Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kjarnaþingið: Hvað finnst því um hærri kaupauka?

altingi_vef.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn vill að sem flestar raddir sam­fé­lags­ins heyr­ist varð­andi helstu mál líð­andi stundar á Íslandi. Í þeirri við­leitni hefur Kjarn­inn sett saman fjöl­breyttan hóp ein­stak­linga sem hann mun leita álits til varð­andi málin sem brenna á sam­fé­lag­inu hverju sinni. Hóp­ur­inn telur á fjórða tug ein­stak­linga úr öllum kimum þjóð­fé­lags­ins og hefur hlotið nafnið Kjarna­þing­ið. Þing er sett.

Hvað finnst þér um frum­varp fjár­mála­ráð­herra, sem heim­ilar fjár­mála­fyr­ir­tækjum að greiða allt að heil árs­laun í kaupauka?

karen

Auglýsing

Karen Kjart­ans­dóttir

upp­lýs­inga­full­trúi LÍÚ

Það er gleði­efni að fólk fái vel greitt fyrir vel unnin störf en eðli­lega er fólk á varð­bergi þegar kemur að þessu fyr­ir­komu­lagi. Eftir hrun hafa hér verið meiri hömlur en tíðkast víða ann­ars staðar eftir hrun og ekki að ástæðu­lausu; hér njóta bankar rík­is­á­byrgðar að mörgu leyti, hér ríkja fjár­magns­höft, við­skipta­hindr­anir og fjár­mála­stofn­anir því ekki í eðli­legu umhverfi.

Sú rök­semda­færsla hefur heyrst að kaupaukar dragi úr launa­skriði. Gott og vel, en ég óska fólki frekar hærri launa fyrir störf sín en kaupauka, þykir það gegn­særra kerfi. Þá hefur verið sagt að kapp­kostað verði við að koma í veg fyrir að kaupaukar leiði til auk­innar áhættu­töku. Mér finnst erfitt að skilja bónusa öðru­vísi en að þeir séu verð­laun fyrir áhættu. Ég úti­loka þó ekki að hægt að sé að gera þetta vel, enda bjart­sýn­is­mann­eskja. Kannski ætti að taka þetta kerfi upp miklu víð­ar, mikið væri til dæmis gaman að verð­launa kenn­ara fyrir fram­úr­skar­andi árang­ur.

finnur

Finnur Vil­hjálms­son

lög­fræð­ingur

Banka­starfs­menn eru með hæst laun­uðu stéttum á Íslandi. Þarf líka að hækka bónus­ana, spyr ég eins og barn (eða bolsi)? Nú eru gömlu góð­ær­is­rökin um „al­þjóð­lega eft­ir­spurn“ eftir þeim víst

áreið­an­lega ekki lengur gild. Er þá grimm sam­keppni um starfs­fólk milli íslensku bank­anna? Ekki að heyra. Nema það sé einmitt mál­ið: að sú sam­keppni eigi að byrja með rýmkuðum bón­us­heim­ild­um, sem yrðu fljótt botn­aðar og jafn­vægi næð­ist aft­ur, bara allt að 100% betri kjör. Bak­dyra­kjara­bar­átta?

Það virð­ist talið nátt­úru­lög­mál að borga háa bónusa í bönk­um. Ég leyfi mér að vera ósam­mála. Ég sé enga ástæðu til að rýmka þessar heim­ildir núna. Þvert á móti: það ætti að fara mjög var­lega í ljósi reynsl­unn­ar. Ég er loks sér­stak­lega efins um að breyta eigi núgild­andi reglum þannig að starfs­menn áhættu­stýr­ing­ar, end­ur­skoð­un­ar­deildar og reglu­vörslu komi til greina sem bón­us­þiggj­end­ur. Sam­kvæmt núgild­andi reglum FME ber að greiða þeim nógu há laun í stað­inn.

Upphafið - Árstíðaljóð
Safnað fyrir fimmtu ljóðarbók Gunnhildar Þórðardóttur.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson
Rúmar 16 milljónir í aðkeypta ráðgjöf og álit vegna þriðja orkupakkans
Kostnaður vegna innlendrar ráðgjafar og álita nemur rúmlega 7,6 milljónum króna og erlends tæpum 8,5 milljónum króna.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Sex ríkisforstjórar með hærri laun en forsætisráðherra
Laun bankastjóra Landsbankans hafa hækkað mest allra ríkisforstjóra, eða um 82 prósent, frá því að bankaráð bankans tók yfir ákvörðun um launakjör hans. Átta ríkisforstjórar eru með hærri laun en flestir ráðherrar.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Vilja steypa Boris Johnson af stóli
Breska stjórnarandstaðan leitar nú að nýjum þingmanni sem gæti orðið forsætisráðherra Bretlands í stað Borisar Johnson. Jeremy Corbyn telur sig vera manninn í verkið, en ekki eru allir innan stjórnarandstöðunnar á sama máli.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Draumur um landakaup
Einhverjir hafa kannski, til öryggis, litið á dagatalið sl. föstudag þegar fréttir bárust af því að Bandaríkjaforseti hefði viðrað þá hugmynd að kaupa Grænland. Þetta var þó ekki aprílgabb og ekki í fyrsta skipti sem þessi hugmynd skýtur upp kollinum.
Kjarninn 18. ágúst 2019
Katrín Jakobsdóttir
Ok skiptir heiminn máli
Kjarninn 17. ágúst 2019
Peningastefnunefnd í tíu ár
Gylfi Zoega segir að framtíðin muni leiða í ljós hvort áfram takist að ná góðum árangri eins og hafi verið gert með peningastefnu síðustu 10 ára á Íslandi en reynslan síðasta áratuginn sé samt staðfesting þess að það sé hægt ef vilji sé fyrir hendi.
Kjarninn 17. ágúst 2019
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Nýir tímar á Norðurslóðum?
Kjarninn 17. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiKjarninn
None