Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Fáfræði ógnar heilsu og fjárhag Íslendinga

a.almynd-2.jpg
Auglýsing

Að mörgu er að hyggja þegar grunur leikur á að myglu­sveppi sé að finna í fast­eign. Í flestum til­fellum bera ein­stak­lingar fjár­hags­lega ábyrgð á tjón­inu. Erfitt getur verið að sækja bætur þegar um leyndan galla er að ræða. Í Nor­egi eru myglu­sveppir í húsum við­ur­kennt heil­brigð­is­vanda­mál en á Íslandi lítur kerfið und­an. Emb­ætti Land­læknis hefur ekki gefið út leið­bein­ingar varð­andi áhrif myglu­sveppa á heilsu fólks og erfitt getur reynst að fá við­­eig­andi lækn­is­að­stoð.

bordi_27_03_2014

Þegar hús mygla lítur kerfið undan

Fyrsta skrefið þegar hús­ráð­anda grunar að raki og mygla sé í hús­inu er að fá við­ur­kenndan fag­að­ila til að taka út fast­­eign­ina. Ef myglu­sveppir finn­ast er oft hægt að laga vanda­málið með litlum til­kostn­aði en í ákveðnum til­fellum getur við­gerð­ar­kostn­aður hlaupið á millj­ónum króna. Ábyrgðin liggur hjá hús­eig­anda nema ef um stað­festan fast­eigna­galla er að ræða.

Auglýsing

Verk­taka­fyr­ir­tæki, hönn­uðir og aðrir sem bera ábyrgð á leyndum göllum í fast­eign eru í mörgum til­fellum orðnir gjald­þrota eða hafa skipt um kenni­tölu þegar gall­inn kemur í ljós. Þar af leið­andi getur reynst erfitt að sækja bæt­ur. Bygg­inga­stjórar bera fjár­hags­lega ábyrgð á þeim verkum sem þeir hafa umsjón með þegar ofan­greindir aðilar geta ekki staðið straum af kostn­aði á við­gerð. Í mörgum til­felllum er bæði tíma­frekt og dýrt fyrir hús­eig­endur að leita réttar síns og oft slagar lög­fræði­kostn­aður hús­eig­anda hátt upp í bóta­kröf­una.

Í Nor­egi er bygg­ing­ar­reglu­gerð mjög ítar­leg og sveit­ar­­fé­lög bera ábyrgð á eft­ir­liti. Fimm árum eftir að hús er byggt gerir við­kom­andi sveit­ar­fé­lag úttekt á hús­inu þar sem meðal ann­ars er farið yfir hvort leyndir gallar séu til stað­ar.

Þetta er örstutt brot úr áfram­hald­andi umfjöllun Kjarn­ans um myglu­sveppi. Lestu hana í heild sinni í nýjasta Kjarn­anum hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiKjarninn
None