Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Galdrakarlinn í seðlabankanum

hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Ég er sann­færður um að sagan dæmi það sem stór­kost­leg­asta glæp lög­gjafans og ótrú­leg­asta sam­særi gegn vel­ferð almenn­ings beggja vegna Atl­antsála fyrr og síð­ar.“

Svo komst banda­ríski þing­mað­ur­inn John H. Reagan að orði um frum­varp sem banda­ríska þingið hafði gert að lögum árið 1873. Reagan var síður en svo einn um að hneykslast; annar þing­maður kall­aði lögin glæp ald­ar­innar og sá þriðji hélt því fram að þau væri þyrni­kór­óna á höfði verka­fólks. Í ljósi þess að fæst okkar gætu gert sér í hug­ar­lund til hvaða laga þessi orð þing­mann­anna vísa má kannski gera því skóna að þeir hafi lagt heldur vel í með þessum ein­kunnum – í það minnsta fyr­ir­finn­ast fáir sem svekkja sig enn á lög­unum nú 140 árum síð­ar, eins og Reagan taldi víst. En hvaða lög­gjöf var það sem fór svona fyrir brjóstið á þeim? Það er kannski ótrú­legt, en lögin sem vöktu þessi hörðu við­brögð fjöll­uðu um mynt­sláttu – eins banalt og það kann nú að hljóma.

Tví­fætturFor­sagan er þessi. Banda­ríkja­dalur hafði verið tví­fættur fram að þræla­stríð­inu 1861, sem merkti að bæði gull og silfur stóðu gjald­miðl­inum að baki. Mynt­slátta hins opin­bera var „frjáls“, svo fram að þeim tíma gat hver sem fært fram ýmist gull eða silfur og látið slá fyrir sig dali, en hlut­fall gulls og silf­urs í myntum var ákveðið með lög­um. Í þræla­stríð­inu var þetta fyr­ir­komu­lag lagt af tíma­bundið og papp­írs­seð­ill sem kall­aður var græn­bakur (e. green­back) tek­inn upp, en með því að taka dal­inn af málm­fæti gátu stjórn­völd leyft sér að fjár­magna stríðs­rekst­ur­inn með seðla­prent­un. Eftir að stríð­inu lauk ríkti hins vegar ein­hugur um að sýna ráð­deild og setja dal­inn á málm­fót aft­ur, enda var þannig hægt að koma í veg fyrir óhóf­lega þenslu í pen­inga­magni og til­heyr­andi verð­bólgu. Og þar kemur að mynt­sláttu­lög­unum ógur­legu 1873.

Þegar dal­ur­inn var settur á málm­fót að nýju ákvað banda­ríska þingið nefni­lega að það skyldi gert með gulli, en mynt­slátta silf­urs var afnumin með öllu. Þetta gæti virst minni­háttar breyt­ing, og jafn­vel þing­menn­irnir sem afgreiddu frum­varpið veltu henni ekki mikið fyrir sér. Hún átti hins vegar eftir að hafa veru­leg nei­kvæð áhrif á banda­ríska hag­kerfið næstu ár og ára­tugi. Vand­inn var sá að flest­öll stór­veldi heims tóku upp gull­fót um svipað leyti, um leið og gull­vinnsla dróst mikið saman (með öðrum orðum jókst eft­ir­spurn eftir gulli mikið á meðan fram­boðið stóð í stað) og gull­verð hækk­aði mik­ið. Þegar gull er notað sem gjald­mið­ill er öll þjóð­ar­fram­leiðslan umreiknuð í gull, og því er óum­flýj­an­­legt að hærra gull­verð merki að almennt verð­lag lækki. Í raun var verð­hækkun gulls því birt­ing­ar­mynd ónógs pen­inga­magns í hag­kerfum heims­ins, ekki síst því þjóð­ar­fram­leiðsla Banda­ríkj­anna jókst mikið í hlut­falli við gullið sem til­tækt var til greiðslu­miðl­unar á sama tíma.

Skuldugir bændur í bobbaAf­leið­ing þessa varð meiri­háttar verð­hjöðn­un, eða sem nam um 23%, á ára­bil­inu 1880-1896. Hún hafði sér­stak­lega slæm áhrif á bænd­ur, en þeir voru flestir stór­skuldug­ir. Verð­hjöðn­unin hafði því enn fremur í för með sér að veru­leg verð­mæti flutt­ust frá bændum á vest­ur­strönd Banda­ríkj­anna til banka á aust­ur­strönd­inni, enda hækk­uðu skuldir þeirra að raun­gildi vegna verð­hjöðn­un­ar­inn­ar. Það þarf því engan að undra að undir lok 19. aldar hafi mynd­ast veru­legur póli­tískur þrýst­ingur úr ranni popúlista um að gera silfur aftur að lög­eyri sam­hliða gulli – en það var m.a.s. eitt helsta kosn­inga­mál demókrata í for­seta­kosn­ing­unum 1896. Umræðan sner­ist auð­vitað síst um málm­ana sem slíka; aðal­­­at­riðið var að silfur var til­tækt í veru­legu magni, og því hefði verið hægt að þenja út pen­inga­magnið sem því nam hefði dal­ur­inn verið settur aftur á silf­ur­fót og vinna þar með gegn verð­hjöðn­un­inni.

Þessar hápóli­tísku hag­fræði­legu deilur voru gerðar ódauð­legar árið 1900 – en reyndar með nokkuð óvæntum hætti. Það dylst nefni­lega engum sem les ævin­týrið um Galdra­karl­inn í Oz eftir blaða­mann­inn L. Frank Baum að þar er um að ræða mynd­lík­ingu fyrir deilur um frjálsa sláttu silf­ur­myntar undir lok 19. ald­ar. Jafn­vel tit­ill­inn sjálfur vísar til þeirra, en oz. er enska skamm­stöf­unin fyrir únsu – hefð­bundna þyngd­ar­ein­ingu gulls.

