Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Hvað þarf að segja til að vera þjóðernishyggjuflokkur?

framsoknlogo-1.jpg
Auglýsing

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er í vanda vegna meints dað­urs hans við þjóð­ern­ispopúl­isma. For­ystu­menn hans vilja reyndar ekk­ert við­ur­kenna það og líta mun fremur á flokk­inn sem fórn­ar­lamb óbil­gjarnra árása ein­hvers óskil­greinds hóps póli­tískra and­stæð­inga og nettrölla úr öllum áttum sem mis­skilji mála­til­búnað flokks­ins vís­vit­andi og ítrek­að.

En þegar lyk­il­menn í flokknum á borð við fyrrum for­mann­inn Jón Sig­urðs­son, fyrrum sveit­ar­stjórn­ar­mann­inn Ómar Stef­áns­son og fyrrum þing­mann­inn Ingvar Gísla­son hoppa á gagn­rýn­is­vagn­inn ásamt öllum þeim sem sögðu sig af listum eftir útspil Svein­bjargar Birnu Svein­björns­dóttur í vor þá verður það harma­kvein hálf hjá­kát­legt.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur alltaf verið þjóð­legur flokk­ur. Það er hins vegar langur vegur milli þess að setja þjóð­leg sér­kenni í önd­vegi og því að ala á hræðslu gagn­vart minni­hluta­hópum og andúð sem byggir í besta falli á þekk­ing­ar­leysi. Það hefur þó örlað á þeirri til­hneig­ingu hjá nokkrum lyk­il­mönnum í flokknum á und­an­förnum ára­tug­um, þótt eng­inn hafi hingað til gengið jafn langt og odd­viti flokks­ins í Reykja­vík í síð­asta mán­uði.

Auglýsing

Verka­fólkið kemur og stað­setur sig í land­inuÍ júlí 1991 var Davíð Odds­son nýorðin for­sæt­is­ráð­herra og verið var að vinna í því að ganga frá samn­ingnum um Evr­ópska efna­hags­svæðið (EES). Fram­sókn­ar­menn voru mjög á móti þeim samn­ingi og mál­flutn­ing­ur­inn var oft á tíðum ekki ósvip­aður því sem í dag heyr­ist þegar rætt er um Evr­ópu­sam­bands­að­ild. Samn­ing­ur­inn var þó á end­anum sam­þykktur naum­lega á Alþingi í jan­úar 1993 og gekk í gildi tæpu ári síð­ar. Hann þykir vera ein helsta und­ir­staða þeirra miklu hag­rænu fram­fara sem Ísland hefur gengið í gegnum síðan í byrjun tíunda ára­tug­ar­ins.

Efni­legur fram­sókn­ar­maður skrif­aði á þessum tíma grein í Tím­ann, mál­gagn flokks­ins, sem bar fyr­ir­sögn­ina „Hverjir eign­ast þá Ísland?“. Greinin var inn­legg í umræð­una um EES-­samn­ing­inn. Í grein­inni seg­ir: „Að eign­ast lax­veiði­ár, bújarðir og heilu dal­ina heill­andi, með þeim  hætti hafa nú sam­göngur breyst að þetta er nú ekk­ert mál. Ekk­ert af þessu virð­ist klárt í samn­ing­unum um Evr­ópska efna­hags­svæðið eins og mál hafa þró­ast upp á síðkast­ið. Auð­hring­arnir myndu virkja og byggja upp verk­smiðjur hér og koma með verka­fólkið með sér og stað­setja það í land­in­u.“ Í grein­inni er alið á hætt­unni gagn­vart hinu óþekkta með rakar­lausum dóms­dags­spám.

Útlend­ingar hafa auð­vitað ekk­ert eign­ast kippur af lax­veiðiám eða bújörðum né heilu dal­ina. Síðar voru það reyndar iðn­að­ar­ráð­herrar Fram­sókn­ar­flokks­ins, þau Finnur Ing­ólfs­son og síðar Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, sem gerðu allt sem í valdi sínu stóð til að koma auð­hringj­unum hingað til lands og fá þá til að byggja verk­smiðjur með því að selja þeim hræó­dýra orku, koma með verka­fólk og „stað­setja það í land­in­u“.

Höf­undur grein­ar­innar varð síðar for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann heitir Guðni Ágústs­son.

Höldum Íslandi íslensku"Árið 1992 gaf Kjör­dæma­sam­band fram­sókn­ar­manna í Norð­ur­landi eystra út blaðið Ein­herja. Í leið­ara ann­ars tölu­blaðs þess það árið, sem kom út um miðjan apr­íl, skrif­aði rit­stjóri blaðs­ins um Evr­ópu­mál og sér­stak­lega EES-­samn­ing­inn.

