Eigendur iPhone-snjallsíma frá Apple eru 40 prósent ríkari en eigendur snjallsíma sem hafa Android-stýrikerfið. Þetta kemur fram í rannsókn á appnotkun í Bandaríkjunum sem framkvæmd var af comScore og birtist á dögunum.
Aftur á móti eru mun fleiri með Android-síma en iPhone. Munar þar á 16,4 milljónum símum en vegna þess hversu margskiptur símamarkaðurinn er fyrir Android-stýrikerfið, þá er iPhone lang vinsælasta tækið. iPhone-eigendur virðast líka vera ánægðari með græjuna sína því á hverjum mánuði nota þeir snjalltækið sitt níu klukkutímum lengur að jafnaði en Android-notendur.
Yngra fólkið sækir heldur í Apple-snjalltæki en þeir sem eldri eru, 43 prósent iPhone-notenda eru á aldrinum 18 til 34 ára miðað við að sami aldurshópur skipar 39 prósent af Android-notendum. Þegar kemur að spjaldtölvunum þá eru 57 prósent iPad-eigenda undir 45 ára aldri, miðað við 53 prósent þeirra sem eiga Android-spjaldtölvu.
Notendur appa, brotið niður eftir aldri
[visualizer id="9644"]
Samfélagsmiðlar og leikir vinsælastir
Þegar kemur að notkun appa í snjalltækjum meðal fólks í Bandaríkjunum þá eru samfélagsmiðlarnir lang vinsælastir. Raunar dekka þeir fjórðung alls þess tíma sem fólk eyðir í snjalltækinu. Leikir og útvarpsöpp, auk samfélagsmiðla, fylla svo nærri helming alls tímans sem eytt er í tækjunum.
Þessar niðurstöður renna stoðum undir kenningar sérfræðinga um að snjalltæki séu mun frekar notuð til dægradvalar og samskipta en borðtölvur. Í smáforritabúðunum má finna svipaðar niðurstöður. Fólk virðist nota útvarp, kort og samskiptaforrit mun frekar á snjalltækjum. Á borðtölvum er fólk hneigðara að leitarforritum og fréttaveitum.
Vinsælustu öppin í Bandaríkjunum
[visualizer id="9635"]