Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
arni-helgason.jpg
Auglýsing

Flestir sem ég þekki á mínum aldri eru á svip­uðum stað í líf­inu – klár­uðu námið fyrir nokkrum árum, eru að taka fyrstu skrefin á vinnu­mark­aðnum og búnir að stofna fjöl­skyldu, eða reyna það að minnsta kosti mjög stíft.

Þetta líf útheimtir mikla orku; vinnan teygir sig oft upp í 10 tíma á dag, þar af 1-2 tíma á kvöld­in, ásamt því að skutl til og frá leik­skóla, dag­mömmu og í tóm­stundir tekur ekki undir klukku­tíma á dag. Svo þarf að versla í mat­inn og elda, setja í upp­þvotta­vél, svæfa og reyna að sinna ein­hverjum heim­il­is­­­störf­um, eins og að vinna á þvotta­fjall­inu í sóf­an­um, milli þess sem reynt er að fylgj­ast með fréttum og vera cur­rent og ferskur á sam­fé­lags­miðl­un­um.

Þegar þetta er frá er allt hitt eft­ir. Allir hlut­irnir sem maður á að vera að sinna fyrir sjálfan sig, eins og að hreyfa sig reglu­lega, hugsa vel um sig og stunda ein­hverjar ótrú­lega áhuga­verðar tóm­stund­ir.

Auglýsing

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/50[/em­bed]

Aldrei búiðAllt eru þetta verk­efni sem eru aldrei alveg búin. Flestir gætu gert meira heima við, klárað að koma þessu eða hinu í lag, leikið meira við börn­in, lagt meira í elda­mennsk­una og unnið meira í sjálfum sér. Sjálfur hef ég aldrei upp­lifað augna­blik þar sem full­komnu jafn­vægi er náð og ekk­ert frekar þarf að gera.

Þó að þetta geti verið þreyt­andi held ég að þetta sé samt heil­brigt ástand. Það á að vera álag, hæfi­lega mikið drasl og ekki of mik­ill svefn á þessum árum ævinn­ar. Senni­lega er það sem okkur finnst vera álag ekk­ert miðað við hvernig þetta var áður fyrr. Amma mín eign­að­ist ell­efu börn á um 25 árum og vann lengst af fyrir heim­il­inu sem fisk­verka­kona. Lít­ill tími til að vera á Face­book þar en samt hafð­ist þetta ein­hvern veg­inn.

Óhvers­dags­legar myndirÞað er ákveðin feg­urð í hvers­dags­leik­an­um. En samt er það þannig að á tímum þar sem allir eiga að vera eins og þeir eru og eng­inn á að fela neitt virð­ist það sama ekki eiga við um hvers­dags­líf­ið. Við reynum að láta líta út fyrir að það sé alltaf allt tand­ur­hreint hjá okk­ur. Óvæntar heim­sóknir eru t.d. illa séðar nú til dags því þá gefst hús­ráð­endum ekki tóm til að fram­kvæma hrað­til­tekt heima fyrir og fela hvers­dags­líf­ern­ið. Í hvers­dags­mynda­á­skor­un­inni á Face­book birti eng­inn myndir af ósam­an­brotnum þvotti, grát­andi börnum og upp­vaski. Annað hvort lifa vinir mínir miklu meira spenn­andi lífi en ég gerði mér grein fyrir eða þá að þeir ákváðu að setja sig í ein­hverjar stell­ing­ar, því hvers­dags­mynd­irnar voru meira eða minna allar af fólki í fjall­göng­um, kajakróðri, úti­hlaup­um, dansi og garð­rækt.

Í grunn­inn er þetta ekki skrýt­ið. Í fjöl­miðlum og víðar er aldrei fjallað um hvers­dag­inn. Það er engin sér­stök hetju­dáð að koma krökk­unum í rúm­ið, vaska upp og brjóta saman þvott­inn fyrir klukkan tíu á kvöld­in. Eng­inn hefur fengið sjón­varps­þátt um það. Þess í stað eru fjöl­miðlar yfir­fullir af umfjöllun um frá­bæra fólkið sem virð­ist vera alger­lega laust við hvers­dags­legt áreiti og getur bara þess í stað eytt tíma sínum í að elda góðan og fram­andi holl­ustu­mat, stunda jóga, pæla í hönnun og hreyfa sig.

Þetta er eins og að horfa á fólk úr öðrum heimi. Það gengur og hjólar mik­ið, því það er óspenn­andi og gam­al­dags að vera háður bíl. Ég myndi ekki geta gert neitt yfir dag­inn ef ég hefði ekki bíl. Frá­bæra fólkið leggur sér ein­göngu til munns líf­rænar og hollar mat­vör­ur, helst eitt­hvað sem það ræktar sjálft. Ég hef ca. 20 mín­útur á dag til að versla og má helst engan tíma missa í að velja og pæla í vör­um. Frá­bæra fólkið hefur tekið íbúð­ina sína í gegn oft og mörgum sinn­um, því það er svo nið­ur­drep­andi þegar umhverfið heima fyrir er ekki hvetj­andi. Þar er aldrei ósam­an­brot­inn þvottur eða grát­andi börn. Þetta horfum við hin á í lífs­stíls­þátt­unum og lesum um í blöð­unum og reynum svo að aðlaga líf okk­ar.

Org­andi börn í lífs­stíls­þættiÉg hefði gaman af því að sjá lífs­stíls­þátt þar sem væri tekið hús á fimm manna fjöl­skyldu í brim­rót­inu um kvöld­mat­ar­leyt­ið. Leik­föng og dót úti um allt á gólf­inu, leir­tauið meira og minna óhreint í eld­hús­inu og þátta­stjórn­and­inn yrði að koma sér fyrir á milli þvottastafl­anna í sóf­an­um. For­eldr­arnir and­varp­andi á milli org­anna í börn­unum og ung­ling­ur­inn á heim­il­inu myndi skella hurðum nokkrum sinnum af því að pabbi og mamma skilja hann ekki.

Kannski fengi þetta ekki mikið áhorf og lík­legt er að styrkt­ar­að­ilar myndu halda að sér hönd­um. En er ekki alveg óþarft að fela það hvernig við lifum í raun og veru?

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýj­ustu útgáfu Kjarn­ans. Lestu hana hér.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None