Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Þóra Arnórsdóttir á leið í Yale háskólann

thora.arnorsdottir.jpg
Auglýsing

Í bak­her­bergjum RÚV hefur verið pískrað um að Þóra Arn­órs­dótt­ir, aðstoð­ar­rit­stjóri Kast­ljóss, hafi kom­ist inn í hinn virðu­lega banda­ríska háskóla Yale. Þetta hefur nú verið stað­fest á heima­síðu Yale. Hún er þá önnur RÚV-­stjarnan sem hefur fengið sam­þykkta dvöl í stór­skóla á skömmum tíma, enda stutt síðan að Gísli Mart­einn Bald­urs­son til­kynnti að hann hefði kom­ist inn í svo­kallað „fell­ows­hip“ við Harvard fyrir fólk með reynslu af borg­ar­mál­um. Vera hans endar þó ekki með gráðu.

 

Auglýsing

Gísli hefur þegar til­kynnt að hann muni taka sér árs­leyfi vegna þessa. Ef Þóra fer líka í leyfi er ljóst að RÚV þarf að fylla tvö stór skópör næsta vet­ur.

Meira úr sama flokkiKjarninn
None