Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
arni-helgason.jpg
Auglýsing

Flestir sem ég þekki á mínum aldri eru á svip­uðum stað í líf­inu – klár­uðu námið fyrir nokkrum árum, eru að taka fyrstu skrefin á vinnu­mark­aðnum og búnir að stofna fjöl­skyldu, eða reyna það að minnsta kosti mjög stíft.

Þetta líf útheimtir mikla orku; vinnan teygir sig oft upp í 10 tíma á dag, þar af 1-2 tíma á kvöld­in, ásamt því að skutl til og frá leik­skóla, dag­mömmu og í tóm­stundir tekur ekki undir klukku­tíma á dag. Svo þarf að versla í mat­inn og elda, setja í upp­þvotta­vél, svæfa og reyna að sinna ein­hverjum heim­il­is­­­störf­um, eins og að vinna á þvotta­fjall­inu í sóf­an­um, milli þess sem reynt er að fylgj­ast með fréttum og vera cur­rent og ferskur á sam­fé­lags­miðl­un­um.

Þegar þetta er frá er allt hitt eft­ir. Allir hlut­irnir sem maður á að vera að sinna fyrir sjálfan sig, eins og að hreyfa sig reglu­lega, hugsa vel um sig og stunda ein­hverjar ótrú­lega áhuga­verðar tóm­stund­ir.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/50[/em­bed]

Aldrei búið



Allt eru þetta verk­efni sem eru aldrei alveg búin. Flestir gætu gert meira heima við, klárað að koma þessu eða hinu í lag, leikið meira við börn­in, lagt meira í elda­mennsk­una og unnið meira í sjálfum sér. Sjálfur hef ég aldrei upp­lifað augna­blik þar sem full­komnu jafn­vægi er náð og ekk­ert frekar þarf að gera.

Þó að þetta geti verið þreyt­andi held ég að þetta sé samt heil­brigt ástand. Það á að vera álag, hæfi­lega mikið drasl og ekki of mik­ill svefn á þessum árum ævinn­ar. Senni­lega er það sem okkur finnst vera álag ekk­ert miðað við hvernig þetta var áður fyrr. Amma mín eign­að­ist ell­efu börn á um 25 árum og vann lengst af fyrir heim­il­inu sem fisk­verka­kona. Lít­ill tími til að vera á Face­book þar en samt hafð­ist þetta ein­hvern veg­inn.

Óhvers­dags­legar myndir



Það er ákveðin feg­urð í hvers­dags­leik­an­um. En samt er það þannig að á tímum þar sem allir eiga að vera eins og þeir eru og eng­inn á að fela neitt virð­ist það sama ekki eiga við um hvers­dags­líf­ið. Við reynum að láta líta út fyrir að það sé alltaf allt tand­ur­hreint hjá okk­ur. Óvæntar heim­sóknir eru t.d. illa séðar nú til dags því þá gefst hús­ráð­endum ekki tóm til að fram­kvæma hrað­til­tekt heima fyrir og fela hvers­dags­líf­ern­ið. Í hvers­dags­mynda­á­skor­un­inni á Face­book birti eng­inn myndir af ósam­an­brotnum þvotti, grát­andi börnum og upp­vaski. Annað hvort lifa vinir mínir miklu meira spenn­andi lífi en ég gerði mér grein fyrir eða þá að þeir ákváðu að setja sig í ein­hverjar stell­ing­ar, því hvers­dags­mynd­irnar voru meira eða minna allar af fólki í fjall­göng­um, kajakróðri, úti­hlaup­um, dansi og garð­rækt.

Í grunn­inn er þetta ekki skrýt­ið. Í fjöl­miðlum og víðar er aldrei fjallað um hvers­dag­inn. Það er engin sér­stök hetju­dáð að koma krökk­unum í rúm­ið, vaska upp og brjóta saman þvott­inn fyrir klukkan tíu á kvöld­in. Eng­inn hefur fengið sjón­varps­þátt um það. Þess í stað eru fjöl­miðlar yfir­fullir af umfjöllun um frá­bæra fólkið sem virð­ist vera alger­lega laust við hvers­dags­legt áreiti og getur bara þess í stað eytt tíma sínum í að elda góðan og fram­andi holl­ustu­mat, stunda jóga, pæla í hönnun og hreyfa sig.

Þetta er eins og að horfa á fólk úr öðrum heimi. Það gengur og hjólar mik­ið, því það er óspenn­andi og gam­al­dags að vera háður bíl. Ég myndi ekki geta gert neitt yfir dag­inn ef ég hefði ekki bíl. Frá­bæra fólkið leggur sér ein­göngu til munns líf­rænar og hollar mat­vör­ur, helst eitt­hvað sem það ræktar sjálft. Ég hef ca. 20 mín­útur á dag til að versla og má helst engan tíma missa í að velja og pæla í vör­um. Frá­bæra fólkið hefur tekið íbúð­ina sína í gegn oft og mörgum sinn­um, því það er svo nið­ur­drep­andi þegar umhverfið heima fyrir er ekki hvetj­andi. Þar er aldrei ósam­an­brot­inn þvottur eða grát­andi börn. Þetta horfum við hin á í lífs­stíls­þátt­unum og lesum um í blöð­unum og reynum svo að aðlaga líf okk­ar.

Org­andi börn í lífs­stíls­þætti



Ég hefði gaman af því að sjá lífs­stíls­þátt þar sem væri tekið hús á fimm manna fjöl­skyldu í brim­rót­inu um kvöld­mat­ar­leyt­ið. Leik­föng og dót úti um allt á gólf­inu, leir­tauið meira og minna óhreint í eld­hús­inu og þátta­stjórn­and­inn yrði að koma sér fyrir á milli þvottastafl­anna í sóf­an­um. For­eldr­arnir and­varp­andi á milli org­anna í börn­unum og ung­ling­ur­inn á heim­il­inu myndi skella hurðum nokkrum sinnum af því að pabbi og mamma skilja hann ekki.

Kannski fengi þetta ekki mikið áhorf og lík­legt er að styrkt­ar­að­ilar myndu halda að sér hönd­um. En er ekki alveg óþarft að fela það hvernig við lifum í raun og veru?

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None