Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kafteinn tunglskot vísar leiðina til framtíðar

google.datacenter.tech_.06.jpg
Auglýsing

Þegar hug­myndin að þess­ari grein kvikn­aði átti útgangs­punkt­ur­inn að vera að Goog­le-­fyr­ir­tækið ætl­aði sér að breyta heim­in­um. Auð­vitað leið ekki á löngu þar til ég átt­aði mig á því að Google hefur nú þegar umbylt ver­öld okkar flestra. Sögnin að gúgla er komin með óop­in­beran þegn­rétt í íslensku máli og vísar til þess að við getum hvar og hvenær sem er sótt okkur þekk­ingu og upp­lýs­ingar um næstum því hvað sem er. Það er ekk­ert smá­ræði þegar maður hugsar um að Google hefur aðeins verið til í tæp 16 ár.

Hvar byrj­aði þetta allt sam­an?Eins og flestir vita er kjarn­inn í Goog­le-veld­inu leit­ar­vél fyr­ir­tæk­is­ins, sem var upp­haf­lega sett upp sem rann­sókn­ar­verk­efni af tveimur dokt­or­snemum í Stan­for­d-há­skól­an­um, þeim Larry Page og Sergei Brin. Þeir stofn­uðu Google í sept­em­ber 1998 og var mark­miðið að skipu­leggja allar upp­lýs­ingar heims­ins og gera þær aðgengi­legri og gagn­legri. Slag­orð þeirra var „Don´t be evil“ en tölvuris­inn Goog­le, sem safnar miklum upp­lýs­ingum um not­endur sína, er að sjálf­sögðu ekki óum­deild­ur. Upp­haf­lega sner­ist allt um leit­ar­vél­ina en í gegnum tíð­ina hefur hlað­ist utan á vöru­fram­boð fyr­ir­tæk­is­ins með gríð­ar­lega hröðum og miklum vexti þess. Nú er mark­aðsvirði Google litlir 400 millj­arðar doll­ara og telst það vera næst­verð­mætasta fyr­ir­tæki Banda­ríkj­anna en keppi­naut­ur­inn Apple vermir efsta sæt­ið. Þrátt fyrir mikið vöru­fram­boð kemur megnið af tekjum fyr­ir­tæk­is­ins enn frá aug­lýs­ingum á net­inu sem eru birtar í gegnum aug­lýs­inga­­kerfið AdWords. Google vill því fjölga tekju­straumum sín­um.

almennt_24_04_2014

Hvað gerir þetta Google eig­in­lega?Meðal ann­arra mik­il­vægra lausna Google eru skrif­stofu­hug­bún­aður fyrir fyr­ir­tæki og ein­stak­linga (Google Drive og Google Apps), Youtu­be-víd­eó­vef­ur­inn, blogg­þjón­ustan Blog­ger, gagna- og vef­hýs­ing, Chrome-vafr­inn, Chrome-­stýri­kerfið fyrir far­tölv­ur, sam­fé­lags­netið Goog­le+, korta­­þjón­ustan Google Maps og Nex­us-­snjall­tæki. Android-­stýri­kerfi Google hefur gegnt lyk­il­hlut­verki í að gera snjall­síma að almenn­ings­eign um heim all­an. Talið er að snjall­síma­not­endur verði 1,75 millj­arðar á þessu ári og að lang­flestir þess­ara síma keyri á ýmsum útgáfum af Android-­stýri­kerf­inu. Tólf gagna­ver Google um heim allan eru bak­beinið í þjón­ustu fyr­ir­tæk­is­ins.

Google er sem sagt leið­andi í leit­ar­tækni og aug­lýs­ingum á net­inu og stendur í harðri sam­keppni við Apple á snjall­tækja­­mark­að­in­um. Google berst einnig við Microsoft á sviði skrif­stofu­hug­bún­aðar á net­inu og við Amazon í að veita skýja­þjón­ustu hvers kon­ar. Eins og rakið verður hér að neðan virð­ist Google vilja búa til val­kosti við snjall­síma eins og við þekkjum þá í dag, vera leið­andi í sam­göngu­tækni og róbótum og koma sterkt inn í heil­brigð­is­þjón­ustu.

Kafteinn Tungl­skot vísar veg­innMið­punkt­ur­inn í þessu starfi er leyni­leg rann­sókn­ar­mið­stöð sem kall­ast Google X. Henni stýra þeir Sergei Brin og vís­inda­mað­ur­inn, rit­höf­und­ur­inn og frum­kvöð­ull­inn Astro Tell­er. Sá síð­ar­nefndi er með hinn lát­lausa starfs­titil „Captain of Moons­hots“, en hug­takið Moons­hots vísar einmitt til áhættu­samra og fram­úr­stefnu­legra lausna á vanda­málum sem Google vill takast á við. Um 250 manns með fjöl­breyttan bak­grunn starfa hjá rann­sókn­ar­stöð­inni.

Þetta er brot úr ítar­legri umfjöllun Kjarn­ans um Google. Lestu hana í heild sinni hér.

Auglýsing

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiGræjur
None