Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Kynslóðin sem er ekki mætt

arni-helgason.jpg
Auglýsing

Ég tilheyri kynslóð sem er nánast ósýnileg í stjórnmálum í dag. Þó að þjóðmálaumræðan bjóði upp á stöðugt framboð af sama fólkinu og sama karpinu og fyrir hrun bólar lítið á fólki í kringum þrítugt, sem þó fór einna verst út úr hremmingum síðustu ára.

Áhrif þessarar kynslóðar eru reyndar svo lítil að það er nánast vandræðalegt. Mörg af þeim nöfnum sem við heyrum ennþá daglega í umræðunni voru komin í áhrifastöður um og upp úr þrítugu – Davíð Oddsson varð borgarstjóri 34 ára, Ólafur Ragnar Grímsson varð prófessor í stjórnmálafræði 30 ára og var kominn á þing 35 ára, Þorsteinn Pálsson varð formaður Sjálfstæðisflokksins 36 ára, Styrmir Gunnarsson varð ritstjóri Moggans 34 ára og Steingrímur J. var kominn á þing 27 ára og orðinn ráðherra 32 ára. Ekki málið í þá daga.

Auglýsing

Örfáir undir fertugu

Í Sjálfstæðisflokknum í dag er einn þingmaður undir fertugu, í Samfylkingunni er yngsti þingmaðurinn 39 ára og í Vinstri grænum er formaður flokksins í leiðinni langyngsti þingmaðurinn, 38 ára og eini þingmaður flokksins sem er yngri en 45 ára.


Tveir þingmenn á öllu þinginu eru undir 35 ára aldri og búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Á þessu svæði búa samt um 106 þúsund manns undir 35 ára aldri, þar af rúmlega helmingur á kosningaaldri. Í sex stórum sveitar­félögum á höfuðborgarsvæðinu voru í vor kjörnir fjórir bæjar-/borgarfulltrúar af alls 64 (rúm 6 prósent) sem voru undir 35 ára aldri (tveir þeirra verða 35 ára á árinu) og alls níu fulltrúar undir fertugu. Samt er meirihluti Íslendinga undir fertugu.


Það er kannski til að fanga tíðarandann ágætlega að við erum með forsætisráðherra sem er enn á fertugsaldri í þeim skilningi að það eru innan við fjörutíu ár frá því að hann fæddist. Ekkert annað við hann er á fertugsaldri og hann er einarður talsmaður gömlu gildanna. Spyrjið bara eitruðu steranautin sem Costco selur Bandaríkjamönnunum.


[embed]http://issuu.com/kjarninn/docs/2014_07_17/66[/embed]

Íslenski draumurinn

Hvernig stendur á því að heil kynslóð er nánast ekki með? Kannski vandist hún því bara að Davíð og samtímamenn hans sæju um pólitíkina en sennilega hafa atburðir síðustu ára og karpið í kringum þá gert það að verkum að stór hópur fólks er orðinn algerlega ónæmur fyrir stjórnmálum og stjórnmálaþátttöku.


Íslendingar hafa átt sína eigin útgáfu af bandaríska draumnum, eins konar íslenskan draum. Kynslóðin sem var um þrítugt á níunda og tíunda áratugnum lifði eftir ákveðnum gildum; að eignast rúmgott sérbýli, einhvers konar útgáfu af jeppa/ling og sumarbústað með heitum potti ásamt því að komast reglulega á sólarströnd. Til þess þurfti að virkja, framleiða ál og kaupa hlutabréf. Markmiðið var kaupmáttur og nóg af honum og hún kaus til áhrifa stjórnmálamenn í samræmi við þetta.


Það var einhver einfaldleiki við þetta sem er ekki til staðar í dag. Tilveran hjá kynslóðinni sem er núna um þrítugt er orðin miklu flóknari og óskýrari. Prógrammið sem þessi kynslóð átti að ganga inn í að námi loknu gekk ekki upp – 90% húsnæðislánið frá bankanum og gengistryggða bílalánið frá Lýsingu reyndist ekki vera mjög rausnarlegur heimanmundur, heldur nokkurra milljóna króna myllusteinn um hálsinn sem fólk neyddist í mörgum tilfellum til að taka á sig. Sparnaðurinn og/eða fyrirframgreiddi arfurinn hvarf og við tóku erfið ár í að berjast í gegnum hrunið. Þessi kynslóð þurfti að sætta sig við miklu hærra atvinnuleysi en þekkst hefur hér á landi, en atvinnuleysi bitnar oftar en ekki verst á þeim yngstu á vinnumarkaði. Enn er dýrt að lifa og hjá mörgum duga launin ekki fyrir öðru en því allra nauðsynlegasta.

Refresh?

