Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fáfræði ógnar heilsu og fjárhag Íslendinga

a.almynd-2.jpg
Auglýsing

Að mörgu er að hyggja þegar grunur leikur á að myglu­sveppi sé að finna í fast­eign. Í flestum til­fellum bera ein­stak­lingar fjár­hags­lega ábyrgð á tjón­inu. Erfitt getur verið að sækja bætur þegar um leyndan galla er að ræða. Í Nor­egi eru myglu­sveppir í húsum við­ur­kennt heil­brigð­is­vanda­mál en á Íslandi lítur kerfið und­an. Emb­ætti Land­læknis hefur ekki gefið út leið­bein­ingar varð­andi áhrif myglu­sveppa á heilsu fólks og erfitt getur reynst að fá við­­eig­andi lækn­is­að­stoð.

bordi_27_03_2014

Þegar hús mygla lítur kerfið undan

Fyrsta skrefið þegar hús­ráð­anda grunar að raki og mygla sé í hús­inu er að fá við­ur­kenndan fag­að­ila til að taka út fast­­eign­ina. Ef myglu­sveppir finn­ast er oft hægt að laga vanda­málið með litlum til­kostn­aði en í ákveðnum til­fellum getur við­gerð­ar­kostn­aður hlaupið á millj­ónum króna. Ábyrgðin liggur hjá hús­eig­anda nema ef um stað­festan fast­eigna­galla er að ræða.

Auglýsing

Verk­taka­fyr­ir­tæki, hönn­uðir og aðrir sem bera ábyrgð á leyndum göllum í fast­eign eru í mörgum til­fellum orðnir gjald­þrota eða hafa skipt um kenni­tölu þegar gall­inn kemur í ljós. Þar af leið­andi getur reynst erfitt að sækja bæt­ur. Bygg­inga­stjórar bera fjár­hags­lega ábyrgð á þeim verkum sem þeir hafa umsjón með þegar ofan­greindir aðilar geta ekki staðið straum af kostn­aði á við­gerð. Í mörgum til­felllum er bæði tíma­frekt og dýrt fyrir hús­eig­endur að leita réttar síns og oft slagar lög­fræði­kostn­aður hús­eig­anda hátt upp í bóta­kröf­una.

Í Nor­egi er bygg­ing­ar­reglu­gerð mjög ítar­leg og sveit­ar­­fé­lög bera ábyrgð á eft­ir­liti. Fimm árum eftir að hús er byggt gerir við­kom­andi sveit­ar­fé­lag úttekt á hús­inu þar sem meðal ann­ars er farið yfir hvort leyndir gallar séu til stað­ar.

Þetta er örstutt brot úr áfram­hald­andi umfjöllun Kjarn­ans um myglu­sveppi. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarn­anum hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None