Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Við vorum nokkrir íslenskir rit­höf­undar á PEN-­sam­kundu í fyrra sem hlust­uðum á kollega okkar frá Ung­verja­landi tala um hvernig alræð­is­öfl hefðu náð tökum á lýð­ræð­inu þar í landi svo það stæði varla undir nafni leng­ur.

Ég man að mað­ur­inn sagði meðal ann­ars að lýð­ræðið hefði verið veikt á lúmskan hátt eins og til dæmis með laga­breyt­ingum sem gerðu aðr­ar, ívið verri, laga­breyt­ingar mögu­legar og þannig koll af kolli.

En hann sagði líka að ein aðferð ráða­manna væri að láta gagn­rýni sem vind um eyru þjóta, í stað þess að svara henni mál­efna­lega, hvað þá taka hana til íhug­un­ar. Þeir láta sem gagn­rýn­is­radd­irnar séu létt­væg­ar, í besta falli hlægi­legt hjal í leið­inda­púk­um. Ef ég skildi hann rétt þá geta blaða­menn, gagn­rýnir þjóð­fé­lags­rýn­ar, upp­lýstir mennta­menn, rit­höf­undar og lista­menn viðrað skoð­anir sínar í mót­mæla­skyni við aðfarir stjórn­valda en það skiptir engu máli því eng­inn hlustar á þá. Mál­flutn­ingur þeirra er afgreiddur sem leið­inda svarta­galls­raus sem eng­inn tekur mark á.

Auglýsing

Stjórn­mála­menn­irnir þar eru kannski á svip­uðum skóm og bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyjum sem virð­ist kunna að meta húmor um meint leið­inda rex í ímynd­uðum hópi sem hann kallar góða fólk­ið.

Vinir á Face­bookMér varð hugsað til þess­arar sam­kundu um dag­inn þegar ég rakst á Face­book-­færslu hjá Sig­ríði Hall­gríms­dótt­ur, aðstoð­ar­manni núver­andi mennta­mála­ráð­herra. Hún skildi ekk­ert í því að pistla­höf­undar á Kjarn­anum væru að bölsótt­ast yfir slæmu ástandi á Íslandi því hún vissi ekki betur en að það væri ynd­is­legt að búa á Íslandi. Nú man ég ekki nákvæm­lega hvernig hún orð­aði færsl­una en inni­haldið var eitt­hvað á þessa leið, gott ef hún vor­kenndi okkur ekki fyrir að sjá heim­inn í svona svörtu ljósi.

Fyrst í stað ætl­aði ég bara að leiða færsl­una hjá mér. Eins hall­æris­legt og það hljómar þá lang­aði mig ekki að þræta opin­ber­lega við Sig­ríði því ég þekki hana lít­il­lega og kann vel við hana. En í kunn­ings­skapnum liggur einmitt hund­ur­inn graf­inn. Á Íslandi mengar vina­væð­ingin bæði sam­fé­lags­um­ræð­una og stjórn­mál­in. Innst inni trúum við ekki að sam­tíð­ar­fólk sem við hittum í jóla­boð­um, brúð­kaupum og Krón­unni trúi á gildi sem er búið að marg­sanna að hafi eyði­leggj­andi áhrif á sam­fé­lög.

Ynd­is­lega ÍslandVið trúum því ekki að glað­legir kunn­ingjar styðji aðgerðir sem geta rænt börnin okkar mögu­leik­anum á að erfa gott sam­fé­lag.

Til dæmis með því að styðja óaft­ur­kræf nátt­úru­spjöll, varpa skuldum okkar yfir á næstu kyn­slóð­ir, styrkja eign­ar­hald á auð­lindum að því er virð­ist í anda rúss­neskra póli­tíku­sa, loka á nauð­syn­legar gáttir í alþjóða­sam­starfi, mis­nota fjöl­miðla í hags­muna­skyni, skera niður sjóði sem standa undir bóka­út­gáfu og skatt­leggja hana enn frekar, leggja niður ráðu­neyti eftir henti­semi eða breyta þeim í skugga­ráðu­neyti, lækka náms­lán þeirra sem læra erlend­is, flytja inn vél­byssur á laun, hækka mat­ar­skatt á staur­blankan almenn­ing og horfa upp á heil­brigð­is­þjón­ust­una grotna niður en afneita því að flokk­arnir sem þeir trúa á eins og guð sinn hafi átt stóran þátt í Hrun­inu sem gerði það að verkum að inn­viðir íslensks sam­fé­lags standa varla undir því – fram að því var nú aldeilis talað um bullu­kolla og leið­inda­púka þegar ein­hver fetti fingur út í eitt­hvað.

Innst inni trúum við ekki að sam­tíð­ar­fólk sem við hittum í jóla­boð­um, brúð­kaupum og Krón­unni trúi á gildi sem er búið að marg­sanna að hafi eyði­leggj­andi áhrif á samfélög.

