Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Í betra form með Tómasi Schelling

hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Árið 1960, þegar kjarn­orku­váin var sem áþreifan­­leg­ust og almenn­ingur um ver­öld alla ótt­að­ist að kjarn­orku­veldin í vestri og austri myndu tor­tíma sjálfum sér og hálfri heims­byggð­inni með, gaf hag­fræð­ing­ur­inn og Nóbels­verð­launa­haf­inn Tómas Schell­ing út bók til þess að skýra hvers vegna það væri afar ólík­legt að nokkuð slíkt gerð­ist. Bókin hét The Stra­tegy of Con­flict og er afrek á sviði leikja­fræði, en í bók­inni fjallar Schell­ing af miklu næmi um hvernig deilu­að­ilar haga sam­skiptum sín­um. Eins og nærri má geta gaf bókin ómet­an­lega inn­sýn í þá dýnamík sem leiðir af sér ógn­ar­jafn­vægi á borð við kalda stríð­ið.

Það var einkum sam­spil tveggja þátta sem var Schell­ing hug­leik­ið, en hann beindi sjónum sínum að því hvernig skuld­bind­ing getur skapað fæl­ing­ar­mátt. Þetta krefst ef til vill nán­ari útskýr­ing­ar.

Schell­ing taldi að hafa mætti áhrif á gang hvers konar deilu með hót­un­um, en með því að hóta mót­að­il­anum ein­hvers konar við­brögðum ef hann hegð­aði sér með ákveðnum hætti mætti draga úr lík­unum á hegð­un­inni umræddu. Hót­anir gætu m.ö.o. haft fæl­ing­ar­mátt, en aðeins ef þær væru trú­verð­ugar – ef mót­að­il­inn ótt­að­ist raun­veru­lega að þeim yrði fylgt eft­ir. En hvernig er hægt að gera hótun trú­verð­uga, sér­stak­lega þegar deilan verður ekki end­ur­tekin eins og raunin er um kjarn­orku­styrj­ald­ir?

Auglýsing

Hér kemur að hlut­verki skuld­bind­ing­ar­inn­ar. Með því að binda hendur sínar fyrir fram geta deilu­að­il­arnir gert hót­anir sínar trú­verð­u­gri, og þar með aukið fæl­ing­ar­mátt þeirra. Þótt Schell­ing hafi fyrstur sett þessa hug­mynd fram form­lega eru mýmörg dæmi um hana í mann­kyns­sög­unni. Mál­tækið að brenna allar brýr að baki sér er t.d. sótt í þá iðju herja að loka öllum flótta­leiðum á leið til orr­ustu og úti­loka þar með að her­menn hörfi frá átökum – þannig skuld­bindur her­inn sig til þess að berj­ast til síð­asta manns, sem gerir áhlaup hans mun trú­verð­ugra. Land­vinn­inga­mað­ur­inn Her­nán Cortés var t.a.m. nokkrum öldum á undan Schell­ing þegar hann sökkti flota sínum úti fyrir ströndum Mexíkó til þess að úti­loka lið­hlaup úr her­ferð sinni gegn Astek­um.

­Leiðin til að gæta þess að annar deilu­að­il­inn geri ekki á hlut hins er hins vegar sú sama og í til­viki stór­þjóð­anna; nefni­lega að beita skuld­bind­ingu til þess að skapa fælingarmátt.

Svipað var uppi á ten­ingnum í Kalda stríð­inu, en dæmi um slíkt er kjarn­orku­á­ætlun Sov­ét­manna sem gekk undir nafn­inu Dauða hönd­in. Áætl­un­inni var ætlað að þjóna hlut­verki sjálf­virkrar gagnárás­ar; ef nemar í Sov­ét­ríkj­unum greindu merki um kjarn­orku­árás yrði kjarn­orku­sprengjum sjálf­krafa skotið á Banda­rík­in, burt­séð frá því hvort lyk­il­menn í valdastrúktúr Sov­ét­ríkj­anna væru yfir­höfuð enn á lífi eða ekki. Að mati Schell­ings var þannig svarið við gát­unni um það af hverju hvorki Banda­ríkin né Sov­ét­ríkin gerðu árás að fyrra bragði það að bæði ríki hefðu búið svo um hnút­ana að hót­unin um gagnárás væri fylli­lega trú­verð­ug. Hvor­ugt ríkið gat grandað hinu nema vera um leið öruggt um að það grand­aði sjálfu sér um leið.

