Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Í betra form með Tómasi Schelling

hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Árið 1960, þegar kjarnorkuváin var sem áþreifan­legust og almenningur um veröld alla óttaðist að kjarnorkuveldin í vestri og austri myndu tortíma sjálfum sér og hálfri heimsbyggðinni með, gaf hagfræðingurinn og Nóbelsverðlaunahafinn Tómas Schelling út bók til þess að skýra hvers vegna það væri afar ólíklegt að nokkuð slíkt gerðist. Bókin hét The Strategy of Conflict og er afrek á sviði leikjafræði, en í bókinni fjallar Schelling af miklu næmi um hvernig deiluaðilar haga samskiptum sínum. Eins og nærri má geta gaf bókin ómetanlega innsýn í þá dýnamík sem leiðir af sér ógnarjafnvægi á borð við kalda stríðið.

Það var einkum samspil tveggja þátta sem var Schelling hugleikið, en hann beindi sjónum sínum að því hvernig skuldbinding getur skapað fælingarmátt. Þetta krefst ef til vill nánari útskýringar.

Schelling taldi að hafa mætti áhrif á gang hvers konar deilu með hótunum, en með því að hóta mótaðilanum einhvers konar viðbrögðum ef hann hegðaði sér með ákveðnum hætti mætti draga úr líkunum á hegðuninni umræddu. Hótanir gætu m.ö.o. haft fælingarmátt, en aðeins ef þær væru trúverðugar – ef mótaðilinn óttaðist raunverulega að þeim yrði fylgt eftir. En hvernig er hægt að gera hótun trúverðuga, sérstaklega þegar deilan verður ekki endurtekin eins og raunin er um kjarnorkustyrjaldir?

Auglýsing

Hér kemur að hlutverki skuldbindingarinnar. Með því að binda hendur sínar fyrir fram geta deiluaðilarnir gert hótanir sínar trúverðugri, og þar með aukið fælingarmátt þeirra. Þótt Schelling hafi fyrstur sett þessa hugmynd fram formlega eru mýmörg dæmi um hana í mannkynssögunni. Máltækið að brenna allar brýr að baki sér er t.d. sótt í þá iðju herja að loka öllum flóttaleiðum á leið til orrustu og útiloka þar með að hermenn hörfi frá átökum – þannig skuldbindur herinn sig til þess að berjast til síðasta manns, sem gerir áhlaup hans mun trúverðugra. Landvinningamaðurinn Hernán Cortés var t.a.m. nokkrum öldum á undan Schelling þegar hann sökkti flota sínum úti fyrir ströndum Mexíkó til þess að útiloka liðhlaup úr herferð sinni gegn Astekum.

Leiðin til að gæta þess að annar deiluaðilinn geri ekki á hlut hins er hins vegar sú sama og í tilviki stórþjóðanna; nefnilega að beita skuldbindingu til þess að skapa fælingarmátt.

Svipað var uppi á teningnum í Kalda stríðinu, en dæmi um slíkt er kjarnorkuáætlun Sovétmanna sem gekk undir nafninu Dauða höndin. Áætluninni var ætlað að þjóna hlutverki sjálfvirkrar gagnárásar; ef nemar í Sovétríkjunum greindu merki um kjarnorkuárás yrði kjarnorkusprengjum sjálfkrafa skotið á Bandaríkin, burtséð frá því hvort lykilmenn í valdastrúktúr Sovétríkjanna væru yfirhöfuð enn á lífi eða ekki. Að mati Schellings var þannig svarið við gátunni um það af hverju hvorki Bandaríkin né Sovétríkin gerðu árás að fyrra bragði það að bæði ríki hefðu búið svo um hnútana að hótunin um gagnárás væri fyllilega trúverðug. Hvorugt ríkið gat grandað hinu nema vera um leið öruggt um að það grandaði sjálfu sér um leið.

Gott og vel. En hvernig tengist Kalda stríðið yfirskrift pistilsins um betra form?

Schelling fór með þessa greiningu sína skrefinu lengra, en hann taldi að viðleitni mannsins til að losa sig við lesti, hvort sem það væru reykingar eða óhollusta, væri ekki alls ósvipuð átökum stórþjóða, nema hvað hinar stríðandi fylkingar væru innra með okkur. Þar ættust við tvö sjálf sem byggju með okkur öllum og væru við stjórnvölinn sitt á hvað; það í nú-inu, sem vill helst af öllu taka upp betri lifnaðarhætti (það er sjálfið sem strengir áramótaheitið), og það í framtíðinni, sem er líklegt til þess að falla í freistni (það er sjálfið sem byrjar að reykja aftur á þrettándanum og hættir að mæta í ræktina í febrúar).

Leiðin til að gæta þess að annar deiluaðilinn geri ekki á hlut hins er hins vegar sú sama og í tilviki stórþjóðanna; nefnilega að beita skuldbindingu til þess að skapa fælingarmátt. Þannig getur ábyrga nú-sjálfið bundið hendur kvikula framtíðarsjálfsins og tekið af því völdin svo það falli ekki í freistni.

Í sinni einföldustu mynd getur það þýtt að reykingamaður í bata forðast bari eða aðra staði sem gætu freistað hans að byrja aftur að reykja, eða hendir öllum sígarettu­pökkum í húsinu. Þannig tekur nú-sjálfið ákvörðun sem dregur úr líkunum á því að framtíðarsjálfið falli.

Svona skuldbindingarmekanismar geta þó einnig tekið á sig flóknari mynd. Einhver sem ætlar sér að vera duglegri að mæta í ræktina gæti fyllt út tékka til stjórnmálasamtaka sem hann þolir ekki, og beðið einhvern nákominn sér að póstleggja hann ef hann stendur ekki við heitið. Nemandi sem þarf að læra fyrir próf um helgi gæti sent sér húslyklana sína í pósti á föstudegi, svo hann kæmist ekki út fyrir hússins dyr á skrall fyrr en lyklarnir skiluðu sér aftur á mánudegi. Sum ríki Bandaríkjanna gera spilafíklum kleift að setja sig sjálfviljugir á bannlista hjá spilavítum, sem meina þeim aðgöngu framvegis. Ódysseifur lét skipverja sína binda sig við skipsmastur svo hann heillaðist ekki af sírenunum. Og svona mætti áfram telja mismunandi leiðir sem gera skynsama sjálfinu kleift að binda hendur kvikula sjálfsins á meðan það er við stjórnvölinn.

Schelling taldi að úrræði af þessum toga gætu gagnast mörgum vel við að ná tökum á löstum sínum og taka upp heilbrigðari lifnaðarhætti. Sjálfur nýtti hann skuldbindingarmekanisma af þessum toga til þess að hætta að reykja, en áttaði sig í leiðinni á því að hvatarnir þyrftu að vera nægilega sterkir og hegðunarþröskuldarnir vel skilgreindir. Hann setti sér þá reglu að reykja ekki nema eingöngu eftir kvöldmáltíð hvers dags – en komst að því að það gagnaðist lítið þegar hann stóð sig að því að háma í sig samlokur um miðjan dag og kalla það kvöldmat!

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None