Andrúmslofið á Imola-brautinni var draugalegt sunnudaginn 1. maí 1994 þegar San Marinó-kappaksturinn var við það að hefjast. Daginn áður hafði austuríski ökuþórinn Roland Ratzenberger farist í árekstri við vegg í tímatökum og á föstudeginum hafði Rubens Barrichello slasast í öðrum árekstri. Ayrton Senna settist upp í Williams-bílinn sinn á keppnisdag þrátt fyrir efasemdir um öryggið. Áskorunina yrði hann að standast.
Ayrton Senna fórst þegar sex hringjum var lokið af San Marínó-kappakstrinum 1994. Eftir rétta viku verða tuttugu ár liðin frá andláti Senna sem hafði þá löngu áunnið sér stöðu sem goðsögn í lifanda lífi. Allir keppinautar hans álitu hann bestan og pössuðu sig á að vera ekki í vegi hans í tímatökum. Enginn vildi vera sá sem eyðilagði tímatökuhring Senna.
Sorgarsagan af andláti Senna og hvernig hugsanlega hefði mátt koma í veg fyrir dauðaslysin fyrir 20 árum í Kjarnanum í dag. Lestu hann hér.