Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kafteinn tunglskot vísar leiðina til framtíðar

google.datacenter.tech_.06.jpg
Auglýsing

Þegar hug­myndin að þess­ari grein kvikn­aði átti útgangs­punkt­ur­inn að vera að Goog­le-­fyr­ir­tækið ætl­aði sér að breyta heim­in­um. Auð­vitað leið ekki á löngu þar til ég átt­aði mig á því að Google hefur nú þegar umbylt ver­öld okkar flestra. Sögnin að gúgla er komin með óop­in­beran þegn­rétt í íslensku máli og vísar til þess að við getum hvar og hvenær sem er sótt okkur þekk­ingu og upp­lýs­ingar um næstum því hvað sem er. Það er ekk­ert smá­ræði þegar maður hugsar um að Google hefur aðeins verið til í tæp 16 ár.

Hvar byrj­aði þetta allt sam­an?Eins og flestir vita er kjarn­inn í Goog­le-veld­inu leit­ar­vél fyr­ir­tæk­is­ins, sem var upp­haf­lega sett upp sem rann­sókn­ar­verk­efni af tveimur dokt­or­snemum í Stan­for­d-há­skól­an­um, þeim Larry Page og Sergei Brin. Þeir stofn­uðu Google í sept­em­ber 1998 og var mark­miðið að skipu­leggja allar upp­lýs­ingar heims­ins og gera þær aðgengi­legri og gagn­legri. Slag­orð þeirra var „Don´t be evil“ en tölvuris­inn Goog­le, sem safnar miklum upp­lýs­ingum um not­endur sína, er að sjálf­sögðu ekki óum­deild­ur. Upp­haf­lega sner­ist allt um leit­ar­vél­ina en í gegnum tíð­ina hefur hlað­ist utan á vöru­fram­boð fyr­ir­tæk­is­ins með gríð­ar­lega hröðum og miklum vexti þess. Nú er mark­aðsvirði Google litlir 400 millj­arðar doll­ara og telst það vera næst­verð­mætasta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna en keppi­naut­ur­inn Apple vermir efsta sæt­ið. Þrátt fyrir mikið vöru­fram­boð kemur megnið af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins enn frá aug­lýs­ingum á net­inu sem eru birtar í gegnum aug­lýs­inga­­kerfið AdWords. Google vill því fjölga tekju­straumum sín­um.

almennt_24_04_2014

Hvað gerir þetta Google eig­in­lega?Meðal ann­arra mik­il­vægra lausna Google eru skrif­stofu­hug­bún­aður fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga (Google Drive og Google Apps), Youtu­be-víd­eó­vef­ur­inn, blogg­þjón­ustan Blog­ger, gagna- og vef­hýs­ing, Chrome-vafr­inn, Chrome-­stýri­kerfið fyrir far­tölv­ur, sam­fé­lags­netið Goog­le+, korta­­þjón­ustan Google Maps og Nex­us-­snjall­tæki. Android-­stýri­kerfi Google hefur gegnt lyk­il­hlut­verki í að gera snjall­síma að almenn­ings­eign um heim all­an. Talið er að snjall­síma­not­endur verði 1,75 millj­arðar á þessu ári og að lang­flestir þess­ara síma keyri á ýmsum útgáfum af Android-­stýri­kerf­inu. Tólf gagna­ver Google um heim allan eru bak­beinið í þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Google er sem sagt leið­andi í leit­ar­tækni og aug­lýs­ingum á net­inu og stendur í harðri sam­keppni við Apple á snjall­tækja­­mark­að­in­um. Google berst einnig við Microsoft á sviði skrif­stofu­hug­bún­aðar á net­inu og við Amazon í að veita skýja­þjón­ustu hvers kon­ar. Eins og rakið verður hér að neðan virð­ist Google vilja búa til val­kosti við snjall­síma eins og við þekkjum þá í dag, vera leið­andi í sam­göngu­tækni og róbótum og koma sterkt inn í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Kafteinn Tungl­skot vísar veg­innMið­punkt­ur­inn í þessu starfi er leyni­leg rann­sókn­ar­mið­stöð sem kall­ast Google X. Henni stýra þeir Sergei Brin og vís­inda­mað­ur­inn, rit­höf­und­ur­inn og frum­kvöð­ull­inn Astro Tell­er. Sá síð­ar­nefndi er með hinn lát­lausa starfs­titil „Captain of Moons­hots“, en hug­takið Moons­hots vísar einmitt til áhættu­samra og fram­úr­stefnu­legra lausna á vanda­málum sem Google vill takast á við. Um 250 manns með fjöl­breyttan bak­grunn starfa hjá rann­sókn­ar­stöð­inni.

Þetta er brot úr ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um Google. Lestu hana í heild sinni hér.

Auglýsing

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hæfur til að meta hæfni þar til annað kemur í ljós
Eiríkur Tómasson, formaður dómnefndar um hæfni dómara, telur sig hæfan samkvæmt stjórnsýslulögum til að meta hæfni umsækjenda um embætti við Landsrétt, en árið 2017 var hann umsagnaraðili eins þeirra sem nú sækist eftir embættinu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Frá Beirút, þar sem gríðarlega öflug sprenging olli manntjóni og gríðarlegum skemmdum síðdegis í gær.
Rauði krossinn hefur neyðarsöfnun fyrir Beirút
Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna sprenginganna sem urðu í Beirút höfuðborg Líbanons í gær. Forseti Íslands sendi forseta Líbanons samúðarkveðju sína og þjóðarinnar í dag.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Ásta Logadóttir, Jóhann Björn Jóhannsson, Kristinn Alexandersson og Ólafur Hjálmarsson
Ísland í dag – Nærri tveimur áratugum síðar
Kjarninn 5. ágúst 2020
Áhyggjur og kvíði „eðlilegar tilfinningar við óeðlilegar aðstæður“
Á upplýsingafundi almannavarna í dag fór Agnes Árnadóttir, fagstjóri sálfræðiþjónustu heilsugæslunnar, yfir það hvað fólk gæti gert til að takast á við kvíða. Sóttvarnalæknir sagði kúrfuna í þessari bylgju vera svipaða þeirri síðustu.
Kjarninn 5. ágúst 2020
190 þúsund símtæki með smitrakningarappið virkt
Á upplýsingafundi almannavarna biðlaði Alma D. Möller landlæknir til Íslendinga um að halda áfram að nota smitrakningarappið Rakning C-19.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Krefur yfirvöld um betri upplýsingar um faraldurinn á erlendum tungum
„Við erum ekki öll almannavarnir ef upplýsingarnar ná ekki til okkar allra,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir í bréfi til forsætisráðherra, þar sem þess er krafist að bætt verði úr upplýsingamiðlun um faraldurinn til aðfluttra íbúa á Íslandi.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
Kjarninn 5. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiGræjur
None