Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kjarnaþingið: Hvað finnst því um hærri kaupauka?

altingi_vef.jpg
Auglýsing

Kjarninn vill að sem flestar raddir samfélagsins heyrist varðandi helstu mál líðandi stundar á Íslandi. Í þeirri viðleitni hefur Kjarninn sett saman fjölbreyttan hóp einstaklinga sem hann mun leita álits til varðandi málin sem brenna á samfélaginu hverju sinni. Hópurinn telur á fjórða tug einstaklinga úr öllum kimum þjóðfélagsins og hefur hlotið nafnið Kjarnaþingið. Þing er sett.

Hvað finnst þér um frumvarp fjármálaráðherra, sem heimilar fjármálafyrirtækjum að greiða allt að heil árslaun í kaupauka?

karen

Auglýsing

Karen Kjartansdóttir
upplýsingafulltrúi LÍÚ
Það er gleðiefni að fólk fái vel greitt fyrir vel unnin störf en eðlilega er fólk á varðbergi þegar kemur að þessu fyrirkomulagi. Eftir hrun hafa hér verið meiri hömlur en tíðkast víða annars staðar eftir hrun og ekki að ástæðulausu; hér njóta bankar ríkisábyrgðar að mörgu leyti, hér ríkja fjármagnshöft, viðskiptahindranir og fjármálastofnanir því ekki í eðlilegu umhverfi.
Sú röksemdafærsla hefur heyrst að kaupaukar dragi úr launaskriði. Gott og vel, en ég óska fólki frekar hærri launa fyrir störf sín en kaupauka, þykir það gegnsærra kerfi. Þá hefur verið sagt að kappkostað verði við að koma í veg fyrir að kaupaukar leiði til aukinnar áhættutöku. Mér finnst erfitt að skilja bónusa öðruvísi en að þeir séu verðlaun fyrir áhættu. Ég útiloka þó ekki að hægt að sé að gera þetta vel, enda bjartsýnismanneskja. Kannski ætti að taka þetta kerfi upp miklu víðar, mikið væri til dæmis gaman að verðlauna kennara fyrir framúrskarandi árangur.

finnur

Finnur Vilhjálmsson
lögfræðingur
Bankastarfsmenn eru með hæst launuðu stéttum á Íslandi. Þarf líka að hækka bónusana, spyr ég eins og barn (eða bolsi)? Nú eru gömlu góðærisrökin um „alþjóðlega eftirspurn“ eftir þeim víst
áreiðanlega ekki lengur gild. Er þá grimm samkeppni um starfsfólk milli íslensku bankanna? Ekki að heyra. Nema það sé einmitt málið: að sú samkeppni eigi að byrja með rýmkuðum bónusheimildum, sem yrðu fljótt botnaðar og jafnvægi næðist aftur, bara allt að 100% betri kjör. Bakdyrakjarabarátta?
Það virðist talið náttúrulögmál að borga háa bónusa í bönkum. Ég leyfi mér að vera ósammála. Ég sé enga ástæðu til að rýmka þessar heimildir núna. Þvert á móti: það ætti að fara mjög varlega í ljósi reynslunnar. Ég er loks sérstaklega efins um að breyta eigi núgildandi reglum þannig að starfsmenn áhættustýringar, endurskoðunardeildar og regluvörslu komi til greina sem bónusþiggjendur. Samkvæmt núgildandi reglum FME ber að greiða þeim nógu há laun í staðinn.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árvakur hf. gefur út Morgunblaðið, mbl.is og útvarpsstöðina K100.
Útgáfufélag Morgunblaðsins tapaði 75 milljónum þrátt fyrir 100 milljóna ríkisstyrk
Tap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, minnkaði um 135 milljónir á milli ára. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins þakkar veigamiklum hagræðingaraðgerðum fyrir það að reksturinn hafi batnað þrátt fyrir veirufaraldurinn.
Kjarninn 26. júlí 2021
Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Bandaríkin ætla að halda ferðabanni gagnvart Evrópu til streitu enn um sinn
Íslendingar og aðrir Evrópubúar munu ekki geta sótt Bandaríkin heim alveg á næstunni án þess að hafa sérstakar undanþágur. Í ljósi útbreiðslu delta-afbrigðis kórónuveirunnar hefur Bandaríkjastjórn ákveðið að halda núverandi ferðatakmörkunum í gildi.
Kjarninn 26. júlí 2021
Eyþór Eðvarðsson
Fjórar spurningar um loftslagsmál sem kjósendur þurfa að fá svar við
Kjarninn 26. júlí 2021
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None