Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Golf og fótbolti gleðja en Sepp Blatter ekki

mynd2-1.jpg
Auglýsing

Magnús Geir Eyjólfsson, ritstjóri Eyjunnar, Þróttari og Evertonmaður, svarar sjö spurningum í nýjustu útgáfu Kjarnans.

Hvað gleður þig mest þessa dagana?

Meira og minna allt. HM er byrjað, golfvellirnir eru orðnir grænir, sumarfríið framundan og svo er frúin að útskrifast sem hjúkrunarfræðingur. Lífið gæti ekki verið betra.

Auglýsing

Hvert er þitt helsta áhugamál?

Þessa stundina kemst fátt annað að en fótbolti og golf.

Hvaða bók lastu síðast?

Ég er að leggja lokahönd á The Girl Who Saved the King of Sweden eftir Jonas Jonasson.

Hvert er þitt uppáhaldslag?

Upphafslagið fyrir HM leikina. Það þýðir að ég á gott í vændum. Og svo nánast allt sem kemur frá Arcade Fire þessa dagana

Til hvaða ráðherra berðu mest traust?

Já.

Ef þú ættir að fara til útlanda á mörgun og mættir velja land, hvert myndir þú vilja fara?

Ég myndi heimsækja Japan á ný. Eða Benidorm.

Hvað fer mest í taugarnar á þér?

Óstundvísi og yfirlæti. Og Sepp Blatter.

[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_06_26/42[/embed]

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiSjö spurningar
None