Af hverju er iPhone 7 ekki með heyrnatólatengi?

airpods
Auglýsing

Stærsta fréttin af Apple við­burð­inum í fyrra­dag var óneit­an­lega skortur á 3,5mm heyrnatóla­teng­inu á iPhone 7. Þetta er sann­ar­lega mjög umdeilt en er alls ekki í fyrsta sinn sem Apple fjar­lægir tækni sem fæstir höfðu talið úrelta. Þegar Apple gaf út fyrstu iMac tölv­una árið 1997 þá var til dæmis mjög umdeilt að á henni voru aðeins USB tengi í stað hefð­bund­inna Ser­ial tengja. USB tengin voru til­tölu­lega ný og lítið af auka­hlutum í boði fyrir þau. Á þessum tíma var þetta áhættu­samt hjá Apple. Fyr­ir­tækið rambaði á barmi gjald­þrots og erfitt var að sjá vel­gengni USB stað­als­ins fyr­ir. iMac sló hins­vegar í gegn og sú vel­gengni hjálp­aði óneit­an­lega til við að gera USB að þeim staðli sem það er í dag.

Apple hefur verið mjög ötult í að hætta stuðn­ingi við ýmsa tækni sem þá virt­ist besti val­kost­ur­inn en, eftir á að hyggja, hefðu mátt deyja mun fyrr. Eitt skýrasta dæmið um þetta var ákvörð­unin að styðja ekki Flash marg­miðl­un­ar­staðal Adobe í fyrsta iPhone sím­anum (og öllum þar á eft­ir). Flash var þá með yfir­burð­ar­stöðu á mark­aði og engar aðrar raun­hæfar lausnir í sjón­máli. Margir spáðu iPhone ekki lang­lífi án Flash stuðn­ings. Margar til­raunir voru gerðar með Flash stuðn­ing á Android tækjum sem allar runnu út í sand­inn. Í dag er Flash nán­ast dautt og HTML5 hefur tekið við. Með því að neita að styðja Flash gat Apple, í krafti stærðar sinnar og stöðu, ýtt mark­að­unum í rétta átt. Jafn­vel þótt Apple hafi varla vitað hver sú átt yrði árið 2007.

Stundum er stefnan hins vegar mun skýr­ari. Apple bauð sein­ast upp á VGA tengi á far­tölvu í Power­book G3 árið 2001. Apple var þá ljóst að staf­ræn tengi voru fram­tíð­in. Þeir próf­uðu sig því áfram með DVI, Mini Dis­play Port og not­ast núna helst við Thund­er­bolt tengi og HDMI. Þrátt fyrir þetta þá lifir VGA tengið ennþá góðu lífi og bjóða flestir fram­leið­endur upp á tölvur með slíku tengi.

Auglýsing

Trúa á þráð­lausa fram­tíð

Í raun má skipta svona aðgerðum Apple í tvo hópa; Tækni sem er lögð niður til að nota nýjan staðal sem er betri (t.d. Mini Dis­play Port í stað DVI sem kom í stað VGA) og svo tækni sem ein­fald­lega er úrelt eða önnur inn­byggð virkni er betri fram­tíð­ar­kost­ur. Gott dæmi um það er þegar Mac­book Pro Ret­ina vélin los­aði sig við hefð­bundna LAN teng­ið.

En hvora af þessum leiðum er Apple að fara þegar kemur að 3,5mm teng­inu? Vilja þeir mögu­lega fá alla yfir á sinn lok­aða Lightn­ing stað­al? Margir virð­ast túlka þessa ákvörðun Apple þannig. Með því að þröngva not­endum yfir í Lightn­ing þá verða þeir mögu­lega trygg­ari (bundn­ari) fyr­ir­tæk­inu. Við­skipta­vinur sem á rán­dýr heyrn­ar­tól sem virka bara með iPhone er ólík­legri að versla aðra teg­und af sím­um. Einnig er beinn fjár­hags­legur ávinn­ingur fyrir Apple því fram­leið­endur sem nota Lightn­ing tengið þurfa að greiða Apple hlut­fall af hverju seldu tæki.

