Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kröfu FME hafnað – skýrslan birt í þágu almannahagsmuna

skyrslan.jpg skýrsla trúnaðarmál
Auglýsing

Í fyrstu útgáfu Kjarnans, 22. ágúst sl., fjallaði Ægir Þór Eysteinsson blaðamaður ítarlega um málefni Sparisjóðsins í Keflavík, SpKef, og skýrslu sem PWC vann fyrir Fjármálaeftirlitið. Skýrslunni hefur hingað til verið haldið leyndri, þrátt fyrir að SpKef sé gjaldþrota og Landsbankinn hafi yfirtekið eftirstöðvar sjóðsins. Efnisatriði skýrslunnar voru rakin í fréttaskýringu og skýrslan í heild sinni birt á vef Kjarnans. Útgáfan er aðgengileg hér á vefnum, www.kjarninn.is, í PDF-formi og í App-inu okkar í App Store fyrir iPhone og iPad.

Fjármálaeftirlitið (FME) gerði kröfu um að skýrslan yrði tekin úr birtingu vegna upplýsinga sem finna má í skýrslunni sem eftirlitið telur að eigi ekki erindi við almenning. Í beiðni FME hefur eftirlitið m.a. vitnað til laga um bankaleynd. Auk þess hefur FME gefið í skyn að birting skýrslunnar gæti varðað við almenn hegningarlög.

Þessu er ritstjórn Kjarnans ósammála og telur alvarlegt að eftirlitsstofnun, sem starfar í þágu almennings, skuli  gefa það í skyn að fjölmiðill sé að gerast sekur um brot á hegningarlögum með því að birta skýrslu um starfsemi SpKef. Ekki síst í ljósi þess hversu skelfingar afleiðingar fall sparisjóðsins hafði fyrir ríkissjóð og íbúa á Suðurnesjum. Samtals þurfti að leggja fram 26 milljarða króna úr ríkissjóði vegna falls sjóðsins og stór hópur fólksins á Suðurnesjum missti ævisparnað sinn.

Auglýsing

Að auki telur ritstjórn Kjarnans fráleitt að birting skýrslunnar sem slík feli í sér lögbrot. FME hefur áður reynt að hindra blaðamenn í því að fjalla um fallin fjármálafyrirtæki og starfsemi þeirra, en án árangurs og án þess að dómstólar hafi staðfest að lagatúlkun lögmanna eftirlitsins, þegar kemur að birtingu upplýsinga, sé rétt.

Kjarninn mun ekki fjarlægja skýrsluna um starfsemi sjóðsins af vefnum, en málinu verður fylgt eftir í næstu útgáfu Kjarnans, 29. ágúst nk.

Virðingarfyllst,
Ritstjórn Kjarnans.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiRitstjórn Kjarnans
None