Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Hversu miklu get ég stolið?

audur-jons.jpg
Auglýsing

Póli­tíkin í dag snýst um margt – og margt – en umfram allt snýst hún um spurn­ing­una: Greið­irðu atkvæði með mögu­legri fram­tíð eða enda­lokum heims­ins eins og við þekkjum hann? Það gildir bæði um heim­spóli­tík­ina og póli­tík­ina á Íslandi.

Þessi stað­reynd leit­aði á mig í síð­ustu viku þegar ég rakst á hug­leið­ingu lífs­reynds landa á besta aldri. Páll Berg­þórs­son veð­ur­fræð­ingur hafði skrif­aði eft­ir­far­andi á Face­book í til­efni af 1. maí: „Eig­in­lega ætti þessi dagur ekki bara að vera helg­aður verka­mönn­um, heldur öllum sem ekki til­heyra auð­valds­stétt­inni miklu og fámennu eða áhan­gendum henn­ar. Við þurfum að finna hvert ann­að. Við þurfum nýja hag­fræð­i.“

Mér fannst hann orða þetta svo vel og að sama skapi er þetta svo rétt hugs­að, að við þurfum að finna hvert ann­að. Við að lesa þessa einu setn­ingu leið mér eins og þegar ég var ung­lingur að loka bók sem hafði snert í mér hjartað á þann hátt að ég fann að hún var á ein­hvern hátt sann­ari en aðrar bæk­ur.

Auglýsing

almennt_08_05_2014

Það sem allir vita



Við lifum í heimi þar sem stór­fyr­ir­tæki með hættu­lega mikil ítök í stjórn­málum jafnt sem fjöl­miðlum mis­nota bæði umhverfi og sam­fé­lög, á þann hátt að ógn­væn­legar nátt­úru­ham­farir verða sífellt algeng­ari og þeir rík­ari verða rík­ari á kostnað almenn­ings. Vextir og vaxta­vextir fita inni­stæður þeirra ríku á slíkum ógn­ar­hraða að þessi þróun verður sífellt hrað­ari og ágeng­ari; auð­kýf­ingar kepp­ast við að kaupa jarðir og stofna stór­fyr­ir­tæki sem valta yfir nátt­úr­una og mann­líf­ið.

Við vitum þetta öll, sama í hvað flokki – eða ekki flokki – við stönd­um. Ég kann varla við að tyggja þennan marg­tuggða sann­leika ofan í les­endur Kjarn­ans en því miður er málum þannig háttað á Íslandi að þjóð­kjörnir ráða­menn fá doll­ara­merki í augun þegar talið berst að olíu­leit á Dreka­svæð­inu og óaft­ur­kræf virkjun á Kára­hnjúk­um, sem hefur eyði­lagt meira en orð fá lýst, verður um ókomna tíð minnis­varði rík­is­stjórn­ar­flokk­anna, svo fátt eitt sé nefnt.

Að því ógleymdu að ráða­menn dansa nú ást­leitnir við þá sem gambla með íslenskar auð­lindir á sama tíma og þeir reyna allt hvað þeir geta til að stöðva aðild­ar­við­ræður þjóð­ar­innar við ESB, með­vit­aðir um lög og reglu­gerðir þar á bæ sem geta komið í veg fyrir frek­ari níð­ings­skap gegn nátt­úru Íslands.

Gott fólk er að finna í flestum flokkum



Nú er það ekki svo að ég trúi því að þjóðin skipt­ist í svart og hvítt: stuðn­ings­menn rík­is­stjórn­ar­innar og svo allt góða fólk­ið. Þvert á móti held ég að það sé ágætis fólk að finna í öllum flokk­um, þó að ég sé ein­dregið á móti flestu því sem núver­andi rík­is­stjórn hefur stutt.

Í gegnum tíð­ina hef ég kosið að minnsta kosti fjóra stjórn­mála­­flokka, stutt ein­hverja opin­ber­lega en stundum endað með að kjósa aðra, skráð mig í flokka til að kjósa (svind­la) í próf­kjörum, gegnt starfi barnapíu á lands­fundi Sjálf­stæð­is­­flokks­ins þar sem ég faldi silf­ur­pela fyrir fund­ar­menn í tómu leik­her­berg­inu, deitað fram­sókn­ar­mann, setið sem full­trúi ungra kvenna í nefnd flokks, sem ég man ekki lengur hvort var Alþýðu­banda­lagið eða Sam­fylk­ing­in, dvalið með trún­að­ar­gögn þess sama flokks heima hjá Ein­ari Oddi Krist­jáns­syni heitnum og beðið hann um að hjálpa mér að skilja þau svo að nefnd­ar­menn­irnir upp­götv­uðu ekki fáfræði mína.

