Magnús Geir Eyjólfsson, ritstjóri Eyjunnar, Þróttari og Evertonmaður, svarar sjö spurningum í nýjustu útgáfu Kjarnans.
Hvað gleður þig mest þessa dagana?
Meira og minna allt. HM er byrjað, golfvellirnir eru orðnir grænir, sumarfríið framundan og svo er frúin að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur. Lífið gæti ekki verið betra.
Hvert er þitt helsta áhugamál?
Þessa stundina kemst fátt annað að en fótbolti og golf.
Hvaða bók lastu síðast?
Ég er að leggja lokahönd á The Girl Who Saved the King of Sweden eftir Jonas Jonasson.
Hvert er þitt uppáhaldslag?
Upphafslagið fyrir HM leikina. Það þýðir að ég á gott í vændum. Og svo nánast allt sem kemur frá Arcade Fire þessa dagana
Til hvaða ráðherra berðu mest traust?
Já.
Ef þú ættir að fara til útlanda á mörgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara?
Ég myndi heimsækja Japan á ný. Eða Benidorm.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Óstundvísi og yfirlæti. Og Sepp Blatter.
[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/42[/embed]