Það er svolítið erfitt að vita hverju á að treysta núna. Eigum við að ýta á refresh-takkann og taka annan snúning á þessu hjóli, þ.e. steypa okkur í skuldir sem nánast öll mannsævin fer í að borga af með tilheyrandi áhættu á skakkaföllum síðar meir sem lendir öll hjá lántakanum? Svo bara virkjum við til þess að það sé nóg atvinna þannig að allir eigi fyrir afborgun­unum? Skiljanlega eru ekki margir tilbúnir að stökkva fram og boða þessa framtíð. Kannski á bara að prófa að gera eitthvað allt annað en hvað það á að vera hefur ekki enn komið í ljós.

Að bjarga heiminum... eða bara sleppa því

Heimsmyndin er líka orðin flóknari og það er ekki jafnskýrt og áður hverjir eru góðu kallarnir. Við erum orðin miklu meðvitaðri um vandamál heimsins, sem eru aldrei lengra frá okkur en sem nemur einum netrúnt í ágræddum snjallsímanum. Þar fáum við stöðugar upplýsingar um allar hörmungar heimsins.


Og jafnvel þótt maður taki sig til og reyni að gera eitthvað í öllum þessum vandamálum er allt svo snúið. Þú getur skráð þig í UNICEF, mætt á fund og byrjað að borga mánaðarlega til þess eins að lesa skömmu síðar í einhverri gáfumannabók að þróunaraðstoð geri í raun og veru ekki neitt og það sé betra að sleppa henni. Eftir stendur kynslóð sem er umkringd af fleiri spurningum en svörum. Fyrir hvert framtak eru miklu fleiri vandamál. Sá sem ætlar að stofna verksmiðju í dag fær ekki klapp á bakið fyrir að reyna heldur fyrirspurn um hvort hann hati umhverfið.


Kannski er bara einfaldast að gera ekki neitt?

Hið eilífa uppgjör

Kynslóðir feta yfirleitt sama ferlið – á einhverjum tímapunkti gerir nýja kynslóðin upp við þá sem fyrir er, færir tiltekin viðhorf til nútímans þannig að þau verða að nýjum við­miðum alveg þar til næsta kynslóð á eftir tekur yfir. Kynslóðin sem er núna um þrítugt er enn óskrifað blað. Henni finnst sjálfsagt margt þurfa að breytast en þrátt fyrir að vera best menntaða og upplýsta kynslóðin virðist hún ætla að gera lítið annað en að halla sér aftur og hrista hausinn yfir þessum heimi sem henni er ætlað að taka við. Nema kannski skrifa einn kaldhæðinn status um málið.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lífskjarasamningurinn leiðir launaþróun en ekki opinberir starfsmenn
Kjarninn 6. maí 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
Vonandi hægt að aflétta nokkuð hratt á næstu vikum
Helsta áskorunin í faraldrinum nú er sá fjöldi ferðamanna sem hingað er að koma sem er umfram spár. Breyta gæti þurft fyrirkomulagi á landamærum því heildargeta til skimunar takmarkast við 3-4.000 sýni á dag.
Kjarninn 6. maí 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 36. þáttur: Nunnusjóguninn II
Kjarninn 6. maí 2021
Deilan snýst um verksamning á milli ÍAV og 105 Miðborgar um fyrstu þrjú húsin sem eru þegar risin á reitnum í Laugarnesi. Hér má sjá tölvuteikningu af því hvernig áformað er að svæðið líti út í framtíðinni.
ÍAV stefna og setja fram 3,8 milljarða kröfur vegna deilu á Kirkjusandsreit
Íslenskir aðalverktakar eru búnir að stefna Íslandssjóðum og félaginu 105 Miðborg til greiðslu 3,8 milljarða króna vegna deilu um verksamning á Kirkjusandsreit. Verktakafyrirtækið missti verkið í febrúarmánuði.
Kjarninn 6. maí 2021
Andrés Ingi Jónsson
Þegar Tyrkir þjörmuðu að þingmönnum
Kjarninn 6. maí 2021
Gunnþór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.
Síldarvinnslan einnig í vandræðum með tæknilegu hliðina á aðalfundi SFS
Mistök urðu þess valdandi að Síldarvinnslan náði ekki að greiða atkvæði í kjöri til stjórnar SFS á aðalfundi á föstudaginn. Tillaga um að greiða atkvæði á ný var þó samþykkt í kjölfarið, en þá lentu Samherji og Nesfiskur í svipuðum vandræðum.
Kjarninn 6. maí 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
Kjarninn 5. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir ljóst að spennandi tímar séu framundan, vegna fyrirhugaðrar sölu ríkisins á hluta af hlut sínum í Íslandsbanka.
Íslandsbanki hagnaðist um 3,6 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Eigið fé Íslandsbanka nam 185 milljörðum króna í lok mars. Bankastjórinn segir spennandi tíma framundan, í ljósi þess að stefnt sé að skráningu bankans á verðbréfamarkað að undangengnu útboði á hluta af hlut ríkisins í honum.
Kjarninn 5. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None