Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Ég er karl frekar en framsóknarkona

audur-jons.jpg
Auglýsing

Mig langar í blóma­hjól­ið, sagði þriggja ára sonur minn í hjóla­búð þar sem við mæðginin vorum stödd fyrir nokkrum dög­um.

Nei, viltu ekki frekar bláa hjólið með fisk­un­um? spurði ég í skringi­lega skip­andi tón.

Nei, bara blóma­hjól­ið, sagði hann ein­lægur og benti á ljós­fjólu­blátt hjól, skreytt rauðum blóm­um.

En sjáðu hvað bláa hjólið er flott, vældi ég. Það er Bubba-­Bygg­is­-­bjalla á því!

Mig langar í blóma­hjól­ið, ítrek­aði hann og greip utan um stýrið á því, líkt og hann ætl­aði að hlekkja sig fastan við það. Mér var hætt að standa á sama, fyrr í vik­unni hafði ég ætlað að kaupa bláa gúmmí­skó á hann en endað á því að leiða hann ham­ingju­saman út í pastel­grænum gúmmí­skóm með skær­bleikum röndum á hlið­un­um. Sko ... byrj­aði ég en þagg­aði niður í sjálfri mér í tæka tíð. Það hefði lítið upp á sig að segja þriggja ára barni frá því að ég hefði lesið frétt um lít­inn strák í útlöndum sem safn­aði rauðum og ljós­fjólu­bláum dóta­hest­um, mark­aðs­settum handa stelp­um, en hafði orðið fyrir svo mik­illi stríðni fyrir vikið að hann framdi sjálfs­morð.

almennt_05_06_2014

Auglýsing

Takk, David BowieFréttin hafði gert mig svo hrædda að ég hafði staðið sjálfa mig að því að hugsa: Skítt með það að stelpur eigi að leika sér með stráka­dót og strákar með stelpu­dót! Sonur minn á ekki að þurfa að upp­lifa neitt í lík­ingu við það sem þessi ves­al­ings drengur gerði.

Þetta átti ekki bara við um dót­ið. Fyrr en varði hætti ég að nota bleiku sokk­ana og ljós­fjólu­bláu peys­urnar sem Hjalla­stefnu­móð­ir­in, systir mín, hafði gefið honum frá dóttur sinni (dökk­fjólu­bláu peys­urnar héld­ust þó í notk­un). Á þessum tíma­punkti var ég komin nokkuð langt frá frjáls­lyndu, óléttu mömm­unni sem ætl­aði að klæða son­inn sem oft­ast í bleikt og helst aldrei í blátt. Mömm­unni sem ætl­aði líka að fá hann til að leika með dúkkur til að örva sköp­un­ar­gleð­ina og um leið forða honum frá sund­skýlum og drykkj­ar­málum skreyttum for­ljótum myndum af bros­andi kappakst­urs­bílum (ég skildi hrein­lega ekki fólk sem keypti annan eins óskapnað handa börn­um).

Skyndi­lega rifj­að­ist þetta upp fyrir mér þar sem ég stóð og horfð­ist í augu við þrjóskan son minn. Í sömu andrá mundi ég líka að á þessum stað, á þess­ari stundu, var ég aðeins örfáum skrefum frá gamla sögu­fræga heim­il­inu hans David Bowie, þarna sömu megin göt­unnar á Haupt­strasse. Þar gerði hann garð­inn frægan, ásamt Iggy Pop, þegar ég var á aldur við son minn og þótti hafa svo heppi­leg áhrif á borg­ina, sem og hún á hann, að í síð­ustu viku var opnuð veiga­mikil sýn­ing um ástríðu­þrungið sam­band David Bowie og Berlín­ar. Ég horfði á son minn og sá David Bowie; ég glotti skelmis­lega og mundi að sjálfri hefði mér alltaf þótt kven­legir karl­menn og karl­mann­legar konur þokka­full með ein­dæm­um. Í raun­inni eru allir karlar að ein­hverju leyti konur og allar konur að ein­hverju leyti karl­ar.

