Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
trimme_VEF.jpg
Auglýsing

Sjálfs­hjálp­ar­bæk­ur, átaks­nám­skeið, skyndikúrar og matar­æð­is­stefnur spretta upp eins og gorkúlur í hverri viku, en flestar eiga þær sam­eig­in­legt að setja snöru utan um háls­inn á þér í formi tölu­legra við­miða.

„Viltu missa 10 kg fyrir sum­ar­ið? Brenndu 1.000 kalor­íum á nýja æfinga­kerf­inu frá Hollí­vúdd. Búðu til splunku­nýja hegðun á aðeins örfáum dög­um. Misstu 1 kg á dag á nýja lág­kol­vetna háfitu, prótína kúrn­um.Hangtu á horrim­inni tvo daga í viku og tálg­aðu smjörið á ljós­hraða. Borð­aðu á tveggja tíma fresti, ann­ars visna vöðvarnir með óút­skýrðum mek­an­isma. Þú verður að borða sex mál­tíðir á dag, ann­ars deyja tíu kett­ling­ar. Misstu 5 kg á mán­uði á nýja díet­inu sem tröll­ríður öllu í Amer­íkunni. Ekki borða meira en 50 grömm af kol­vetnum á dag því þá spikastu eins og aligæs í foie gras-verk­smiðju. Þú verður að þyngja lóðin um 5% á tveggja vikna fresti til að verða mass­aður í drasl.“

almennt_10_04_2014

Auglýsing

Þetta er örstutt brot úr grein Röggu Nagla í nýjasta Kjarn­an­um. Lestu hann í heild sinni hér.

Meira úr sama flokkiKjarninn
None