Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Við vorum nokkrir íslenskir rit­höf­undar á PEN-­sam­kundu í fyrra sem hlust­uðum á kollega okkar frá Ung­verja­landi tala um hvernig alræð­is­öfl hefðu náð tökum á lýð­ræð­inu þar í landi svo það stæði varla undir nafni leng­ur.

Ég man að mað­ur­inn sagði meðal ann­ars að lýð­ræðið hefði verið veikt á lúmskan hátt eins og til dæmis með laga­breyt­ingum sem gerðu aðr­ar, ívið verri, laga­breyt­ingar mögu­legar og þannig koll af kolli.

En hann sagði líka að ein aðferð ráða­manna væri að láta gagn­rýni sem vind um eyru þjóta, í stað þess að svara henni mál­efna­lega, hvað þá taka hana til íhug­un­ar. Þeir láta sem gagn­rýn­is­radd­irnar séu létt­væg­ar, í besta falli hlægi­legt hjal í leið­inda­púk­um. Ef ég skildi hann rétt þá geta blaða­menn, gagn­rýnir þjóð­fé­lags­rýn­ar, upp­lýstir mennta­menn, rit­höf­undar og lista­menn viðrað skoð­anir sínar í mót­mæla­skyni við aðfarir stjórn­valda en það skiptir engu máli því eng­inn hlustar á þá. Mál­flutn­ingur þeirra er afgreiddur sem leið­inda svarta­galls­raus sem eng­inn tekur mark á.

Auglýsing

Stjórn­mála­menn­irnir þar eru kannski á svip­uðum skóm og bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyjum sem virð­ist kunna að meta húmor um meint leið­inda rex í ímynd­uðum hópi sem hann kallar góða fólk­ið.

Vinir á Face­bookMér varð hugsað til þess­arar sam­kundu um dag­inn þegar ég rakst á Face­book-­færslu hjá Sig­ríði Hall­gríms­dótt­ur, aðstoð­ar­manni núver­andi mennta­mála­ráð­herra. Hún skildi ekk­ert í því að pistla­höf­undar á Kjarn­anum væru að bölsótt­ast yfir slæmu ástandi á Íslandi því hún vissi ekki betur en að það væri ynd­is­legt að búa á Íslandi. Nú man ég ekki nákvæm­lega hvernig hún orð­aði færsl­una en inni­haldið var eitt­hvað á þessa leið, gott ef hún vor­kenndi okkur ekki fyrir að sjá heim­inn í svona svörtu ljósi.

Fyrst í stað ætl­aði ég bara að leiða færsl­una hjá mér. Eins hall­æris­legt og það hljómar þá lang­aði mig ekki að þræta opin­ber­lega við Sig­ríði því ég þekki hana lít­il­lega og kann vel við hana. En í kunn­ings­skapnum liggur einmitt hund­ur­inn graf­inn. Á Íslandi mengar vina­væð­ingin bæði sam­fé­lags­um­ræð­una og stjórn­mál­in. Innst inni trúum við ekki að sam­tíð­ar­fólk sem við hittum í jóla­boð­um, brúð­kaupum og Krón­unni trúi á gildi sem er búið að marg­sanna að hafi eyði­leggj­andi áhrif á sam­fé­lög.

Ynd­is­lega ÍslandVið trúum því ekki að glað­legir kunn­ingjar styðji aðgerðir sem geta rænt börnin okkar mögu­leik­anum á að erfa gott sam­fé­lag.

Til dæmis með því að styðja óaft­ur­kræf nátt­úru­spjöll, varpa skuldum okkar yfir á næstu kyn­slóð­ir, styrkja eign­ar­hald á auð­lindum að því er virð­ist í anda rúss­neskra póli­tíku­sa, loka á nauð­syn­legar gáttir í alþjóða­sam­starfi, mis­nota fjöl­miðla í hags­muna­skyni, skera niður sjóði sem standa undir bóka­út­gáfu og skatt­leggja hana enn frekar, leggja niður ráðu­neyti eftir henti­semi eða breyta þeim í skugga­ráðu­neyti, lækka náms­lán þeirra sem læra erlend­is, flytja inn vél­byssur á laun, hækka mat­ar­skatt á staur­blankan almenn­ing og horfa upp á heil­brigð­is­þjón­ust­una grotna niður en afneita því að flokk­arnir sem þeir trúa á eins og guð sinn hafi átt stóran þátt í Hrun­inu sem gerði það að verkum að inn­viðir íslensks sam­fé­lags standa varla undir því – fram að því var nú aldeilis talað um bullu­kolla og leið­inda­púka þegar ein­hver fetti fingur út í eitt­hvað.

Innst inni trúum við ekki að sam­tíð­ar­fólk sem við hittum í jóla­boð­um, brúð­kaupum og Krón­unni trúi á gildi sem er búið að marg­sanna að hafi eyði­leggj­andi áhrif á samfélög.

