Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Hver passar náttúruna?

pall-asgeir.jpg
Auglýsing

Eftir að hafa lesið frum­varpið um hinn svo­kall­aða nátt­úrupassa hefur höfuð mitt fyllst efa­semdum og van­trú á að verið sé að fara bestu og ein­föld­ustu leið­ina til þess að afla tekna fyrir íslenska nátt­úru. Verði lögin sam­þykkt sé ég ekki annað en heim­ilt verði að taka gjald af land­svæðum í einka­eigu sem ekki kjósa aðild að nátt­úrupass­an­um. Lögin myndu gefa svo skýrt for­dæmi að engin leið væri að koma í veg fyrir slíkt.

Svæð­is­bundnar rukk­anir af því tagi hafa verið kall­aðar „skúra­væð­ing“ og til­raunir sem gerðar voru í Náma­skarði síð­ast­liðið sumar leiddu til þess að far­ar­stjórar leiddu hópa eftir nýjum leiðum að hvera­svæð­inu og settu þá í hættu til þess að kom­ast undan greiðslu aðgangs­eyr­is.

Allir virð­ast vera sam­mála að þetta sé ekki eft­ir­sókn­ar­vert fyr­ir­komu­lag en inn­leið­ing nátt­úrupass­ans gerir slíka inn­heimtu lög­lega með sínu for­dæmi kjósi land­eig­endur að standa utan pass­ans.

Auglýsing

Ráð­herr­ann sem treysti ekki rík­inu



Þegar ráðu­neytið var að und­ir­búa málið á síð­asta ári var oft stungið upp á því að ein­falt komu­gjald yrði inn­heimt af flug­far­þegum til að forð­ast eft­ir­lit og tryggja að allir greiddu.

Þessu var yfir­leitt svarað þannig að þegar slíkt gjald væri inn­heimt sem skattur hyrfi það í svart­hol rík­is­sjóðs og engin trygg­ing væri fyrir því að féð rynni til þess mála­flokks sem inn­heimt væri fyr­ir. Til þess að forð­ast þetta ætl­aði ráð­herra að koma á fót sjálfs­eign­ar­stofnun sem ann­að­ist varð­veislu og útdeil­ingu fjár­ins.

„Þess vegna má vel ætla að margir ferða­menn muni sleppa við kaup á nátt­úrupassa og njóti lík­lega aðstoðar íslenskra leið­sögu­manna sem virð­ast flestir vera mjög and­vígir áminnstum náttúrupassa.“

Í frum­varp­inu sem nú liggur fyrir eru þessar hug­myndir horfnar og skal gjald fyrir nátt­úrupass­ann renna óskipt í rík­is­sjóð. Vel má spyrja sig hvort það traust sem ráð­herra virð­ist nú bera til rík­is­ins dugi ekki til þess að horfa til inn­leið­ingar komu­gjalds.

Í frum­varp­inu virð­ist ekki vera gert ráð fyrir því að allir erlendir gestir kaupi nátt­úrupassa. Með því að gera kaup á pass­anum val­kvæð er óhjá­kvæmi­legt að hafa ein­hvers konar eft­ir­lit með því á áfanga­stöðum að ferða­menn séu með pass­ann.

Spor­vagn er ólíkur Gull­fossi



Vitnað hefur verið til eft­ir­lits í lest­ar­kerfum erlendis og sagt að þess­háttar handa­hófs­kenndu eft­ir­liti verði beitt. Ég hef farið miða­laus í spor­vagna erlend­is, stundum í hreinni glópsku en stundum vís­vit­andi. Ég hef oft séð starfs­menn dönsku járn­braut­anna að störfum við miða­eft­ir­lit. Þeirra starfs­að­staða um borð í lest­inni er afar ólík því sem ger­ist í mann­þröng og óreiðu eins og rekast má á við Geysi eða á Þing­völlum um háanna­tím­ann.Við slíkar aðstæður er von­laust að ætla sér að stunda ein­hvers konar eft­ir­lit.

Þess vegna má vel ætla að margir ferða­menn muni sleppa við kaup á nátt­úrupassa og njóti lík­lega aðstoðar íslenskra leið­sögu­manna sem virð­ast flestir vera mjög and­vígir áminnstum nátt­úrupassa.

Ég skal passa dyrnar



Einu sinni var reynt að setja sal­erni með pen­inga­lás upp á vin­sælum áning­ar­stað til að eign­ast svo­lít­inn pen­ing til upp­bygg­ingar og halda nátt­úr­unni hreinni. Það þurfti altsvo að setja 100 krónu pen­ing í lás­inn og þá opn­að­ist kló­sett­ið. Þetta þekkja margir af torgum erlendis og kostar hálfa eða ein evru að opna hurð­ina.

Þetta gat ekki gengið á Íslandi því íslenskum far­ar­stjórum var svo í nöp við inn­heimt­una að þeir stund­uðu það að setja einn 100 krónu pen­ing í lás­inn til að opna og stóðu svo við hurð­ina og pössuðu að hún lok­að­ist ekki til fulls og þannig var hægt að hleypa heilli rútu á doll­una fyrir einn 100 kall.

„Það er því dap­ur­legt ef ráð­herra og ráðu­neyti ferða­mála ætla að þvinga í gegnum þingið í krafti flokks­holl­ustu þá leið sem minnst sam­staða virð­ist ríkja um í samfélaginu.“

Íslensk nátt­úra hefur lengi verið mun­að­ar­laus í þeim skiln­ingi að eng­inn hefur borið skýra ábyrgð á því að byggja upp og vernda þá staði sem mestra vin­sældra njóta. Þjóð­garðar og Umhverf­is­stofnun eru fjársvelt fyr­ir­bæri sem lítt hafa getað hafst að und­an­farin ár. Mesta verkið við upp­bygg­ingu göngu­stíga á vin­sælum slóðum hefur verið unnið af erlendum sjálf­boða­lið­um. Þeir starfa undir leið­sögn aðkom­inna fag­manna og því er lítil eða engin þekk­ing á því inn­an­lands hvernig skuli standa að við­haldi og upp­bygg­ingu göngu­stíga.

Ekki í boði að gera ekk­ert



Brýn fjár­þörf til upp­bygg­ingar á ferða­manna­stöðum á Íslandi blasir við hverjum sem heim­sækir fjöl­farna staði. Verði ekki gripið til aðgera strax spillum við og eyði­leggjum með álagi og yfir­gangi nátt­úr­unni sem er höf­uð­á­stæðan fyrir heim­sókn flestra erlendra ferða­manna, seg­ull­inn sem dregur þá til okk­ar.

Það er því dap­ur­legt ef ráð­herra og ráðu­neyti ferða­mála ætla að þvinga í gegnum þingið í krafti flokks­holl­ustu þá leið sem minnst sam­staða virð­ist ríkja um í sam­fé­lag­inu. Aðrar og ein­fald­ari leiðir virð­ast blasa við hvort sem um væri að ræða ein­föld komu­gjöld eða aukna og skil­virk­ari skatt­heimtu á ferða­þjón­ustu en nú tíðkast. Það er væg­ast sagt und­ar­legt að sú atvinnu­grein sem stendur orðið jafn­fætis sjáv­ar­út­vegi í fram­lagi til þjóð­ar­bús­ins skuli búa við mun minni skatt­heimtu en aðrar grein­ar.

Fari það svo að málið koðni niður með ein­hverjum hætti og nauð­syn­legri gjald­heimtu fyrir íslenska nátt­úru verði ekki komið á er ábyrgð hins þver­móðsku­fulla ráð­herra mik­il. Það er nefni­lega ekki í boði að gera ekki neitt.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None