Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Við vorum nokkrir íslenskir rit­höf­undar á PEN-­sam­kundu í fyrra sem hlust­uðum á kollega okkar frá Ung­verja­landi tala um hvernig alræð­is­öfl hefðu náð tökum á lýð­ræð­inu þar í landi svo það stæði varla undir nafni leng­ur.

Ég man að mað­ur­inn sagði meðal ann­ars að lýð­ræðið hefði verið veikt á lúmskan hátt eins og til dæmis með laga­breyt­ingum sem gerðu aðr­ar, ívið verri, laga­breyt­ingar mögu­legar og þannig koll af kolli.

En hann sagði líka að ein aðferð ráða­manna væri að láta gagn­rýni sem vind um eyru þjóta, í stað þess að svara henni mál­efna­lega, hvað þá taka hana til íhug­un­ar. Þeir láta sem gagn­rýn­is­radd­irnar séu létt­væg­ar, í besta falli hlægi­legt hjal í leið­inda­púk­um. Ef ég skildi hann rétt þá geta blaða­menn, gagn­rýnir þjóð­fé­lags­rýn­ar, upp­lýstir mennta­menn, rit­höf­undar og lista­menn viðrað skoð­anir sínar í mót­mæla­skyni við aðfarir stjórn­valda en það skiptir engu máli því eng­inn hlustar á þá. Mál­flutn­ingur þeirra er afgreiddur sem leið­inda svarta­galls­raus sem eng­inn tekur mark á.

Auglýsing

Stjórn­mála­menn­irnir þar eru kannski á svip­uðum skóm og bæj­ar­stjór­inn í Vest­manna­eyjum sem virð­ist kunna að meta húmor um meint leið­inda rex í ímynd­uðum hópi sem hann kallar góða fólk­ið.

Vinir á Face­bookMér varð hugsað til þess­arar sam­kundu um dag­inn þegar ég rakst á Face­book-­færslu hjá Sig­ríði Hall­gríms­dótt­ur, aðstoð­ar­manni núver­andi mennta­mála­ráð­herra. Hún skildi ekk­ert í því að pistla­höf­undar á Kjarn­anum væru að bölsótt­ast yfir slæmu ástandi á Íslandi því hún vissi ekki betur en að það væri ynd­is­legt að búa á Íslandi. Nú man ég ekki nákvæm­lega hvernig hún orð­aði færsl­una en inni­haldið var eitt­hvað á þessa leið, gott ef hún vor­kenndi okkur ekki fyrir að sjá heim­inn í svona svörtu ljósi.

Fyrst í stað ætl­aði ég bara að leiða færsl­una hjá mér. Eins hall­æris­legt og það hljómar þá lang­aði mig ekki að þræta opin­ber­lega við Sig­ríði því ég þekki hana lít­il­lega og kann vel við hana. En í kunn­ings­skapnum liggur einmitt hund­ur­inn graf­inn. Á Íslandi mengar vina­væð­ingin bæði sam­fé­lags­um­ræð­una og stjórn­mál­in. Innst inni trúum við ekki að sam­tíð­ar­fólk sem við hittum í jóla­boð­um, brúð­kaupum og Krón­unni trúi á gildi sem er búið að marg­sanna að hafi eyði­leggj­andi áhrif á sam­fé­lög.

Ynd­is­lega ÍslandVið trúum því ekki að glað­legir kunn­ingjar styðji aðgerðir sem geta rænt börnin okkar mögu­leik­anum á að erfa gott sam­fé­lag.

Til dæmis með því að styðja óaft­ur­kræf nátt­úru­spjöll, varpa skuldum okkar yfir á næstu kyn­slóð­ir, styrkja eign­ar­hald á auð­lindum að því er virð­ist í anda rúss­neskra póli­tíku­sa, loka á nauð­syn­legar gáttir í alþjóða­sam­starfi, mis­nota fjöl­miðla í hags­muna­skyni, skera niður sjóði sem standa undir bóka­út­gáfu og skatt­leggja hana enn frekar, leggja niður ráðu­neyti eftir henti­semi eða breyta þeim í skugga­ráðu­neyti, lækka náms­lán þeirra sem læra erlend­is, flytja inn vél­byssur á laun, hækka mat­ar­skatt á staur­blankan almenn­ing og horfa upp á heil­brigð­is­þjón­ust­una grotna niður en afneita því að flokk­arnir sem þeir trúa á eins og guð sinn hafi átt stóran þátt í Hrun­inu sem gerði það að verkum að inn­viðir íslensks sam­fé­lags standa varla undir því – fram að því var nú aldeilis talað um bullu­kolla og leið­inda­púka þegar ein­hver fetti fingur út í eitt­hvað.

Innst inni trúum við ekki að sam­tíð­ar­fólk sem við hittum í jóla­boð­um, brúð­kaupum og Krón­unni trúi á gildi sem er búið að marg­sanna að hafi eyði­leggj­andi áhrif á samfélög.