Auglýsing

Aðal­per­sónur bók­ar­innar eiga sér sam­svörun í helstu per­sónum og leik­endum úr silf­ur­deil­unni. Dórótea er per­sónu­gerv­ingur banda­rískra gilda á meðan hund­ur­inn Tótó er banda­ríska bind­ind­is­hreyf­ing­in, Teetotal­ers, sem studdi sláttu silf­ur­mynta en var ann­ars sér­kenni­legur hópur og fyr­ir­ferð­ar­lít­ill í banda­rískum stjórn­mál­um. Fugla­hræðan tekur að sér hlut­verk bænda; hún telur sig skorta heila en reyn­ist síðan sú vitrasta í föru­neyt­inu – rétt eins og bænd­urn­ir, sem þóttu stundum ein­föld stétt en skildu samt hin flóknu pen­inga­hag­fræði­legu rök fyrir silf­ur­sláttu betur en flestir aðr­ir. Pját­ur­karl­inn táknar verka­menn, sem glatað höfðu hjarta sínu í iðn­væð­ing­unni. Hug­lausa ljónið er síðan sjálfur William Jenn­ings Bryan, for­seta­fram­bjóð­andi Demókrata árin 1896 og 1900 og einn helsti tals­maður þess að gefa sláttu silf­ur­mynta frjálsa – sem popúlistar ótt­uð­ust að hefði ekki kjark til að fylgja mál­inu úr hlaði.

Vondar nornirVondu norn­irnar í austri og vestri eru sam­suða þeirra stjórn­mála­manna og fjár­mála­afla á aust­ur- og vest­ur­strönd­inni sem lögð­ust gegn því að horfið yrði frá gull­fæt­in­um. Hagsagn­fræð­ing­ur­inn Hugh Rockoff telur t.d. að vondu norn­inni í austri hafi verið ætlað að tákna Grover Cleveland, Demókrata sem lagð­ist gegn frjálsri sláttu silf­ur­mynta en var sigr­aður á lands­fundi flokks­ins 1896 – rétt eins og vonda nornin sem flest út þegar hús Dóróteu lendir ofan á henni!

Föru­neyti Dóróteu er talin trú um að það fái lausn allra vanda­mála sinna með því einu að fylgja gullna veg­in­um, þ.e. gull­fæt­in­um, til Smar­agðs­borg­ar­inn­ar, sem er auð­vitað hlið­stæða höf­uð­borgar Banda­ríkj­anna, Was­hington. Í því ljósi er kostu­legt að lesa lýs­ingar Baums á Smar­agðs­borg­inni, en þar er óhemju­fjöldi upp­á­klæddra manna og kvenna sem hefur ekk­ert skárra við tíma sinn að gera en tala hvert við ann­að. Þar er þeim upp­álagt að hitta sjálfan Galdra­karl­inn í Oz, tákn­gerv­ing Mark Hanna, for­manns Repúblikana­flokks­ins, en kom­ast að því fyrir rest að hann er svika­hrapp­ur.

Laun­sögnin nær síðan hápunkti sínum þegar Dórótea kemst að því að hún hefur borið bjarg­ráðið á fótum sér allan tím­ann, en hún kemst loks­ins til síns heima þegar hún smellir hæl­unum á töfra­skónum sem hún hafði tekið af vondu norn­inni í austri þrisvar. Hérna bjag­ast sagan reyndar heil­mikið í með­ferð Hollywood, sem hafði lít­inn áhuga á því að fylgja eftir pen­inga­hag­fræði­legri mynd­lík­ingu í einu og öllu; kvik­mynda­út­gáfa sög­unnar frá 1939 var ein fyrsta lit­mynd sög­unn­ar, og því var afráðið að hafa skóna rauða til þess að nýta hina nýju tækni til fulls – en í bók­inni eru skórnir vita­skuld úr silfri, sann­kall­aður silf­ur­fót­ur!

Svo fór reyndar að tals­menn silf­urs höfðu ekki erindi sem erf­iði og töp­uðu for­seta­kosn­ingum bæði 1896 og 1900, en banda­ríska hag­kerfið hlaut meina sinna bót þegar gull fannst í Klondike og Suð­ur­-Afr­íku og hægt var að þenja pen­inga­magnið nægi­lega út til þess að snúa verð­hjöðnun í -bólgu.

Senni­leg­ast væri hægur vandi að skrifa barna­bók um pen­inga­hag­fræði nútím­ans, en hún er jafn­vel enn ævin­týra­­legri en deil­urnar um silfur undir lok 19. aldar – enda beita galdra­karlar í seðla­bönkum nútím­ans ýmsum töfrum sem hefðu verið óhugs­andi fyrir hund­rað árum. Íslenska ævin­týrið yrði alveg sér­stak­lega spenn­andi, en þar kæmi við sögu skip­brot sögu­hetj­unnar eftir ára­langt flot á agn­ar­litlum fleka, ref­skák við hrægamma og ævin­týra­legur flótti úr Hafta­höll­inni, sem virð­ist í fyrstu veita sögu­hetj­unni skjól en reyn­ist vera fang­elsi. Í stað silf­ur­skónna gæti komið töfra­kór­óna, við­eig­andi tákn­mynd fyrir þjóð­ar­gjald­mið­il­inn, þótt senni­leg­ast yrði hún ekki sér­stak­lega þægi­legt höf­uð­fat – og svo­lítið við­kvæmt. Þá er bara að kross­leggja fingur og vona að ævin­týrið hljóti far­sælan endi og verði ekki of langt til að nokkur nenni að lesa það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None