Fyrir Alþingi liggur frumvarp ellefu þingmanna* þar sem lagt er til að klukkunni á Íslandi verði seinkað um klukkustund. Fullyrt er að gangur klukkunnar í dag gangi ekki í takt við lífsklukku landsmanna.
Hallgrímur Oddsson, hagfræðingur og blaðamaður.
Hvað klukkan á að vera, og hvort henni eigi að breyta á vorin og haustin, hefur lengi verið deilumál. Þjóðir Evrópu tóku margar upp sérstakan sumartíma í fyrri heimstyrjöldinni, en fyrirkomulagið hefur verið margvíslegt síðan þá. Hallgrímur Oddsson fjallar um uppruna sumartímans, hvers vegna hann var festur í sessi á Íslandi árið 1968 og hvort ástæða sé til að breyta fyrirkomulaginu sem nú er við lýði.
*Fram kemur í pistlinum að þingmenn úr öllum flokkum standi að frumvarpinu. Það er ekki rétt, því enginn úr röðum Vinstri grænna kemur að því.
[audio mp3="http://kjarninn.s3.amazonaws.com/old/2014/11/klukkanpistill.mp3"][/audio]