Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kjarnaþingið: Hvað finnst því um aukna kaupauka?

altingi_vef.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn vill að sem flestar raddir sam­fé­lags­ins heyr­ist varð­andi helstu mál líð­andi stundar á Íslandi. Í þeirri við­leitni hefur Kjarn­inn sett saman fjöl­breyttan hóp ein­stak­linga sem hann mun leita álits til varð­andi málin sem brenna á sam­fé­lag­inu hverju sinni. Hóp­ur­inn telur á fjórða tug ein­stak­linga úr öllum kimum þjóð­fé­lags­ins og hefur hlotið nafnið Kjarna­þing­ið. Þing er sett.

Hvað finnst þér um frum­varp fjár­mála­ráð­herra, sem heim­ilar fjár­mála­fyr­ir­tækjum að greiða allt að heil árs­laun í kaupauka?Lilja.d.gg

Lilja Dögg Jóns­dóttir

hag­fræð­ingur og háskóla­nemi

Í fljótu bragði virð­ist manni rétt­látt að fyr­ir­tæki stýri því sjálf hvernig þau kjósa að greiða starfs­mönnum sínum laun. Fræð­unum sam­kvæmt geta bónusar gagn­ast vel við að hvetja starfs­menn til að leggja harðar að sér og ná settum mark­miðum fyr­ir­tæk­is­ins. Það er hins vegar vanda­samt verk að haga bón­us­greiðslum svo að hvat­arnir séu sann­gjarn­ir, bæði fyrir starfs­menn, fyr­ir­tækið og sam­fé­lag­ið. Hið almenna íslenska launaum­hverfi þekkir ekki, og skilur því tæp­ast, hvatann sem bón­us­greiðsl­urnar eru.

Hér í Banda­ríkj­unum fá til dæmis flestir greidda bónusa eða aðrar hvata­greiðsl­ur, hvort sem það eru fjár­mála­starfs­menn eða ekki. Tog­streitan er því skilj­an­lega allt önnur heima á Íslandi þar sem slíkar greiðslur eru sjald­séð­ar. Stóra spurn­ingin í mínum huga er þó hvers vegna fjár­mála­ráð­herra velur þessa tíma­setn­ingu fyrir breyt­ingar sem þess­ar; í miðri kjara­deilu, nið­ur­skurði og verk­falla­hr­inu. Það má ætla að íslenskur almenn­ingur hafi í dag, skilj­an­lega, litla þol­in­mæði fyrir umræðu um bónusa og fjár­mála­fyr­ir­tæki.

stefan_bogi_2_mai2012

Auglýsing

Stefán Bogi Sveins­son

sveit­ar­stjórn­ar­maður

Það er örstutt síðan áhættu­sækni fjár­mála­fyr­ir­tækja setti þjóð­fé­lagið á hlið­ina. Kaupaukar sem þessir hljóta að vera hvati til starfs­manna að huga frekar að skamm­tíma­hagn­aði en lang­tíma. Og þá kemur að spurn­ing­unni sem Mörður Árna­son hafði nýverið eftir Sar­kozy, fyrr­ver­andi Frakk­lands­for­seta. Fá þeir þá líka „malu­sa“? Þurfa þessir sömu starfs­menn að borga ef illa gengur í rekstr­in­um?

Við eigum að reka hér á landi öfl­ugt fjár­mála­kerfi en við eigum líka að marka þá stefnu, í ljósi bit­urrar reynslu, að þetta kerfi verði opn­ara og heil­brigð­ara en ann­ars staðar í heim­in­um. Fyrsta skref í þá átt væri að stemma stigu við kaupauka­menn­ing­unni frekar en hitt.

Laun í fjár­mála­geir­anum eru góð og betri en víð­ast hvar ann­ars staðar hér á landi. Það eitt og sér á að vera full­nægj­andi hvati fyrir starfs­menn að skila góðu verki fyrir sín fyr­ir­tæki. Sé sú ekki raunin er það dapur vitn­is­burður um almennt vinnu­sið­ferði innan fjár­mála­­fyr­ir­tækj­anna.

sveinn

Sveinn Arn­ars­son

rit­stjóri

Það sem kemur helst upp í huga minn við frum­varp fjár­mála­ráð­herra er takt­leysi. Frum­varpið gengur ekki í takt við sam­fé­lag­ið. Nú á að rýmka tekju­mögu­leika þeirra sem hvað best standa í íslensku þjóð­fé­lagi.

Óvin­sældir rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa auk­ist mikið síð­ustu mán­uði. ESB-­málið vefst fyrir þeim og skulda­lækk­unin fuðr­aði upp og er að engu orð­in. Rík­is­stjórnin er óvin­sælli nú en vinstri­st­jórnin var á sínum verstu tím­um.

Frum­varp fjár­mála­ráð­herra er ekki til að auka vin­sældir rík­is­­­stjórn­ar­inn­ar, þvert á móti. Því er „póli­tísk takt­leysi“ lík­lega rétta lýs­ingin á frum­varp­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Elín Hirst sækist eftir stöðu útvarpsstjóra
Elín hefur áratugareynslu af fjömiðlastörfum, og var um tíma þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Kjarninn 9. desember 2019
Fólk verði komið heim til sín klukkan 15:00 á morgun
Reykjavíkurborg hvetur foreldra til að sækja börn sín snemma á morgun, þar sem gert er ráð fyrir ofsaveðri.
Kjarninn 9. desember 2019
Segir brottvísun óléttrar konu í samræmi við áherslur um mannúðlega meðferð
Dómsmálaráðherra segir að hún meti sem svo að brottvísun albanskrar konu, sem var gengin 36 vikur, hafi verið í samræmi við markmið og áherslur.
Kjarninn 9. desember 2019
Fjármála- og efnahagsráðuneytið fól félaginu að vinna úr stöðugleikaeignum.
Fara fram á úttekt á starfsemi Lindahvols
Félag sem stofnað var utan um sölu á stöðugleikaeignum sem ríkið fékk í sinn hlut eftir að hafa gert samkomulag við kröfuhafa gömlu bankanna hefur lengi verið umdeilt. Nú vilja þingmenn úr þremur flokkum láta gera úttekt á félaginu.
Kjarninn 9. desember 2019
Tryggvi Felixson
Stöðvum jarðvegseyðingu, björgum framtíðinni
Kjarninn 9. desember 2019
Milla Ósk hættir á RÚV og gerist aðstoðarmaður Lilju
Milla Ósk Magnúsdóttir tekur við af Hafþóri Eide Hafþórssyni sem annar aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra.
Kjarninn 9. desember 2019
Sanna Marin verður næsti forsætisráðherra Finnlands.
Bætist í hóp þeirra kvenna sem leiðir Norðurlöndin
Sanna Marin hefur verið valin næsta forsætisráðherra Finnlands og eru því fjórir af fimm forsætisráðherrum Norðurlandanna nú konur. Marin verður jafnframt yngsti forsætisráðherra landsins og yngsti sitjandi forsætisráðherra heims.
Kjarninn 9. desember 2019
Heinaste
Togarinn Heinaste enn kyrrsettur
Unnið er að því að aflétta kyrrsetningu togarans í Namibíu.
Kjarninn 9. desember 2019
Meira úr sama flokkiKjarninn
None