Já, ég hef átt góða vini í öllum flokk­um, dáðst að þing­mann­inum Pétri Blön­dal þegar hann sól­óar hvað heit­astur í sann­fær­ingu sinni, skrifað í mál­gang Alla­balla í Mosó jafnt sem Morg­un­blaðið eftir hrun og tja ... bara allt þar á milli. Gott ef ég skráði mig ekki í Frið 2000 til að fá gef­ins tólf klass­íska geisla­diska, að und­ir­lagi tón­el­skrar eig­in­konu núver­andi mennta­mála­ráð­herra sem hvatti mig ein­dregið til þess.

Fyrst ég er að rifja þetta upp rámar mig líka í að hafa á yngri árum tví­vegis skráð mig í stjórn­mála­flokk til að fá til­boð á flug­miða og gist­ingu í útlönd­um. Ein­hver álítur mig kannski póli­tískt gleði­kvendi, já eða efni í diplómata, allt eftir því hvernig á það er lit­ið.

Róm­an­tískur draumur



Haf­andi komið svona víða við veit ég að fólk­inu í öllum þessum flokkum þykir vænt um börnin sín. Í öllum flokkum eru góðar mömmur og góðir pabb­ar, góðar ömmur og góðir afar. Þess vegna er svo erfitt að skilja af hverju allir þessir góðu for­eldrar styðja ekki af öllu hjarta þau úrræði sem geta stuðlað að því að börnin þeirra öðlist góða fram­tíð.

Nú hljómar gleði­kvendið dramat­ískt frekar en diplómat­ískt – en málið er bara að þeir sem horfast ekki í augu við þá vá sem ógnar umhverf­inu, og þar með mann­líf­inu, þeir lifa í róm­an­tískum draumi.

Þess vegna hefur veð­ur­fræð­ing­ur­inn rétt fyrir sér þegar spáin hans hljóðar á þessa leið: „Við þurfum nýja hag­fræð­i.“

Þess vegna segir hann allt sem segja þarf með orð­un­um: „Við þurfum að finna hvert ann­að.“

Því við þurfum að standa saman til að takast á við verk­efni sem er okkur ofviða hverju í sínu lagi. Til þess þurfum við að skilja hvert ann­að. Eygja for­eldrið hvert í öðru. Hjálp­ast að við að bjarga börn­unum okkar – og börnum heims­ins.

Það getum við Íslend­ingar gert með því að horfast í augu við ástand­ið, ræða það opin­skátt í sam­fé­lags­miðl­unum og hugsa stórt frekar en smátt; velta upp öllu því sem við getum mögu­lega gert sem fámenn þjóð til að takast á við heims­­vand­ann og móta umhverf­is­væna stefnu, bæði í sem mestri þjóð­ar­sátt og vís­inda­sam­starfi við aðrar þjóð­ir.

Sem móðir hef ég ekki lengur þol fyrir stjórn­mála­­mönnum sem hunsa marg­sannað hættu­á­stand, þeir minna mig á drukk­inn skóla­bíl­stjóra.

Grænn 1. maí



Á dög­unum blöktu grænir fánar í 1. maí göng­unni. Ein­hverju sinni hefði það þótt mót­sagna­kennt og sumum finnst jafn­vel ennþá að umhverf­is­vernd hljóti að stríða á móti hags­munum alþýð­unn­ar, til að mynda fólks sem aflar sér lífs­við­ur­væris á vinn­u­­stöðum sem seint myndu telj­ast umhverf­is­vænir eða þess sem finnur mögu­lega á óþægi­legan hátt fyrir grænni stefnu á launa­seðl­in­um. Málið er bara að alþýðan og nátt­úran eru að bug­ast undan sama tröll­inu: valdi auðs­ins sem virðir ekki líf í nokk­urri mynd. Þar af leið­andi hlýtur al­þýðan að sjá hag sinn í umhverf­is­vernd. En nú er svo komið að án rót­tækrar vit­und­ar­vakn­ingar í umhverf­is­málum verður ekk­ert að berj­ast fyrir um það leyti sem börnin okkar ættu, undir venju­legum kring­um­stæð­um, að eiga nota­legt ævi­kvöld með ein­hvern elli­líf­eyri á milli hand­anna. Þegar þar að kemur munu gamlar ljós­myndir feykj­ast um sand­blásna auðn; myndir af okk­ur, mér og þér, okkur sem lifðum fyrir gróða. Okkur sem hugs­uðum ekki: Hversu mikið get ég gefið börn­unum mín­um? – held­ur: Hversu miklu get ég stolið frá börn­unum mín­um?

Pistill­inn birt­ist fyrst í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None