Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kafteinn tunglskot vísar leiðina til framtíðar

google.datacenter.tech_.06.jpg
Auglýsing

Þegar hug­myndin að þess­ari grein kvikn­aði átti útgangs­punkt­ur­inn að vera að Goog­le-­fyr­ir­tækið ætl­aði sér að breyta heim­in­um. Auð­vitað leið ekki á löngu þar til ég átt­aði mig á því að Google hefur nú þegar umbylt ver­öld okkar flestra. Sögnin að gúgla er komin með óop­in­beran þegn­rétt í íslensku máli og vísar til þess að við getum hvar og hvenær sem er sótt okkur þekk­ingu og upp­lýs­ingar um næstum því hvað sem er. Það er ekk­ert smá­ræði þegar maður hugsar um að Google hefur aðeins verið til í tæp 16 ár.

Hvar byrj­aði þetta allt sam­an?Eins og flestir vita er kjarn­inn í Goog­le-veld­inu leit­ar­vél fyr­ir­tæk­is­ins, sem var upp­haf­lega sett upp sem rann­sókn­ar­verk­efni af tveimur dokt­or­snemum í Stan­for­d-há­skól­an­um, þeim Larry Page og Sergei Brin. Þeir stofn­uðu Google í sept­em­ber 1998 og var mark­miðið að skipu­leggja allar upp­lýs­ingar heims­ins og gera þær aðgengi­legri og gagn­legri. Slag­orð þeirra var „Don´t be evil“ en tölvuris­inn Goog­le, sem safnar miklum upp­lýs­ingum um not­endur sína, er að sjálf­sögðu ekki óum­deild­ur. Upp­haf­lega sner­ist allt um leit­ar­vél­ina en í gegnum tíð­ina hefur hlað­ist utan á vöru­fram­boð fyr­ir­tæk­is­ins með gríð­ar­lega hröðum og miklum vexti þess. Nú er mark­aðsvirði Google litlir 400 millj­arðar doll­ara og telst það vera næst­verð­mætasta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna en keppi­naut­ur­inn Apple vermir efsta sæt­ið. Þrátt fyrir mikið vöru­fram­boð kemur megnið af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins enn frá aug­lýs­ingum á net­inu sem eru birtar í gegnum aug­lýs­inga­­kerfið AdWords. Google vill því fjölga tekju­straumum sín­um.

almennt_24_04_2014

Hvað gerir þetta Google eig­in­lega?Meðal ann­arra mik­il­vægra lausna Google eru skrif­stofu­hug­bún­aður fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga (Google Drive og Google Apps), Youtu­be-víd­eó­vef­ur­inn, blogg­þjón­ustan Blog­ger, gagna- og vef­hýs­ing, Chrome-vafr­inn, Chrome-­stýri­kerfið fyrir far­tölv­ur, sam­fé­lags­netið Goog­le+, korta­­þjón­ustan Google Maps og Nex­us-­snjall­tæki. Android-­stýri­kerfi Google hefur gegnt lyk­il­hlut­verki í að gera snjall­síma að almenn­ings­eign um heim all­an. Talið er að snjall­síma­not­endur verði 1,75 millj­arðar á þessu ári og að lang­flestir þess­ara síma keyri á ýmsum útgáfum af Android-­stýri­kerf­inu. Tólf gagna­ver Google um heim allan eru bak­beinið í þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Google er sem sagt leið­andi í leit­ar­tækni og aug­lýs­ingum á net­inu og stendur í harðri sam­keppni við Apple á snjall­tækja­­mark­að­in­um. Google berst einnig við Microsoft á sviði skrif­stofu­hug­bún­aðar á net­inu og við Amazon í að veita skýja­þjón­ustu hvers kon­ar. Eins og rakið verður hér að neðan virð­ist Google vilja búa til val­kosti við snjall­síma eins og við þekkjum þá í dag, vera leið­andi í sam­göngu­tækni og róbótum og koma sterkt inn í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Kafteinn Tungl­skot vísar veg­innMið­punkt­ur­inn í þessu starfi er leyni­leg rann­sókn­ar­mið­stöð sem kall­ast Google X. Henni stýra þeir Sergei Brin og vís­inda­mað­ur­inn, rit­höf­und­ur­inn og frum­kvöð­ull­inn Astro Tell­er. Sá síð­ar­nefndi er með hinn lát­lausa starfs­titil „Captain of Moons­hots“, en hug­takið Moons­hots vísar einmitt til áhættu­samra og fram­úr­stefnu­legra lausna á vanda­málum sem Google vill takast á við. Um 250 manns með fjöl­breyttan bak­grunn starfa hjá rann­sókn­ar­stöð­inni.

Þetta er brot úr ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um Google. Lestu hana í heild sinni hér.

Auglýsing

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiGræjur
None