Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, svaraði sjö spurningum fyrir Kjarnann. Hún lætur línuverði sem ekki eru með á nótunum fara í taugarnar á sér.
Hvað gleður þig mest þessa dagana?
Börnin mín og það hversu skemmtilega ólík þau eru og krefjandi á sinn dásamlega hátt. Og svo auðvitað hundurinn okkar, hún Freyja Sumarsól
Hvert er helsta áhugamál þitt?
Sveitin mín og ætli það sé ekki líka golf þessa dagana
Hvaða bók lastu síðast?
Fangi himinsins – Carlos Ruiz Safón
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
„Hér skal nú glens og gaman...“ úr Línu Langsokk. Skemmtileg sýning fyrir alla aldurshópa í Borgarleikhúsinu. Annars er alltaf stutt í að ég svara þessu með One – U2
Til hvaða ráðherra berðu mest traust?
Bjarna.
Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara?
Argentínu.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Línuverðir sem eru ekki með á nótunum en þá er ég komin í þversögn við það sem ég á erfiðast með en það er skortur á umburðarlyndi sem er aldrei langt frá frjálsyndi.