Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kröfu FME hafnað – skýrslan birt í þágu almannahagsmuna

skyrslan.jpg skýrsla trúnaðarmál
Auglýsing

Í fyrstu útgáfu Kjarn­ans, 22. ágúst sl., fjall­aði Ægir Þór Eysteins­son blaða­maður ítar­lega um mál­efni Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík, SpKef, og skýrslu sem PWC vann fyrir Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Skýrsl­unni hefur hingað til verið haldið leyndri, þrátt fyrir að SpKef sé gjald­þrota og Lands­bank­inn hafi yfir­tekið eft­ir­stöðvar sjóðs­ins. Efn­is­at­riði skýrsl­unnar voru rakin í frétta­skýr­ingu og skýrslan í heild sinni birt á vef Kjarn­ans. Útgáfan er aðgengi­leg hér á vefn­um, www.kjarn­inn.is, í PDF-­formi og í App-inu okkar í App Store fyrir iPhone og iPad.

Fjár­mála­eft­ir­litið (FME) gerði kröfu um að skýrslan yrði tekin úr birt­ingu vegna upp­lýs­inga sem finna má í skýrsl­unni sem eft­ir­litið telur að eigi ekki erindi við almenn­ing. Í beiðni FME hefur eft­ir­litið m.a. vitnað til laga um banka­leynd. Auk þess hefur FME gefið í skyn að birt­ing skýrsl­unnar gæti varðað við almenn hegn­ing­ar­lög.

Þessu er rit­stjórn Kjarn­ans ósam­mála og telur alvar­legt að eft­ir­lits­stofn­un, sem starfar í þágu almenn­ings, skuli  gefa það í skyn að fjöl­mið­ill sé að ger­ast sekur um brot á hegn­ing­ar­lögum með því að birta skýrslu um starf­semi SpKef. Ekki síst í ljósi þess hversu skelf­ingar afleið­ingar fall spari­sjóðs­ins hafði fyrir rík­is­sjóð og íbúa á Suð­ur­nesj­um. Sam­tals þurfti að leggja fram 26 millj­arða króna úr rík­is­sjóði vegna falls sjóðs­ins og stór hópur fólks­ins á Suð­ur­nesjum missti ævisparnað sinn.

Auglýsing

Að auki telur rit­stjórn Kjarn­ans frá­leitt að birt­ing skýrsl­unnar sem slík feli í sér lög­brot. FME hefur áður reynt að hindra blaða­menn í því að fjalla um fallin fjár­mála­fyr­ir­tæki og starf­semi þeirra, en án árang­urs og án þess að dóm­stólar hafi stað­fest að laga­túlkun lög­manna eft­ir­lits­ins, þegar kemur að birt­ingu upp­lýs­inga, sé rétt.

Kjarn­inn mun ekki fjar­lægja skýrsl­una um starf­semi sjóðs­ins af vefn­um, en mál­inu verður fylgt eftir í næstu útgáfu Kjarn­ans, 29. ágúst nk.

Virð­ing­ar­fyllst,

Rit­stjórn Kjarn­ans.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir og Björn Leví Gunnarsson
„Það eru nákvæmlega svona mál sem halda aftur af Íslandi“
Þingmaður Pírata gagnrýnir ákvarðanir mennta- og menningarmálaráðherra. „Svona mál leiða til lélegri niðurstaðna í öllu sem gerist í framhaldinu af því að hæfasta fólkið er ekki að taka ákvarðanirnar.“
Kjarninn 5. júní 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Eldhúsið
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiRitstjórn Kjarnans
None