Svo ekki sé minnst á fíl­inn í stof­unni: ráð­herr­ann sem virð­ist hafa logið að þing­inu og reyndi að hafa áhrif á rann­sókn lög­reglu á eigin störf­um, auk þess að skipta sér af frétta­flutn­ingi af mál­inu (meðan ráð­herra í Þýska­landi þurfti að segja af sér fyrir að hafa hringt einu sinni í dag­blað til að mót­mæla frétta­flutn­ing­i). Í raun­inni er í hæsta máta furðu­legt að eng­inn í stjórn­ar­lið­inu sjái neitt athuga­vert við verk­ferlið í þeirri fárán­legu fram­vindu.

Hvað með Rík­is­út­varp­ið?Og hvað er með Rík­is­út­varp­ið? Marg­tóna rödd allra lands­manna sem þarf að fá að njóta sín af ótelj­andi ástæð­um. Á bara að fjársvelta það, búta niður í ekk­ert, gagn­rýna í hvert skipti sem eitt­hvað heyr­ist í ein­hverjum þætt­inum sem ein­hverjum stjórn­mála­manni þókn­ast ekki (þá bæði opin­ber­lega og bak við tjöld­in), nota hluta útvarps­gjalds­ins í allt annað en útvarps­rektstur­inn og krefj­ast þess samt að RUV komi út á sléttu? Og ef ekki, þá bara hóta því!

Ég hélt að það væri ekki hug­mynd mennta­mála­ráð­herra sem hefur oft gefið sig út fyrir að vilja RUV vel en hann er þá eig­in­lega til­neyddur til að hafa betri stjórn á lið­inu í kringum sig, bæði í flokki sínum og hinum rík­is­stjórn­ar­flokk­in­um, hrein­lega til að fólk trúi hon­um. Nema það sé of mikið af leið­inda­púkum með svarta heims­mynd sem fái að tjá sig í útvarpi allra lands­manna á þessu ynd­is­lega landi og það sé slíkur þyrnir í augum valda­mik­illa aðila í þessum flokkum að það sé engin leið að hafa stjórn á þeim. Ég ætla bara rétt að vona að það sé ekki rétt sem ég hef heyrt að aðstoð­ar­menn ónefndra ráða­manna hafi hringt upp í rík­is­út­varp til að gera athuga­semdir við efn­is­tök því þá erum við öll komin út á nokkuð hálan ís.

Já, og meðan ég man. Hvað með Ices­a­ve-skuld­ina, hvar er það mál allt saman statt? Veit það ein­hver? Það skiptir kannski ekki máli. Kannski snýst þetta bara um að þröngva eins mik­illi hags­muna­gæslu í gegnum kerfið og fram­ast er unnt á einu kjör­tíma­bili.

Svona er ynd­is­lega Ísland. Auð­vitað er það ynd­is­legt fyrir suma. Annað væri skrýt­ið.

Öllum er samaEf fólk bendir á að íslenskt sam­fé­lag sé ekki bara ynd­is­legt heldur líka að ýmsu leyti gallað fær það í besta falli að heyra að því sé vor­kunn. Ef það er á annað borð hlustað á það.

Íslensk vin­kona mín, sem hefur búið megnið af ævinni erlendis en fylgist með öllu á Íslandi, sagði við mig um dag­inn: Það skiptir engu máli hvað þú eða aðrir heima skrifa. Þið fáið ein­hver læk frá þeim sem eru hvort sem er sam­mála ykkur og það er alltaf sami hóp­ur­inn. Hinum er hunda­skíts­sama og þeir halda bara áfram að gera það sem þeim hent­ar. Það hlustar eng­inn.

Innst inni veit ég að hún hefur rétt fyrir sér. Ég man að á meðan rit­höf­und­ur­inn frá Ung­verja­landi tal­aði fóru flisskippir um áheyr­end­ur, honum til tölu­verðrar undr­un­ar. Hann bjóst ekki við að við færum að hlæja að hon­um. En við hlógum ekki að hon­um. Við hlógum að okkur sjálfum því margt sem hann sagði var óþægi­lega kunn­ug­legt.

Ísland er gott land, svo gjöf­ult land að við þessir fáu íbúar verðum að gæta þess að sam­fé­lagið fái að blómstra. Það er ein­ungis hægt með því að virða upp­lýs­inga­skyldu, opna umræðu og gagn­rýna fjöl­miðlun á sama hátt og gert er í þró­uðum lýð­ræð­is­löndum á borð við Norð­ur­löndin og Þýska­land sem við miðum okkur stundum við. Öfl­ugt rík­is­út­varp getur hjálpað heil­mikið til í þeim efn­um, eðli máls­ins sam­kvæmt. Það er vett­vangur þjóð­ar­innar til að ræða mál­in, skilja ólík sjón­ar­mið og setja hlut­ina í víð­ara sam­heng­i. En ef einn valda­mesti hópur sam­fé­lags­ins hlustar aldrei á aðra hópa þess heldur reynir að þagga niður í þeim getur hæg­lega orðið önnur bús­á­hald­ar­bylt­ing. Og í það sinn stígur kannski ein­hver mót­mæl­and­inn svo nálægt Alþing­is­hús­inu að vél­byssuginið gapir framan í hann.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þeim þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiPistlar
None