Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kjarnaþingið: Hvað finnst því um hærri kaupauka?

altingi_vef.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn vill að sem flestar raddir sam­fé­lags­ins heyr­ist varð­andi helstu mál líð­andi stundar á Íslandi. Í þeirri við­leitni hefur Kjarn­inn sett saman fjöl­breyttan hóp ein­stak­linga sem hann mun leita álits til varð­andi málin sem brenna á sam­fé­lag­inu hverju sinni. Hóp­ur­inn telur á fjórða tug ein­stak­linga úr öllum kimum þjóð­fé­lags­ins og hefur hlotið nafnið Kjarna­þing­ið. Þing er sett.

Hvað finnst þér um frum­varp fjár­mála­ráð­herra, sem heim­ilar fjár­mála­fyr­ir­tækjum að greiða allt að heil árs­laun í kaupauka?

karen

Auglýsing

Karen Kjart­ans­dóttir

upp­lýs­inga­full­trúi LÍÚ

Það er gleði­efni að fólk fái vel greitt fyrir vel unnin störf en eðli­lega er fólk á varð­bergi þegar kemur að þessu fyr­ir­komu­lagi. Eftir hrun hafa hér verið meiri hömlur en tíðkast víða ann­ars staðar eftir hrun og ekki að ástæðu­lausu; hér njóta bankar rík­is­á­byrgðar að mörgu leyti, hér ríkja fjár­magns­höft, við­skipta­hindr­anir og fjár­mála­stofn­anir því ekki í eðli­legu umhverfi.

Sú rök­semda­færsla hefur heyrst að kaupaukar dragi úr launa­skriði. Gott og vel, en ég óska fólki frekar hærri launa fyrir störf sín en kaupauka, þykir það gegn­særra kerfi. Þá hefur verið sagt að kapp­kostað verði við að koma í veg fyrir að kaupaukar leiði til auk­innar áhættu­töku. Mér finnst erfitt að skilja bónusa öðru­vísi en að þeir séu verð­laun fyrir áhættu. Ég úti­loka þó ekki að hægt að sé að gera þetta vel, enda bjart­sýn­is­mann­eskja. Kannski ætti að taka þetta kerfi upp miklu víð­ar, mikið væri til dæmis gaman að verð­launa kenn­ara fyrir fram­úr­skar­andi árang­ur.

finnur

Finnur Vil­hjálms­son

lög­fræð­ingur

Banka­starfs­menn eru með hæst laun­uðu stéttum á Íslandi. Þarf líka að hækka bónus­ana, spyr ég eins og barn (eða bolsi)? Nú eru gömlu góð­ær­is­rökin um „al­þjóð­lega eft­ir­spurn“ eftir þeim víst

áreið­an­lega ekki lengur gild. Er þá grimm sam­keppni um starfs­fólk milli íslensku bank­anna? Ekki að heyra. Nema það sé einmitt mál­ið: að sú sam­keppni eigi að byrja með rýmkuðum bón­us­heim­ild­um, sem yrðu fljótt botn­aðar og jafn­vægi næð­ist aft­ur, bara allt að 100% betri kjör. Bak­dyra­kjara­bar­átta?

Það virð­ist talið nátt­úru­lög­mál að borga háa bónusa í bönk­um. Ég leyfi mér að vera ósam­mála. Ég sé enga ástæðu til að rýmka þessar heim­ildir núna. Þvert á móti: það ætti að fara mjög var­lega í ljósi reynsl­unn­ar. Ég er loks sér­stak­lega efins um að breyta eigi núgild­andi reglum þannig að starfs­menn áhættu­stýr­ing­ar, end­ur­skoð­un­ar­deildar og reglu­vörslu komi til greina sem bón­us­þiggj­end­ur. Sam­kvæmt núgild­andi reglum FME ber að greiða þeim nógu há laun í stað­inn.

Isavia mátti kyrrsetja vél ALC úr flota WOW air
Landsréttur staðfesti þá niðurstöðu úr héraði, að Isavia hafi verið í fullum rétti að kyrrsetja vél úr flota WOW air.
Kjarninn 24. maí 2019
Magnús Halldórsson
Aðkallandi að hagræða í bankakerfinu
Kjarninn 24. maí 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Nemendur hafa áskað grunnskólakennara með slæmum afleiðingum
Kjarninn 24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
Kjarninn 24. maí 2019
Bann við notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að reglugerðarbreytingu sem bannar notkun svartolíu innan íslenskrar landhelgi.
Kjarninn 24. maí 2019
Pottersen
Pottersen
Pottersen 16. þáttur: Harry fer í bað
Kjarninn 24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
Kjarninn 24. maí 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Huawei missir Android og ARM leyfi, nýjar Macbook Pro tölvur komnar á markað og Game of Thrones Galaxy Fold á leiðinni
Kjarninn 24. maí 2019
Meira úr sama flokkiKjarninn
None