Hann var ekki ánægður með þetta Evr­ópu­sam­vinnu­brölt. Í leið­ar­anum seg­ir: „Sé það rétt að samn­ing­ur­inn um evr­ópskt efna­hags­svæði feli í sér full­veld­is­skerð­ingu, að íslensk lög verði að víkja fyrir útlend­um, að landið opn­ist fyrir erlendu vinnu­afli, að yfir­ráða­réttur Íslend­inga yfir landi og land­helgi sé ekki tryggður má ekki gera þennan samn­ing[...]Við verðum að standa fast á trú okkar á íslenska þjóð, íslenskar nátt­úru­auð­lind­ir, íslenskt hug­vit og íslenska tungu, engu af þessu megum við glata. Stöndum vörð um land og þjóð, höldum Íslandi íslensku“.

Rit­stjór­inn ungi sem vildi halda Íslandi íslensku heitir Gunnar Bragi Sveins­son og er í dag utan­rík­is­ráð­herra.

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_06_19/1[/em­bed]

Skref stigið aft­urá­bakÍ for­manns­stíð Hall­dórs Ásgríms­son­ar, og ekki síst eftir að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn komst aftur í rík­is­stjórn árið 1996, virt­ist vera stigið skref til baka í þessu mikla þjóð­ern­is­hyggju­daðri. Í októ­ber 1996 átti til að mynda sér stað for­vitni­leg umræða á Alþingi kjöl­far fyr­ir­spurnar um aðgerðir gegn útlend­inga­andúð. Svavar Gests­son, þá þing­mað­ur, tók til máls og nefndi að þá um sum­arið hefði verið nokkur umræða meðal almenn­ings um útlend­inga­hatur vegna þess að manni var vísað af veit­inga­stað á grund­velli lit­ar­hátt­ar. Hann vildi fá að vita hvort rík­is­stjórn­inn ætl­aði að grípa til aðgerða.

Hall­dór Ásgríms­son svar­aði því til að hann héldi „að það sé nú þannig í okkar þjóð­fé­lagi sem betur fer að almenn­ingur þolir ekki að svona sé komið fram við fólk og það aðhald sem hefur t.d. verið að hálfu fjöl­miðla í þessu máli hefur vakið menn til umhugs­unar um það. Við skulum þess vegna vona að slíkt komi ekki fyrir aftur í okkar sam­fé­lagi þó við getum aldrei verið tryggir um það.“

Vildi láta reka dós­entSpólum áfram um fimmtán ár. Ný for­ysta hefur tekið við Fram­sókn­ar­flokknum og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son er orð­inn for­mað­ur. Eiríkur Berg­mann Ein­ars­son, þá dós­ent og fyrrum vara­þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, skrifar grein í Frétta­tím­ann í nóv­em­ber 2011 þar sem hann segir að „Í allra síð­ustu tíð hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn svo eilítið farið að daðra við þjóð­ern­is­stefn­una. Breyt­ingar á merki flokks­ins vísar til að mynda í klass­ísk fasísk minni og áhersla hefur verið á að sýna þjóð­leg gildi á fundum flokks­ins, svo sem glímu­sýn­ingu undir blakt­andi þjóð­fán­an­um. Orð­ræða sumra þing­manna hefur í auknum mæli ein­kennkst af holl­ustu við þjóð­ern­ið. Enn þó er þó ekki ljóst hvort flokk­ur­inn ætli sér að sækja lengra inn í þetta meng­i“.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fór af hjör­unum vegna þessa. Þing­flokkur hans sendi frá sér reiða og sára yfir­lýs­ingu og Vig­dís Hauks­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, skrif­aði grein þar sem hún meðal ann­ars ávarp­aði Eirík beint. Vig­dís sagði Eirík hafa farið yfir „öfga­hreyf­ingar í Evr­ópu og á Norð­ur­lönd­unum og lýsir hatri þeirra á inn­flytj­end­um. Þú ferð einnig yfir hin hræði­legu Úteyj­ar­morð og berð þetta svo allt saman við Fram­sókn­ar­flokk­inn og telur hann hafa breyst í þessa átt hin allra síð­ustu ár. Ég fyllist við­bjóði, doktor Eirík­ur, á sam­lík­ing­unni og afþakka slíkar sam­lík­ingar fyrir mína hönd og fram­sókn­ar­manna allra. Ég skora á skóla­stjórn Háskól­ans á Bif­röst og rektor skól­ans að fara yfir hegðun dokt­ors Eiríks sem starfs­manns rík­is­styrkts háskóla“.

Í þjóð­ern­ispopúl­ismahnakk­innSíðan að þetta átti sér stað hefur Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nokkrum sinnum til við­bótar verið sak­aður um að vera að feta hættu­legar brautir þjóð­ern­is­rembu en að mestu sloppið við ásak­anir um útlend­inga­andúð. Þangað til í vor.