Gott og vel. En hvernig teng­ist Kalda stríðið yfir­skrift pistils­ins um betra form?

Schell­ing fór með þessa grein­ingu sína skref­inu lengra, en hann taldi að við­leitni manns­ins til að losa sig við lesti, hvort sem það væru reyk­ingar eða óholl­u­sta, væri ekki alls ósvipuð átökum stór­þjóða, nema hvað hinar stríð­andi fylk­ingar væru innra með okk­ur. Þar ætt­ust við tvö sjálf sem byggju með okkur öllum og væru við stjórn­völ­inn sitt á hvað; það í nú-inu, sem vill helst af öllu taka upp betri lifn­að­ar­hætti (það er sjálfið sem strengir ára­móta­heit­ið), og það í fram­tíð­inni, sem er lík­legt til þess að falla í freistni (það er sjálfið sem byrjar að reykja aftur á þrett­ánd­anum og hættir að mæta í rækt­ina í febr­ú­ar).

Leiðin til að gæta þess að annar deilu­að­il­inn geri ekki á hlut hins er hins vegar sú sama og í til­viki stór­þjóð­anna; nefni­lega að beita skuld­bind­ingu til þess að skapa fæl­ing­ar­mátt. Þannig getur ábyrga nú-­sjálfið bundið hendur kvikula fram­tíð­ar­sjálfs­ins og tekið af því völdin svo það falli ekki í freistni.

Í sinni ein­föld­ustu mynd getur það þýtt að reyk­inga­maður í bata forð­ast bari eða aðra staði sem gætu freistað hans að byrja aftur að reykja, eða hendir öllum sígar­ett­u­­pökkum í hús­inu. Þannig tekur nú-­sjálfið ákvörðun sem dregur úr lík­unum á því að fram­tíð­ar­sjálfið falli.

Svona skuld­bind­ing­ar­mek­an­ismar geta þó einnig tekið á sig flókn­ari mynd. Ein­hver sem ætlar sér að vera dug­legri að mæta í rækt­ina gæti fyllt út tékka til stjórn­mála­sam­taka sem hann þolir ekki, og beðið ein­hvern nákom­inn sér að póst­leggja hann ef hann stendur ekki við heit­ið. Nem­andi sem þarf að læra fyrir próf um helgi gæti sent sér hús­lyklana sína í pósti á föstu­degi, svo hann kæm­ist ekki út fyrir húss­ins dyr á skrall fyrr en lykl­arnir skil­uðu sér aftur á mánu­degi. Sum ríki Banda­ríkj­anna gera spilafíklum kleift að setja sig sjálf­vilj­ugir á bann­lista hjá spila­vít­um, sem meina þeim aðgöngu fram­veg­is. Ódysseifur lét skip­verja sína binda sig við skipsmastur svo hann heill­að­ist ekki af síren­un­um. Og svona mætti áfram telja mis­mun­andi leiðir sem gera skyn­sama sjálf­inu kleift að binda hendur kvikula sjálfs­ins á meðan það er við stjórn­völ­inn.

Schell­ing taldi að úrræði af þessum toga gætu gagn­ast mörgum vel við að ná tökum á löstum sínum og taka upp heil­brigð­ari lifn­að­ar­hætti. Sjálfur nýtti hann skuld­bind­ing­ar­mek­an­isma af þessum toga til þess að hætta að reykja, en átt­aði sig í leið­inni á því að hvat­arnir þyrftu að vera nægi­lega sterkir og hegð­un­ar­þrösk­uld­arnir vel skil­greind­ir. Hann setti sér þá reglu að reykja ekki nema ein­göngu eftir kvöld­mál­tíð hvers dags – en komst að því að það gagn­að­ist lítið þegar hann stóð sig að því að háma í sig sam­lokur um miðjan dag og kalla það kvöld­mat!

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Atli og Elías
Kjarninn 8. júlí 2020
Skjöl sem komu til þinglýsingar í gær hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu ættu að vera tilbúin 28. júlí næstkomandi.
Þriggja vikna bið eftir þinglýsingu
Mikil ásókn í endurfjármögnun og ný íbúðalán hjá bönkunum hefur skapað tímabundið álag. Afgreiðslutími lánanna litast af því en einnig getur þinglýsing tekið nokkrar vikur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None