Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ég er karl frekar en framsóknarkona

audur-jons.jpg
Auglýsing

Mig langar í blóma­hjól­ið, sagði þriggja ára sonur minn í hjóla­búð þar sem við mæðginin vorum stödd fyrir nokkrum dög­um.

Nei, viltu ekki frekar bláa hjólið með fisk­un­um? spurði ég í skringi­lega skip­andi tón.

Nei, bara blóma­hjól­ið, sagði hann ein­lægur og benti á ljós­fjólu­blátt hjól, skreytt rauðum blóm­um.

En sjáðu hvað bláa hjólið er flott, vældi ég. Það er Bubba-­Bygg­is­-­bjalla á því!

Mig langar í blóma­hjól­ið, ítrek­aði hann og greip utan um stýrið á því, líkt og hann ætl­aði að hlekkja sig fastan við það. Mér var hætt að standa á sama, fyrr í vik­unni hafði ég ætlað að kaupa bláa gúmmí­skó á hann en endað á því að leiða hann ham­ingju­saman út í pastel­grænum gúmmí­skóm með skær­bleikum röndum á hlið­un­um. Sko ... byrj­aði ég en þagg­aði niður í sjálfri mér í tæka tíð. Það hefði lítið upp á sig að segja þriggja ára barni frá því að ég hefði lesið frétt um lít­inn strák í útlöndum sem safn­aði rauðum og ljós­fjólu­bláum dóta­hest­um, mark­aðs­settum handa stelp­um, en hafði orðið fyrir svo mik­illi stríðni fyrir vikið að hann framdi sjálfs­morð.

almennt_05_06_2014

Auglýsing

Takk, David Bowie



Fréttin hafði gert mig svo hrædda að ég hafði staðið sjálfa mig að því að hugsa: Skítt með það að stelpur eigi að leika sér með stráka­dót og strákar með stelpu­dót! Sonur minn á ekki að þurfa að upp­lifa neitt í lík­ingu við það sem þessi ves­al­ings drengur gerði.

Þetta átti ekki bara við um dót­ið. Fyrr en varði hætti ég að nota bleiku sokk­ana og ljós­fjólu­bláu peys­urnar sem Hjalla­stefnu­móð­ir­in, systir mín, hafði gefið honum frá dóttur sinni (dökk­fjólu­bláu peys­urnar héld­ust þó í notk­un). Á þessum tíma­punkti var ég komin nokkuð langt frá frjáls­lyndu, óléttu mömm­unni sem ætl­aði að klæða son­inn sem oft­ast í bleikt og helst aldrei í blátt. Mömm­unni sem ætl­aði líka að fá hann til að leika með dúkkur til að örva sköp­un­ar­gleð­ina og um leið forða honum frá sund­skýlum og drykkj­ar­málum skreyttum for­ljótum myndum af bros­andi kappakst­urs­bílum (ég skildi hrein­lega ekki fólk sem keypti annan eins óskapnað handa börn­um).

Skyndi­lega rifj­að­ist þetta upp fyrir mér þar sem ég stóð og horfð­ist í augu við þrjóskan son minn. Í sömu andrá mundi ég líka að á þessum stað, á þess­ari stundu, var ég aðeins örfáum skrefum frá gamla sögu­fræga heim­il­inu hans David Bowie, þarna sömu megin göt­unnar á Haupt­strasse. Þar gerði hann garð­inn frægan, ásamt Iggy Pop, þegar ég var á aldur við son minn og þótti hafa svo heppi­leg áhrif á borg­ina, sem og hún á hann, að í síð­ustu viku var opnuð veiga­mikil sýn­ing um ástríðu­þrungið sam­band David Bowie og Berlín­ar. Ég horfði á son minn og sá David Bowie; ég glotti skelmis­lega og mundi að sjálfri hefði mér alltaf þótt kven­legir karl­menn og karl­mann­legar konur þokka­full með ein­dæm­um. Í raun­inni eru allir karlar að ein­hverju leyti konur og allar konur að ein­hverju leyti karl­ar.

Var­huga­verð umhverf­is­á­hrif



Við nán­ari umhugsun hafði frjál­synda mamman byrjað að for­pok­ast strax upp úr fæð­ingu son­ar­ins. Í einni af fyrstu vagn­ferð­unum hafði vin­kona hrósað mér fyrir að breiða bleikt teppi yfir strák. Hrósið hafði öfug áhrif, systir mín hafði lánað mér teppið og ég breitt það umhugs­un­ar­laust yfir barn­ið, en þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvort það væri sjálf­hverft af mér að taka ekki meira til­lit til meintra almennra þarfa drengja í þessu til­liti. Eins var mér brugðið þegar leik­skóla­kenn­ari spurði af hverju ég hefði keypt stelpuregn­galla á hann. Þetta er ekki stelpu­galli, más­aði ég stressuð og benti á að regn­gall­inn væri rauð­ur. Þá brosti leik­skóla­kenn­ar­inn og sagði: Já, en þessir gallar eru bara til í rauðu og bláu.