Fram­sókn gekk væg­ast sagt illa að ná í fylgi í aðdrag­anda borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Odd­vita­skipti og til­raunir til að gera flug­völl­inn í Vatns­mýr­inni að ein­hverju aðal­máli í kosn­inga­bar­átt­unni höfðu ekki borið árang­ur.

Átta dögum fyrir kosn­ing­ar, þegar útlit var fyrir að það væri von­laust fyrir Fram­sókn að ná inn manni í Reykja­vík, varp­aði Svein­björg Birna Svein­björns­dótt­ir, nýr odd­viti flokks­ins , sprengju inn í kosn­ing­arnar með því að segja að „á meðan við erum með þjóð­kirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku rét­trún­að­ar­kirkj­una“. Í við­tali við Vísi sagð­ist hún hafa  „búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á for­dóm­um, heldur reynslu.“

Þögnin vindur í segl andúð­ar­skips­insÍ kjöl­farið var lýst yfir stuðn­ingi við Fram­sókn­ar­flokk­inn á Face­book síðu sem bar nafnið „Mót­mælum mosku á Ísland­i“. Sú síða var, og er, gróðra­stía útlend­inga­andúð­ar. Hún hafði kom­ist í fréttir um ári áður og þá höfðu um 2000 manns „li­ke-að“ hana. Enn fleiri bætt­ust á vagn­inn og allt í einu varð útlend­inga­andúð mjög sýni­leg á íslenskum sam­fé­lags­miðl­um.

For­ysta Fram­sókn­ar­flokks­ins brást ekki við með nægi­lega skilj­an­legum hætti til að hægt væri að sjá að hún þvæði hendur sínar af þessum meld­ingum Svein­bjarg­ar. Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son tjáði sig til að mynda ekki um málið fyrr en dag­inn eftir kosn­ing­ar. Þá þurfti að þrá­spyrja hann til að fá út úr honum ein­hverja skoðun og hann eyddi mestum tíma sínum í að kvarta yfir því hversu vondir aðrir hefðu verið við Fram­sókn út af þess­ari umræðu.

Svein­björg var brött og sagði við Vísi fjórum dögum fyrir kosn­ingar að hún túlk­aði „þögn for­yst­unnar þannig að ég eigi að fá að sigla þessu skipi í höfn[...] og ég þakka þeim þetta traust sem mér er sýnt með þessu“.

Dag­inn fyrir kosn­ingar var hún svo gestur í þætt­inum „Stóru mál­in“ á Stöð 2. Þar greip Svein­björg frammí fyrir öðrum fram­bjóð­anda og sagði: „Vilt þú búa í sam­fé­lagi þar sem, eins og Svíar þurftu að setja í síð­ustu viku, að það er refsi­vert, hver hefði getað ímyndað sér það, að Svíar þyrftu að setja lög þar sem væri refsi­vert að þvinga fólk í hjú­skap.“

Ekki boð­legur hálf­kær­ingurÞað er eng­inn vafi að skrefið í átt að því að gera útlend­inga­andúð að póli­tísku stefnu­máli var stigið til fulls af hluta Fram­sókn­ar­flokks­ins með yfir­lýs­ingum Svein­bjarg­ar. Þær mið­uðu að því að kynda undir hræðslu við hið óþekkta í þeim til­gangi að sanka að sér atkvæð­um.

Það svín­virk­aði líka. Flokk­ur­inn fékk tvo full­trúa í borg­ar­stjórn í fyrsta sinn í 40 ár. Eftir kosn­ingar lok­aði Svein­björg Face­book-­síðu sinni og þurrk­aði þar með út allt sem hún hafði sagt þar í aðdrag­anda kosn­inga. Hún mætti svo í útvarps­við­tal og sagði ummælin hafa verið sett fram í hálf­kær­ingi og að þau sam­ræmd­ust ekki stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins. Allt í plati.

Það er hins vegar alveg klárt að fullt af fólki kaus Fram­sókn­ar­flokk­inn vegna útlend­inga­andúð­ar. Fólk sem vill loka landa­mærum og halda „Ís­landi íslensku“. Mál­inu verður því ekki sópað undir teppið með vand­læt­ingu gagn­vart því sem aðrir segja um það. Yfir­lýs­ing­arnar verða ekki teknar til baka með því að segja að þetta hafi bara verið djók. Flokk­ur­inn mun þurfa að taka á mál­inu með skýrum hætti ef hann ætlar sér að hrista þennan vafa­sama stimpil af sér. Nú, eða ein­fald­lega að hætta þessu daðri sem staðið hefur yfir um ára­tuga­skeið, umfaðma boð­skap­inn og gera hann að stefnu sinni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None