Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Dagur: Ríkisstjórnin skilur ekki Reykjavík

14264828758_2cf74e26bf_o-1.jpg
Auglýsing

Aðspurður um hver var ástæða þess að Samfylkingunni gekk jafn vel í Reykjavík og raun ber vitni, segist Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, sem er í ítarlegu viðtali í nýjasta Kjarnanum, ekki vita það almennilega. „Það er mjög mismunandi hvað fólk segir. Húsnæðismálin eru eitt þeirra mála sem fólk nefnir. Svo er þetta líklega samspil margra þátta. Ríkisstjórnin hefur ekki verið að setja fram spennandi sýn á framtíðina. Mér finnst hún ekki skilja Reykjavík. Mér finnst hún ekki skilja þörfina fyrir fjölbreytt atvinnulíf; þekkingargreinar, græna hagkerfið eða skapandi greinar. Hún hefur talað fyrir mjög gamaldags lausnum í atvinnumálum. Ég held að það hafi hjálpað í þeirri merkingu að fólk sjái okkur sem valkost. Reykjavík þarf að eiga skýra rödd. Og það er mikilvægt að líta á borgarlíf og spennandi borgarþróun sem tækifæri en ekki ógn.

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_19/20[/embed]

Borgin getur ekki gert allt í atvinnumálum, og á ekki að gera það. En við settum atvinnustefnu fyrir tveimur árum þar sem við erum að reyna að vinna að aukinni fjölbreytni í atvinnulífinu. Þetta kristallaðist í aðalskipulaginu.

Auglýsing

Ég held að ríkisstjórnin hafi gert mikil mistök með því að skera niður styrki til rannsókna, vísinda og til Kvikmyndasjóðs.  Svo er auðvitað ferðaþjónustan dæmi út af fyrir sig. Við Íslendingar veðjuðum á hana til að fjölga störfum mjög hratt. Ég hef hins vegar áhyggjur af því að hún verði ekki í stakk búin til að borga góð laun. Það á að vera rauði þráðurinn til framtíðar, að skapa vel borgandi störf. Þar er áhersla okkar hér í borginni. Við eigum ekki að vera að keppa við láglaunasvæði heimsins heldur þurfum við að skapa okkur sérstöðu og byggja á hugviti og þekkingu sem skapar verðmæti og getur staðið undir launum og þeirri velferð sem við viljum búa við.“


Þetta er örstutt brot úr viðtalinu við Dag. Lestu það í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.


 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiViðtal
None