Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Leiðrétting á forsendubresti brot af því sem lofað var

11175534105_7dcdd44c1a_o_VEF.jpg
Auglýsing

Leiðrétting á forsendubrestinum svokallaða er 6-8,5 prósent samkvæmt dæmum sem birt voru á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins í morgun, samkvæmt útreikningum sérfræðinga sem Kjarninn leitaði til. Þegar skuldaniðurfellingartillögur ríkisstjórnarinnar voru kynntar 30. nóvember var fullyrt að leiðréttingin yrði 13 prósent. Því er leiðréttingin einungis brot af því sem þá var talað um að hún yrði.

almennt_03_04_2014

Þegar „Leiðréttingin“, aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimila, var kynnt í Hörpunni í lok nóvember 2013 fullyrtu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, að í aðgerðunum fælist 13 prósent leiðrétting á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Hinn svokallaði forsendubrestur yrði því leiðréttur um 13 prósent og kostnaður við þá lækkun yrði um 80 milljarðar króna vegna beinna niðurfærslna á höfuðstól sem myndi greiðast úr ríkissjóði auk þess sem þjóðinni gæfist kostur á því að eyða 70 milljörðum króna af séreignasparnaði sínum í að borga niður húsnæðislán skattfrjálst. Allt í allt yrðu þetta 150 milljarðar króna sem færu í niðurgreiðslu húsnæðislána, annars vegar úr ríkissjóði og hins vegar af séreignarsparnaði landsmanna.

Auglýsing

Fyrir skemmstu var útfærsla á aðgerð stjórnvalda kynnt og enn stóð til að heildarumfang hennar yrði 150 milljarðar króna. Til að sú tala næðist var búist við 92 prósent þátttöku. Í morgun voru síðan birtir útreikningar dæma vegna lækkunar höfuðstóls húsnæðislána á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Um er að ræða fimm dæmi sem sýna áhrif lækkunar höfuðstóls vegna niðurfellinga sem greiddar verða úr ríkissjóði og áhrif þess að fólk noti séreignalífeyrissparnað sinn til að borga niður húsnæðislán. Dæmin eru eftirfarandi:

skuldaniðurfelling

Kjarninn fékk sérfræðinga á fjármálamarkaði til að reikna út hversu mikil leiðrétting á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar væri samkvæmt þessum dæmum.  Niðurstaða þeirra var að „leiðréttingin“ væri á bilinu 6-8,5 prósent, eða töluvert frá þeim 13 prósentum sem lofað var í nóvember.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None