Í ljósi fjölda keim­líkra atvika er kannski ekk­ert skrýtið að fréttin af drengnum ógæfu­sama hafi skotið mér skelk í bringu. Nú er svo komið að sonur minn á nán­ast bara dóta­bíla og flestir þeirra eru bruna­bíl­ar, þó að einn og einn lög­reglu­bíll hafi fengið að slæð­ast með. Hann er svo eld­heitur í bruna­bíla­leikj­unum að hann gegnir helst nafn­inu Sam (Sammi bruna­vörð­ur) og kallar mömmu sína oft­ast nær Elvis (starfs­fé­lagi Samma þessa). Reyndar á hann líka járn­braut­ar­lest, dóta­dýr og Legókubba. Jú, og ljós­fjólu­blátt hjól með rauðum blómum sem hann valdi sér sjálfur og mamma hans lét eftir honum að kaupa, þökk sé David Bowie.

Sonur minn skröngl­ast um Berlín þvera og endi­lega á meintu stelpu­hjóli með hjálpa­dekkjum og pastel­grænir skór með skær­bleikum sólum ham­ast á pedul­un­um. Þetta er hans smekkur og meira er ekki um það að segja. Ef hann kýs frekar að drekka úr glasi með for­ljótum bros­andi bíl en til dæmis nor­rænni gæða­hönnun á borð við Múmínálfa­bolla, þá má hann það líka. Honum er frjálst að skreyta sig með öllum heims­ins lit­um. Þetta er jú eftir allt saman hans líf. Og sann­leik­ur­inn ein­fald­lega sá að stundum geta mömmur verið ósköp vit­lausar ... og smekklaus­ar.

Órök­réttur ótti fram­sókn­ar­manna

En já, þá að nið­ur­lagi þessa pistils og raunar sjálfu inni­hald­inu (bið les­and­ann að afsaka langan inn­gang). Já, nokkur orð um órök­réttan ótta. Það var órök­réttur ótti sem stýrði því að ég gleymdi öllu því sem ég trúi á og vil standa fyr­ir, bæði sem mann­eskja og móð­ir. Ég stóð ekki nógu styrkum fótum þegar ég las illa þýdda frétt á íslenskum vef­miðli um eitt af öllum þessum börnum sem deyja dag­lega í heim­inum af ólíkum ástæð­um. Ein af öllum þessum hraðsoðnu fréttum sem engin frétta­skýr­ing fylg­ir. Frétt, sem gæti þess vegna verið til­bún­ing­ur, varð til þess að ég varð svo hrædd um barnið mitt að ég gaf skít í hag barna almennt.

Þessi frétt og téðar afleið­ingar hennar hafa þó fengið mig til að skilja kon­urnar í Fram­sókn bet­ur. Ég held að þær séu, þannig lag­að, vel­vilj­aðar mann­eskjur og góðar mömm­ur, frænkur og vin­kon­ur. En ég held að þær eigi það sam­eig­in­legt að hafa á við­kvæmum tíma­punkti lesið eina af þessum illa skrif­uðu fréttum um marg­slung­in, flókin átök fólks hér og þar úti í hinum stóra heimi; eina af ótelj­andi sam­heng­is­lausa fréttum sem við inn­byrðum dag­lega, nán­ast án þess að taka eftir því. Nema að af einni eða annarri ástæðu tóku þær nógu vel eftir þess­ari til­teknu frétt þann dag­inn til að ótt­ast svo um börnin sín að þær urðu reiðu­búnar að kynda undir for­dæm­ingu á öðrum börn­um. Í fljótu bragði, og oftar en ekki ómeð­vit­að, virð­ist eina leiðin til að takast á við ótt­ann sú að finna tákn­gerv­ing fyrir allar hugs­an­­legar hætt­ur. Í augum þeirra varð það Múslim­inn með stóra M-inu. Eða kannski öllu held­ur, ég veit það ekki, en kannski: Útlend­ing­ur­inn.

Odd­viti Fram­sóknar ber blak af skoð­unum sínum með því að segj­ast hafa dvalið á meðal múslima, enda mynd af henni rauð­nefj­aðri með blæju nokkuð áber­andi í kosn­inga­bar­átt­unni. Við þessa fram­sókn­ar­konu vil ég segja: Ég er femínisti sem hætti að þora að klæða son­inn í rauð föt. Málið er að við mann­eskj­­urnar þurfum dag­lega að end­ur­skoða eigin hug­ar­heim, ann­ars endar allt í tómri vit­leysu. Ég vil líka segja að ef þið fram­sókn­ar­konur teljið fram­göngu ykkar til marks um að konur geti allt, þá er ég hér með hætt að vera kona. Ég er karl. Og sonur minn kallar mig Elvis.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None