Var­huga­verð umhverf­is­á­hrifVið nán­ari umhugsun hafði frjál­synda mamman byrjað að for­pok­ast strax upp úr fæð­ingu son­ar­ins. Í einni af fyrstu vagn­ferð­unum hafði vin­kona hrósað mér fyrir að breiða bleikt teppi yfir strák. Hrósið hafði öfug áhrif, systir mín hafði lánað mér teppið og ég breitt það umhugs­un­ar­laust yfir barn­ið, en þetta varð til þess að ég fór að velta fyrir mér hvort það væri sjálf­hverft af mér að taka ekki meira til­lit til meintra almennra þarfa drengja í þessu til­liti. Eins var mér brugðið þegar leik­skóla­kenn­ari spurði af hverju ég hefði keypt stelpuregn­galla á hann. Þetta er ekki stelpu­galli, más­aði ég stressuð og benti á að regn­gall­inn væri rauð­ur. Þá brosti leik­skóla­kenn­ar­inn og sagði: Já, en þessir gallar eru bara til í rauðu og bláu.

Í ljósi fjölda keim­líkra atvika er kannski ekk­ert skrýtið að fréttin af drengnum ógæfu­sama hafi skotið mér skelk í bringu. Nú er svo komið að sonur minn á nán­ast bara dóta­bíla og flestir þeirra eru bruna­bíl­ar, þó að einn og einn lög­reglu­bíll hafi fengið að slæð­ast með. Hann er svo eld­heitur í bruna­bíla­leikj­unum að hann gegnir helst nafn­inu Sam (Sammi bruna­vörð­ur) og kallar mömmu sína oft­ast nær Elvis (starfs­fé­lagi Samma þessa). Reyndar á hann líka járn­braut­ar­lest, dóta­dýr og Legókubba. Jú, og ljós­fjólu­blátt hjól með rauðum blómum sem hann valdi sér sjálfur og mamma hans lét eftir honum að kaupa, þökk sé David Bowie.

Sonur minn skröngl­ast um Berlín þvera og endi­lega á meintu stelpu­hjóli með hjálpa­dekkjum og pastel­grænir skór með skær­bleikum sólum ham­ast á pedul­un­um. Þetta er hans smekkur og meira er ekki um það að segja. Ef hann kýs frekar að drekka úr glasi með for­ljótum bros­andi bíl en til dæmis nor­rænni gæða­hönnun á borð við Múmínálfa­bolla, þá má hann það líka. Honum er frjálst að skreyta sig með öllum heims­ins lit­um. Þetta er jú eftir allt saman hans líf. Og sann­leik­ur­inn ein­fald­lega sá að stundum geta mömmur verið ósköp vit­lausar ... og smekklaus­ar.

Órök­réttur ótti fram­sókn­ar­manna

En já, þá að nið­ur­lagi þessa pistils og raunar sjálfu inni­hald­inu (bið les­and­ann að afsaka langan inn­gang). Já, nokkur orð um órök­réttan ótta. Það var órök­réttur ótti sem stýrði því að ég gleymdi öllu því sem ég trúi á og vil standa fyr­ir, bæði sem mann­eskja og móð­ir. Ég stóð ekki nógu styrkum fótum þegar ég las illa þýdda frétt á íslenskum vef­miðli um eitt af öllum þessum börnum sem deyja dag­lega í heim­inum af ólíkum ástæð­um. Ein af öllum þessum hraðsoðnu fréttum sem engin frétta­skýr­ing fylg­ir. Frétt, sem gæti þess vegna verið til­bún­ing­ur, varð til þess að ég varð svo hrædd um barnið mitt að ég gaf skít í hag barna almennt.