Svo ekki sé minnst á fíl­inn í stof­unni: ráð­herr­ann sem virð­ist hafa logið að þing­inu og reyndi að hafa áhrif á rann­sókn lög­reglu á eigin störf­um, auk þess að skipta sér af frétta­flutn­ingi af mál­inu (meðan ráð­herra í Þýska­landi þurfti að segja af sér fyrir að hafa hringt einu sinni í dag­blað til að mót­mæla frétta­flutn­ing­i). Í raun­inni er í hæsta máta furðu­legt að eng­inn í stjórn­ar­lið­inu sjái neitt athuga­vert við verk­ferlið í þeirri fárán­legu fram­vindu.

Hvað með Rík­is­út­varp­ið?Og hvað er með Rík­is­út­varp­ið? Marg­tóna rödd allra lands­manna sem þarf að fá að njóta sín af ótelj­andi ástæð­um. Á bara að fjársvelta það, búta niður í ekk­ert, gagn­rýna í hvert skipti sem eitt­hvað heyr­ist í ein­hverjum þætt­inum sem ein­hverjum stjórn­mála­manni þókn­ast ekki (þá bæði opin­ber­lega og bak við tjöld­in), nota hluta útvarps­gjalds­ins í allt annað en útvarps­rektstur­inn og krefj­ast þess samt að RUV komi út á sléttu? Og ef ekki, þá bara hóta því!

Ég hélt að það væri ekki hug­mynd mennta­mála­ráð­herra sem hefur oft gefið sig út fyrir að vilja RUV vel en hann er þá eig­in­lega til­neyddur til að hafa betri stjórn á lið­inu í kringum sig, bæði í flokki sínum og hinum rík­is­stjórn­ar­flokk­in­um, hrein­lega til að fólk trúi hon­um. Nema það sé of mikið af leið­inda­púkum með svarta heims­mynd sem fái að tjá sig í útvarpi allra lands­manna á þessu ynd­is­lega landi og það sé slíkur þyrnir í augum valda­mik­illa aðila í þessum flokkum að það sé engin leið að hafa stjórn á þeim. Ég ætla bara rétt að vona að það sé ekki rétt sem ég hef heyrt að aðstoð­ar­menn ónefndra ráða­manna hafi hringt upp í rík­is­út­varp til að gera athuga­semdir við efn­is­tök því þá erum við öll komin út á nokkuð hálan ís.

Já, og meðan ég man. Hvað með Ices­a­ve-skuld­ina, hvar er það mál allt saman statt? Veit það ein­hver? Það skiptir kannski ekki máli. Kannski snýst þetta bara um að þröngva eins mik­illi hags­muna­gæslu í gegnum kerfið og fram­ast er unnt á einu kjör­tíma­bili.

Svona er ynd­is­lega Ísland. Auð­vitað er það ynd­is­legt fyrir suma. Annað væri skrýt­ið.

Öllum er samaEf fólk bendir á að íslenskt sam­fé­lag sé ekki bara ynd­is­legt heldur líka að ýmsu leyti gallað fær það í besta falli að heyra að því sé vor­kunn. Ef það er á annað borð hlustað á það.

Íslensk vin­kona mín, sem hefur búið megnið af ævinni erlendis en fylgist með öllu á Íslandi, sagði við mig um dag­inn: Það skiptir engu máli hvað þú eða aðrir heima skrifa. Þið fáið ein­hver læk frá þeim sem eru hvort sem er sam­mála ykkur og það er alltaf sami hóp­ur­inn. Hinum er hunda­skíts­sama og þeir halda bara áfram að gera það sem þeim hent­ar. Það hlustar eng­inn.

Innst inni veit ég að hún hefur rétt fyrir sér. Ég man að á meðan rit­höf­und­ur­inn frá Ung­verja­landi tal­aði fóru flisskippir um áheyr­end­ur, honum til tölu­verðrar undr­un­ar. Hann bjóst ekki við að við færum að hlæja að hon­um. En við hlógum ekki að hon­um. Við hlógum að okkur sjálfum því margt sem hann sagði var óþægi­lega kunn­ug­legt.

Ísland er gott land, svo gjöf­ult land að við þessir fáu íbúar verðum að gæta þess að sam­fé­lagið fái að blómstra. Það er ein­ungis hægt með því að virða upp­lýs­inga­skyldu, opna umræðu og gagn­rýna fjöl­miðlun á sama hátt og gert er í þró­uðum lýð­ræð­is­löndum á borð við Norð­ur­löndin og Þýska­land sem við miðum okkur stundum við. Öfl­ugt rík­is­út­varp getur hjálpað heil­mikið til í þeim efn­um, eðli máls­ins sam­kvæmt. Það er vett­vangur þjóð­ar­innar til að ræða mál­in, skilja ólík sjón­ar­mið og setja hlut­ina í víð­ara sam­heng­i. En ef einn valda­mesti hópur sam­fé­lags­ins hlustar aldrei á aðra hópa þess heldur reynir að þagga niður í þeim getur hæg­lega orðið önnur bús­á­hald­ar­bylt­ing. Og í það sinn stígur kannski ein­hver mót­mæl­and­inn svo nálægt Alþing­is­hús­inu að vél­byssuginið gapir framan í hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flugfreyjur og flugþjónar fella nýjan kjarasamning
Félagsmenn Flugfreyjufélags Íslands hafa fellt nýjan kjarasamning milli félagsins og SA vegna Icelandair. Niðurstaðan var afgerandi. „Mikil vonbrigði,“ segir forstjóri flugfélagsins.
Kjarninn 8. júlí 2020
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None