Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kjarnaþingið: Hvað finnst því um aukna kaupauka?

altingi_vef.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn vill að sem flestar raddir sam­fé­lags­ins heyr­ist varð­andi helstu mál líð­andi stundar á Íslandi. Í þeirri við­leitni hefur Kjarn­inn sett saman fjöl­breyttan hóp ein­stak­linga sem hann mun leita álits til varð­andi málin sem brenna á sam­fé­lag­inu hverju sinni. Hóp­ur­inn telur á fjórða tug ein­stak­linga úr öllum kimum þjóð­fé­lags­ins og hefur hlotið nafnið Kjarna­þing­ið. Þing er sett.

Hvað finnst þér um frum­varp fjár­mála­ráð­herra, sem heim­ilar fjár­mála­fyr­ir­tækjum að greiða allt að heil árs­laun í kaupauka?Lilja.d.gg

Lilja Dögg Jóns­dóttir

hag­fræð­ingur og háskóla­nemi

Í fljótu bragði virð­ist manni rétt­látt að fyr­ir­tæki stýri því sjálf hvernig þau kjósa að greiða starfs­mönnum sínum laun. Fræð­unum sam­kvæmt geta bónusar gagn­ast vel við að hvetja starfs­menn til að leggja harðar að sér og ná settum mark­miðum fyr­ir­tæk­is­ins. Það er hins vegar vanda­samt verk að haga bón­us­greiðslum svo að hvat­arnir séu sann­gjarn­ir, bæði fyrir starfs­menn, fyr­ir­tækið og sam­fé­lag­ið. Hið almenna íslenska launaum­hverfi þekkir ekki, og skilur því tæp­ast, hvatann sem bón­us­greiðsl­urnar eru.

Hér í Banda­ríkj­unum fá til dæmis flestir greidda bónusa eða aðrar hvata­greiðsl­ur, hvort sem það eru fjár­mála­starfs­menn eða ekki. Tog­streitan er því skilj­an­lega allt önnur heima á Íslandi þar sem slíkar greiðslur eru sjald­séð­ar. Stóra spurn­ingin í mínum huga er þó hvers vegna fjár­mála­ráð­herra velur þessa tíma­setn­ingu fyrir breyt­ingar sem þess­ar; í miðri kjara­deilu, nið­ur­skurði og verk­falla­hr­inu. Það má ætla að íslenskur almenn­ingur hafi í dag, skilj­an­lega, litla þol­in­mæði fyrir umræðu um bónusa og fjár­mála­fyr­ir­tæki.

stefan_bogi_2_mai2012

Auglýsing

Stefán Bogi Sveins­son

sveit­ar­stjórn­ar­maður

Það er örstutt síðan áhættu­sækni fjár­mála­fyr­ir­tækja setti þjóð­fé­lagið á hlið­ina. Kaupaukar sem þessir hljóta að vera hvati til starfs­manna að huga frekar að skamm­tíma­hagn­aði en lang­tíma. Og þá kemur að spurn­ing­unni sem Mörður Árna­son hafði nýverið eftir Sar­kozy, fyrr­ver­andi Frakk­lands­for­seta. Fá þeir þá líka „malu­sa“? Þurfa þessir sömu starfs­menn að borga ef illa gengur í rekstr­in­um?

Við eigum að reka hér á landi öfl­ugt fjár­mála­kerfi en við eigum líka að marka þá stefnu, í ljósi bit­urrar reynslu, að þetta kerfi verði opn­ara og heil­brigð­ara en ann­ars staðar í heim­in­um. Fyrsta skref í þá átt væri að stemma stigu við kaupauka­menn­ing­unni frekar en hitt.

Laun í fjár­mála­geir­anum eru góð og betri en víð­ast hvar ann­ars staðar hér á landi. Það eitt og sér á að vera full­nægj­andi hvati fyrir starfs­menn að skila góðu verki fyrir sín fyr­ir­tæki. Sé sú ekki raunin er það dapur vitn­is­burður um almennt vinnu­sið­ferði innan fjár­mála­­fyr­ir­tækj­anna.

sveinn

Sveinn Arn­ars­son

rit­stjóri

Það sem kemur helst upp í huga minn við frum­varp fjár­mála­ráð­herra er takt­leysi. Frum­varpið gengur ekki í takt við sam­fé­lag­ið. Nú á að rýmka tekju­mögu­leika þeirra sem hvað best standa í íslensku þjóð­fé­lagi.

Óvin­sældir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa auk­ist mikið síð­ustu mán­uði. ESB-­málið vefst fyrir þeim og skulda­lækk­unin fuðr­aði upp og er að engu orð­in. Rík­is­stjórnin er óvin­sælli nú en vinstri­st­jórnin var á sínum verstu tím­um.

Frum­varp fjár­mála­ráð­herra er ekki til að auka vin­sældir rík­is­­­stjórn­ar­inn­ar, þvert á móti. Því er „póli­tísk takt­leysi“ lík­lega rétta lýs­ingin á frum­varp­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Adnan Syed var tekið fagnandi þegar hann var leystur úr haldi á mánudag eftir nærri 23 ára fangelsisvist. SJálfur sagði hann ekki orð en brosti út í annað.
Spilaði sakamálahlaðvarp stórt hlutverk í lausn Syed?
Hann er stjarna vinsælasta sakamálahlaðvarps heimsins. En það þurfti meira til en „Serial“ til að leysa Adnan Syed úr haldi eftir 22 ára fangelsisvist.
Kjarninn 25. september 2022
Vilja klára síðustu plötu Eika Einars og koma öllum plötunum hans á Spotify
Síðasta plata tónlistarmannsins Eika Einars var tekin upp rétt áður en hann lést árið 2021. Hópur fólks sem tengdist Eika vill halda minningu hans á lofti, klára plötuna og koma öllum plötunum hans á Spotify. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina Fund.
Kjarninn 25. september 2022
Stefán Jón Hafstein
Allt tengist
Kjarninn 25. september 2022
Meira úr sama flokkiKjarninn
None