Þessi frétt og téðar afleið­ingar hennar hafa þó fengið mig til að skilja kon­urnar í Fram­sókn bet­ur. Ég held að þær séu, þannig lag­að, vel­vilj­aðar mann­eskjur og góðar mömm­ur, frænkur og vin­kon­ur. En ég held að þær eigi það sam­eig­in­legt að hafa á við­kvæmum tíma­punkti lesið eina af þessum illa skrif­uðu fréttum um marg­slung­in, flókin átök fólks hér og þar úti í hinum stóra heimi; eina af ótelj­andi sam­heng­is­lausa fréttum sem við inn­byrðum dag­lega, nán­ast án þess að taka eftir því. Nema að af einni eða annarri ástæðu tóku þær nógu vel eftir þess­ari til­teknu frétt þann dag­inn til að ótt­ast svo um börnin sín að þær urðu reiðu­búnar að kynda undir for­dæm­ingu á öðrum börn­um. Í fljótu bragði, og oftar en ekki ómeð­vit­að, virð­ist eina leiðin til að takast á við ótt­ann sú að finna tákn­gerv­ing fyrir allar hugs­an­­legar hætt­ur. Í augum þeirra varð það Múslim­inn með stóra M-inu. Eða kannski öllu held­ur, ég veit það ekki, en kannski: Útlend­ing­ur­inn.

Odd­viti Fram­sóknar ber blak af skoð­unum sínum með því að segj­ast hafa dvalið á meðal múslima, enda mynd af henni rauð­nefj­aðri með blæju nokkuð áber­andi í kosn­inga­bar­átt­unni. Við þessa fram­sókn­ar­konu vil ég segja: Ég er femínisti sem hætti að þora að klæða son­inn í rauð föt. Málið er að við mann­eskj­­urnar þurfum dag­lega að end­ur­skoða eigin hug­ar­heim, ann­ars endar allt í tómri vit­leysu. Ég vil líka segja að ef þið fram­sókn­ar­konur teljið fram­göngu ykkar til marks um að konur geti allt, þá er ég hér með hætt að vera kona. Ég er karl. Og sonur minn kallar mig Elvis.

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
Kjarninn 4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
Kjarninn 4. júní 2020
Kristbjörn Árnason
Núverandi ríkisstjórn er ein alvarlegustu mistök stjórnmálanna hin síðustu ár
Leslistinn 4. júní 2020
Kóralrifið mikla hefur fölnað mikið á undanförnum árum.
Kóralrifið mikla heldur áfram að fölna
Fölnun Kóralrifsins mikla í mars síðastliðnum er sú umfangsmesta hingað til. Febrúar síðastliðinn var heitasti mánuður á svæðinu síðan mælingar hófust.
Kjarninn 4. júní 2020
Náttúrufegurð Færeyja er eitt helsta aðdráttarafl eyjanna.
Færeyingar opna landamærin „sérstaklega fyrir Íslendinga“
„Kæru frændur, nú er rétti tíminn til að heimsækja Færeyjar,“ stendur í skilaboðum frá færeyska flugfélaginu Atlantic Airways til íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 4. júní 2020
8 mínútur og 46 sekúndur leystu úr læðingi sársauka margra kynslóða
Ólgan í Bandaríkjunum snýst ekki aðeins um þær átta mínútur og 46 sekúndur sem lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi George Floyds þar til hann lést. Hún á rætur í þjáningum margra kynslóða fólks er býr enn við misrétti sem er samgróið hugarfari valdhafa.
Kjarninn 4. júní 2020
Intenta segist í stakk búið til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður
Ingvi Þór Elliðason, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Intenta, sem fyrrverandi starfsmenn Capacent stofnuðu skömmu fyrir gjaldþrot fyrirtækisins, segir Intenta með þekkingu og getu til að taka við verkefnum sem Capacent sinnti áður.
Kjarninn 4. júní 2020
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur aðsetur í Húsi verslunarinnar
Tæp tíu prósent útistandandi sjóðfélagalána LIVE í greiðsluhléi
Sjóðfélagalán í greiðsluhléi nema samtals ellefu milljörðum króna. Til samanburðar námu útistandandi sjóðfélagalán Lífeyrissjóðs verzlunarmanna við lok árs 2019 rúmum 120 milljörðum. Ávöxtun sjóðsins á fyrstu fjórum mánuðum ársins er áætluð 3,5 prósent.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None