Apple svar­aði þessum pæl­ingum með afger­andi hætti í gær. Skila­boðin þar voru bæði ein­föld og skýr. Fyrstu orðin í kynn­ing­ar­mynd­inni fyrir þráð­lausu Air­Pods heyrnatólin voru;

„Við trúum á þráð­lausa fram­tíð, fram­tíð þar sem öll tækin þín tengj­ast áreynslu­laust sam­an“.

Apple ætlar sér nefni­lega ekki að fjar­lægja 3,5mm fyrir „nýtt og betra“ tengi eða til þess að þvinga not­endur yfir í sinn lok­aða stað­al. Apple lítur ein­fald­lega á 3,5mm tengið með sömu augum og þeir

sáu LAN teng­ið; úrelt tækni sem þráð­laus tækni leysir af hólmi. Rökin fyrir því að hætta að styðj­ast við LAN tengið á þeim tíma­punkti var ein­fald­lega sú að hinn val­kost­ur­inn, þráð­laust inter­net, var nógu gott fyrir flesta. Þrýs­ingur frá Mac­book not­endum hjálp­aði svo til við að fá betri net­beina á mark­að­inn. Að sama skapi er Light­ing tengi Apple eða USB Type-C ekki arf­taki 3,5mm teng­is­ins frekar en að USB sé arf­taki LAN teng­is­ins eða USB minnis­lyklar arf­taki disk­ettu­drifs­ins. Við ákveðnar aðstæður virkar bein­teng­ing klár­lega bet­ur. Fyrir þær aðstæður býður Apple upp á redd­ingu í formi breyti­stykk­is. En með því að taka í burtu heyrnatóla­tengið þá ætlar Apple sér að setja þá 70 milljón síma sem þeir selja árlega á þráð­lausa hluta vog­ar­skálar­inn­ar. Þannig munu tengja­lausir iPhone símar gefa Blu­etooth staðl­inum og fram­leið­endum Blu­etooth heyrnatóla það spark í rass­gatið sem þeim hefur sár­lega vant­að.

Tækni­leg leyn­isósa

Það skiptir Apple engu máli að Blu­etoothennþá ekki nógu góð. Og þetta ennþá er einmitt lyk­il­at­riðið hér því Blu­etooth tæknin er langt í frá því að vera nógu góð til að leysa hefð­bundna 3,5mm tengið full­kom­lega af hólmi við allar aðstæð­ur. Apple leysir mikið af þeim göllum með Air­Pods heyrnatól­unum sem einnig voru kynnt í gær, $159 heyrna­tól sem nota NFC ásamt tækni­legri leyn­isósu til þess að gera upp­lifun af Blu­etooth marg­falt betri. En Air­Pods eru engin töfra­lausn fyrir hinn hefð­bundna not­enda. Til þess eru þau allt of dýr. Það skiptir þó litlu máli því nóg er til af ágætis Blu­etooth heyrnatólum frá ótelj­andi fram­leið­end­um.  

Eins og áður not­ast Apple áfram við opinn staðal sem stendur öllum fram­leið­endum til boða. Heyrna­tól fram­leidd af Apple munu sann­ar­lega virka betur með iPhone en Android sím­um, ef þau styðja Android á annað borð, en sá sem verslar dýr og vönduð heyrna­tól þarf ekki að hafa áhyggjur af því að þau virki ekki með nýjum síma, óháð því hvaða stýri­kerfi hann keyrir á. Í litlum tækjum þar sem hver milli­meter af plássi er verð­mætur mun 3,5mm tengið ein­fald­lega hverfa á allra næstu árum. Það er lík­legt að þessar breyt­ingar verða bæði sárs­auka­fullar og óþol­andi. Eina sem er öruggt að við þurfum að finna pláss fyrir enn eitt hleðslu­tæk­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiGræjur
None