Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
arni-helgason.jpg
Auglýsing

Flestir sem ég þekki á mínum aldri eru á svipuðum stað í lífinu – kláruðu námið fyrir nokkrum árum, eru að taka fyrstu skrefin á vinnumarkaðnum og búnir að stofna fjölskyldu, eða reyna það að minnsta kosti mjög stíft.

Þetta líf útheimtir mikla orku; vinnan teygir sig oft upp í 10 tíma á dag, þar af 1-2 tíma á kvöldin, ásamt því að skutl til og frá leikskóla, dagmömmu og í tómstundir tekur ekki undir klukkutíma á dag. Svo þarf að versla í matinn og elda, setja í uppþvottavél, svæfa og reyna að sinna einhverjum heimilis­störfum, eins og að vinna á þvottafjallinu í sófanum, milli þess sem reynt er að fylgjast með fréttum og vera current og ferskur á samfélagsmiðlunum.

Þegar þetta er frá er allt hitt eftir. Allir hlutirnir sem maður á að vera að sinna fyrir sjálfan sig, eins og að hreyfa sig reglulega, hugsa vel um sig og stunda einhverjar ótrúlega áhugaverðar tómstundir.

Auglýsing

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_19/50[/embed]

Aldrei búið


Allt eru þetta verkefni sem eru aldrei alveg búin. Flestir gætu gert meira heima við, klárað að koma þessu eða hinu í lag, leikið meira við börnin, lagt meira í eldamennskuna og unnið meira í sjálfum sér. Sjálfur hef ég aldrei upplifað augnablik þar sem fullkomnu jafnvægi er náð og ekkert frekar þarf að gera.

Þó að þetta geti verið þreytandi held ég að þetta sé samt heilbrigt ástand. Það á að vera álag, hæfilega mikið drasl og ekki of mikill svefn á þessum árum ævinnar. Sennilega er það sem okkur finnst vera álag ekkert miðað við hvernig þetta var áður fyrr. Amma mín eignaðist ellefu börn á um 25 árum og vann lengst af fyrir heimilinu sem fiskverkakona. Lítill tími til að vera á Facebook þar en samt hafðist þetta einhvern veginn.

Óhversdagslegar myndir


Það er ákveðin fegurð í hversdagsleikanum. En samt er það þannig að á tímum þar sem allir eiga að vera eins og þeir eru og enginn á að fela neitt virðist það sama ekki eiga við um hversdagslífið. Við reynum að láta líta út fyrir að það sé alltaf allt tandurhreint hjá okkur. Óvæntar heimsóknir eru t.d. illa séðar nú til dags því þá gefst húsráðendum ekki tóm til að framkvæma hraðtiltekt heima fyrir og fela hversdagslífernið. Í hversdagsmyndaáskoruninni á Facebook birti enginn myndir af ósamanbrotnum þvotti, grátandi börnum og uppvaski. Annað hvort lifa vinir mínir miklu meira spennandi lífi en ég gerði mér grein fyrir eða þá að þeir ákváðu að setja sig í einhverjar stellingar, því hversdagsmyndirnar voru meira eða minna allar af fólki í fjallgöngum, kajakróðri, útihlaupum, dansi og garðrækt.

Í grunninn er þetta ekki skrýtið. Í fjölmiðlum og víðar er aldrei fjallað um hversdaginn. Það er engin sérstök hetjudáð að koma krökkunum í rúmið, vaska upp og brjóta saman þvottinn fyrir klukkan tíu á kvöldin. Enginn hefur fengið sjónvarpsþátt um það. Þess í stað eru fjölmiðlar yfirfullir af umfjöllun um frábæra fólkið sem virðist vera algerlega laust við hversdagslegt áreiti og getur bara þess í stað eytt tíma sínum í að elda góðan og framandi hollustumat, stunda jóga, pæla í hönnun og hreyfa sig.

Þetta er eins og að horfa á fólk úr öðrum heimi. Það gengur og hjólar mikið, því það er óspennandi og gamaldags að vera háður bíl. Ég myndi ekki geta gert neitt yfir daginn ef ég hefði ekki bíl. Frábæra fólkið leggur sér eingöngu til munns lífrænar og hollar matvörur, helst eitthvað sem það ræktar sjálft. Ég hef ca. 20 mínútur á dag til að versla og má helst engan tíma missa í að velja og pæla í vörum. Frábæra fólkið hefur tekið íbúðina sína í gegn oft og mörgum sinnum, því það er svo niðurdrepandi þegar umhverfið heima fyrir er ekki hvetjandi. Þar er aldrei ósaman­brotinn þvottur eða grátandi börn. Þetta horfum við hin á í lífsstílsþáttunum og lesum um í blöðunum og reynum svo að aðlaga líf okkar.

Organdi börn í lífsstílsþætti


Ég hefði gaman af því að sjá lífsstílsþátt þar sem væri tekið hús á fimm manna fjölskyldu í brimrótinu um kvöldmatarleytið. Leikföng og dót úti um allt á gólfinu, leirtauið meira og minna óhreint í eldhúsinu og þáttastjórnandinn yrði að koma sér fyrir á milli þvottastaflanna í sófanum. Foreldrarnir andvarpandi á milli organna í börnunum og unglingurinn á heimilinu myndi skella hurðum nokkrum sinnum af því að pabbi og mamma skilja hann ekki.

Kannski fengi þetta ekki mikið áhorf og líklegt er að styrktaraðilar myndu halda að sér höndum. En er ekki alveg óþarft að fela það hvernig við lifum í raun og veru?

Pistillinn birtist fyrst í nýjustu útgáfu Kjarnans. Lestu hana hér.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None