, því ég hef ekki orðið sjóveikur enn."

Rómantíkin við sjómennskuna heillaði

Knattspyrnuhetjan fyrrverandi, sem ákvað að gerast trillukarl, er mjög sátt við ákvörðunina. "Mig langaði mikið að gera eitthvað þar sem ég gæti ráðið mér sjálfur. Ég er ekki með neina einustu menntun og það takmarkaði svo sem möguleikana mína líka," segir Heiðar og hlær. "Svo hef ég líka gaman af líkamlegri vinnu og vil stjórna mér sjálfur, hvenær ég vinn og hvenær ekki."

Fyrir mann sem hefur haft af því atvinnu að keppa í hópíþrótt frá unga aldri, hljóta að vera mikil viðbrigði að vera nú orðinn einyrki, einn út á ballarhafi að róa. "Auðvitað er þetta mikil breyting frá því að mæta í vinnuna með þrjátíu gaurum og spila fótbolta. Samt er ekkert dásamlegra en að vera einn út á sjó í góðu veðri. Það getur vitanlega verið einmannalegt að standa í þessu einn, þannig að ég er duglegur að draga konuna mína, strákana mína eða vini og vandamenn með mér í veiðitúra. Það er engin skortur á sjálfboðaliðum í kringum mig," segir Heiðar.

Þetta er örstutt brot úr ítarlegu viðtali við Heiðar Helguson. Lestu það í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None