Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fáfræði ógnar heilsu og fjárhag Íslendinga

a.almynd-2.jpg
Auglýsing

Að mörgu er að hyggja þegar grunur leikur á að myglusveppi sé að finna í fasteign. Í flestum tilfellum bera einstaklingar fjárhagslega ábyrgð á tjóninu. Erfitt getur verið að sækja bætur þegar um leyndan galla er að ræða. Í Noregi eru myglusveppir í húsum viðurkennt heilbrigðisvandamál en á Íslandi lítur kerfið undan. Embætti Land­læknis hefur ekki gefið út leiðbeiningar varðandi áhrif myglusveppa á heilsu fólks og erfitt getur reynst að fá við­eigandi læknisaðstoð.

bordi_27_03_2014

Þegar hús mygla lítur kerfið undan
Fyrsta skrefið þegar húsráðanda grunar að raki og mygla sé í húsinu er að fá viðurkenndan fagaðila til að taka út fast­eignina. Ef myglusveppir finnast er oft hægt að laga vandamálið með litlum tilkostnaði en í ákveðnum tilfellum getur viðgerðarkostnaður hlaupið á milljónum króna. Ábyrgðin liggur hjá húseiganda nema ef um staðfestan fasteignagalla er að ræða.

Auglýsing

Verktakafyrirtæki, hönnuðir og aðrir sem bera ábyrgð á leyndum göllum í fasteign eru í mörgum tilfellum orðnir gjaldþrota eða hafa skipt um kennitölu þegar gallinn kemur í ljós. Þar af leiðandi getur reynst erfitt að sækja bætur. Byggingastjórar bera fjárhagslega ábyrgð á þeim verkum sem þeir hafa umsjón með þegar ofangreindir aðilar geta ekki staðið straum af kostnaði á viðgerð. Í mörgum tilfelllum er bæði tímafrekt og dýrt fyrir húseigendur að leita réttar síns og oft slagar lögfræðikostnaður húseiganda hátt upp í bótakröfuna.

Í Noregi er byggingarreglugerð mjög ítarleg og sveitar­félög bera ábyrgð á eftirliti. Fimm árum eftir að hús er byggt gerir viðkomandi sveitarfélag úttekt á húsinu þar sem meðal annars er farið yfir hvort leyndir gallar séu til staðar.

Þetta er örstutt brot úr áframhaldandi umfjöllun Kjarnans um myglusveppi. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarnanum hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None