Svo ekki sé minnst á fíl­inn í stof­unni: ráð­herr­ann sem virð­ist hafa logið að þing­inu og reyndi að hafa áhrif á rann­sókn lög­reglu á eigin störf­um, auk þess að skipta sér af frétta­flutn­ingi af mál­inu (meðan ráð­herra í Þýska­landi þurfti að segja af sér fyrir að hafa hringt einu sinni í dag­blað til að mót­mæla frétta­flutn­ing­i). Í raun­inni er í hæsta máta furðu­legt að eng­inn í stjórn­ar­lið­inu sjái neitt athuga­vert við verk­ferlið í þeirri fárán­legu fram­vindu.

Hvað með Rík­is­út­varp­ið?Og hvað er með Rík­is­út­varp­ið? Marg­tóna rödd allra lands­manna sem þarf að fá að njóta sín af ótelj­andi ástæð­um. Á bara að fjársvelta það, búta niður í ekk­ert, gagn­rýna í hvert skipti sem eitt­hvað heyr­ist í ein­hverjum þætt­inum sem ein­hverjum stjórn­mála­manni þókn­ast ekki (þá bæði opin­ber­lega og bak við tjöld­in), nota hluta útvarps­gjalds­ins í allt annað en útvarps­rektstur­inn og krefj­ast þess samt að RUV komi út á sléttu? Og ef ekki, þá bara hóta því!

Ég hélt að það væri ekki hug­mynd mennta­mála­ráð­herra sem hefur oft gefið sig út fyrir að vilja RUV vel en hann er þá eig­in­lega til­neyddur til að hafa betri stjórn á lið­inu í kringum sig, bæði í flokki sínum og hinum rík­is­stjórn­ar­flokk­in­um, hrein­lega til að fólk trúi hon­um. Nema það sé of mikið af leið­inda­púkum með svarta heims­mynd sem fái að tjá sig í útvarpi allra lands­manna á þessu ynd­is­lega landi og það sé slíkur þyrnir í augum valda­mik­illa aðila í þessum flokkum að það sé engin leið að hafa stjórn á þeim. Ég ætla bara rétt að vona að það sé ekki rétt sem ég hef heyrt að aðstoð­ar­menn ónefndra ráða­manna hafi hringt upp í rík­is­út­varp til að gera athuga­semdir við efn­is­tök því þá erum við öll komin út á nokkuð hálan ís.

Já, og meðan ég man. Hvað með Ices­a­ve-skuld­ina, hvar er það mál allt saman statt? Veit það ein­hver? Það skiptir kannski ekki máli. Kannski snýst þetta bara um að þröngva eins mik­illi hags­muna­gæslu í gegnum kerfið og fram­ast er unnt á einu kjör­tíma­bili.

Svona er ynd­is­lega Ísland. Auð­vitað er það ynd­is­legt fyrir suma. Annað væri skrýt­ið.

Öllum er samaEf fólk bendir á að íslenskt sam­fé­lag sé ekki bara ynd­is­legt heldur líka að ýmsu leyti gallað fær það í besta falli að heyra að því sé vor­kunn. Ef það er á annað borð hlustað á það.

Íslensk vin­kona mín, sem hefur búið megnið af ævinni erlendis en fylgist með öllu á Íslandi, sagði við mig um dag­inn: Það skiptir engu máli hvað þú eða aðrir heima skrifa. Þið fáið ein­hver læk frá þeim sem eru hvort sem er sam­mála ykkur og það er alltaf sami hóp­ur­inn. Hinum er hunda­skíts­sama og þeir halda bara áfram að gera það sem þeim hent­ar. Það hlustar eng­inn.

Innst inni veit ég að hún hefur rétt fyrir sér. Ég man að á meðan rit­höf­und­ur­inn frá Ung­verja­landi tal­aði fóru flisskippir um áheyr­end­ur, honum til tölu­verðrar undr­un­ar. Hann bjóst ekki við að við færum að hlæja að hon­um. En við hlógum ekki að hon­um. Við hlógum að okkur sjálfum því margt sem hann sagði var óþægi­lega kunn­ug­legt.

Ísland er gott land, svo gjöf­ult land að við þessir fáu íbúar verðum að gæta þess að sam­fé­lagið fái að blómstra. Það er ein­ungis hægt með því að virða upp­lýs­inga­skyldu, opna umræðu og gagn­rýna fjöl­miðlun á sama hátt og gert er í þró­uðum lýð­ræð­is­löndum á borð við Norð­ur­löndin og Þýska­land sem við miðum okkur stundum við. Öfl­ugt rík­is­út­varp getur hjálpað heil­mikið til í þeim efn­um, eðli máls­ins sam­kvæmt. Það er vett­vangur þjóð­ar­innar til að ræða mál­in, skilja ólík sjón­ar­mið og setja hlut­ina í víð­ara sam­heng­i. En ef einn valda­mesti hópur sam­fé­lags­ins hlustar aldrei á aðra hópa þess heldur reynir að þagga niður í þeim getur hæg­lega orðið önnur bús­á­hald­ar­bylt­ing. Og í það sinn stígur kannski ein­hver mót­mæl­and­inn svo nálægt Alþing­is­hús­inu að vél­byssuginið gapir framan í hann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None