Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kaflabrot úr bók Inga Freys: Ráðinn í vinnu svo auðmaður gæti haldið við eiginkonuna

K.upumynd.fyrir_.Dodda_.png
Auglýsing

Á morg­un, föstu­dag, kemur út bókin Ham­skipt­in: þegar allt varð falt á Íslandi eftir Inga Frey Vil­hjálms­son, rit­stjórn­ar­full­trúa á DV. Í bók­inni rekur Ingi Freyr meðal ann­ars áhrif við­skipta­lífs­ins á hina ýmsu geira fyrir hrun og veltir fyrir sér hver ber ábyrgð á því að fór sem fór.

Hér að neðan er kafla­brot út upp­haf­skafla bók­ar­inn­ar. Það birt­ist nú í fyrsta sinn:

„Mér og minni fjöl­skyldu var fórnað á alt­ari græðg­i­svæð­ing­ar­innar þar sem ekk­ert var heil­agt, ekk­ert.“ Til­vitn­unin er í íslenskan karl­mann á fimm­tugs­aldri sem vill ekki koma fram undir nafni. Mað­ur­inn lenti í því árið 2003, meðan hann starf­aði í erlendri stór­borg sem iðn­að­ar­maður hjá íslensku útrás­ar­fyr­ir­tæki, að lands­þekktur auð­maður hélt við eig­in­konu hans á Íslandi. Auð­mað­ur­inn var stór hlut­hafi í fyr­ir­tæk­inu sem iðn­að­ar­mað­ur­inn starf­aði hjá í erlendu borg­inni. Iðn­að­ar­mað­ur­inn seg­ist vera viss um að hann hafi verið ráð­inn til íslenska fyr­ir­tæk­is­ins og sendur til erlendu borg­ar­innar gagn­gert til að auð­velda fram­hjá­haldið á Íslandi.

Auglýsing

almennt_10_04_2014

Hann starf­aði hjá fyr­ir­tæk­inu um sjö mán­aða skeið, frá því í apríl 2003 þar til í des­em­ber, en þá hafði hann áttað sig á sam­bandi kon­unnar við hlut­hafa fyr­ir­tæk­is­ins. Í kjöl­farið slitn­aði upp úr hjóna­bandi manns­ins og kon­unnar sem saman áttu eitt barn. Hann seg­ist telja það hafa verið „sam­an­tekin ráð“, hjá auð­mann­inum og íslenska fyr­ir­tæk­inu sem hann starf­aði hjá, að halda honum sem mest frá Íslandi og kom hann aðeins einu sinni til lands­ins á þessum sjö mán­uð­um. Vinnu­veit­andi hans sagði honum að mik­il­vægt væri að hann dveldi í borg­inni á meðan verkið sem hann vann að væri óklárað. „Þetta voru sam­an­tekin ráð, ekki bara hjá þeim, heldur líka hjá henni. […] Þriggja mán­aða verk­efni teygð­ist yfir í meira en sjö mán­uði. Við bara biðum á launum á meðan því verkið var stopp. Af hverju hékk ég þarna úti í sjö mán­uði? Þetta situr svo­lítið mér: Þú mátt ekki koma heim, við viljum bara hafa þig þarna úti og við borgum þér bara fyrir það. Ég skildi ekki af hverju ég mátti ekki koma heim.“

Mað­ur­inn var með góð laun — miklu hærri en hann hafði nokkru sinni verið með áður — fyrir vinnu sem ekki krafð­ist lang­skóla­náms. Á þessum tíma var mað­ur­inn ánægður með sinn hlut. Hann fékk að reyna íslenska góð­ærið í erlendri heims­borg, vera þátt­tak­andi í útrásinni með óbeinum hætti og hafði fullar hendur fjár. „Ég lifði eins og kóng­ur. Ég von­aði bara að þetta myndi engan endi taka. Eftir sjö mán­aða vinnu kom ég aftur heim til Íslands með tíu eða tólf millj­ónir í vas­an­um, þegar ég var búinn að borga allan kostnað og svona. Mér var borgað mjög ríf­lega.“

Til stóð að mað­ur­inn fengi annað verk­efni hjá íslenska fyr­ir­tæk­inu í erlendu borg­inni þegar þess­ari vinnu hans væri lok­ið. Í einu heim­sókn­inni til Íslands á þessu sjö mán­aða tíma­bili átt­aði hann sig hins vegar á sam­bandi eig­in­konu sinnar við auð­mann­inn og gekk á hana með það. Þetta var í nóv­em­ber 2003:

Ég var þarna í sex mán­uði, allt þar til ég fer heim til Íslands og sé sms frá honum þar sem hann tjáir kon­unni minni ást sína eftir að hún var búin að vera á fylliríi með vinnu­fé­lög­unum að hennar sögn. Hún hafði sofnað heima hjá okkur en svo pípir sím­inn hennar klukkan 3 eða 4 að nóttu til og ég sé þessi skila­boð frá hon­um. Þá átti ekk­ert að hafa verið að ger­ast en hún þurfti samt að hugsa sig um þegar ég vakti hana og gekk á hana með þetta. Svo kom bara skiln­aður eftir að ég hafði farið aftur út að vinna í mán­uð. Það stóð til að ég fengi annað verk­efni frá fyr­ir­tæk­inu þarna skömmu eftir þetta en þá var ég ekki lengur inni í mynd­inni. Svo var bara allt í einu köttað á allt, og þeir hættu meira að segja að heilsa mér. Af hverju ættu þeir ekki að halda áfram að tala við mig eftir að þetta gerð­ist? Ef þú hættir að heilsa ein­hverjum þá hefur þú eitt­hvað að fela, það er ein­hver skömm sem fylgir því. Þeir vissu upp á sig skömm­ina og þeir vissu að þeir hefðu verið óheið­ar­leg­ir. Þetta var alveg ofboðs­lega rot­ið. Hver myndi vilja gera ein­hverjum eitt­hvað svona?

 Brot úr bók­inni birt­ist líka í Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiKjarninn
None