Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Leiðrétting á forsendubresti brot af því sem lofað var

11175534105_7dcdd44c1a_o_VEF.jpg
Auglýsing

Leið­rétt­ing á for­sendu­brest­inum svo­kall­aða er 6-8,5 pró­sent sam­kvæmt dæmum sem birt voru á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins í morg­un, sam­kvæmt útreikn­ingum sér­fræð­inga sem Kjarn­inn leit­aði til. Þegar skulda­nið­ur­fell­ing­ar­til­lögur rík­is­stjórn­ar­innar voru kynntar 30. nóv­em­ber var full­yrt að leið­rétt­ingin yrði 13 pró­sent. Því er leið­rétt­ingin ein­ungis brot af því sem þá var talað um að hún yrði.

almennt_03_04_2014

Þegar „Leið­rétt­ing­in“, aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í skulda­málum heim­ila, var kynnt í Hörp­u­nni í lok nóv­em­ber 2013 full­yrtu Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að í aðgerð­unum fælist 13 pró­sent leið­rétt­ing á vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ing­ar. Hinn svo­kall­aði for­sendu­brestur yrði því leið­réttur um 13 pró­sent og kostn­aður við þá lækkun yrði um 80 millj­arðar króna vegna beinna nið­ur­færslna á höf­uð­stól sem myndi greið­ast úr rík­is­sjóði auk þess sem þjóð­inni gæf­ist kostur á því að eyða 70 millj­örðum króna af sér­eigna­sparn­aði sínum í að borga niður hús­næð­is­lán skatt­frjálst. Allt í allt yrðu þetta 150 millj­arðar króna sem færu í nið­ur­greiðslu hús­næð­is­lána, ann­ars vegar úr rík­is­sjóði og hins vegar af sér­eign­ar­sparn­aði lands­manna.

Auglýsing

Fyrir skemmstu var útfærsla á aðgerð stjórn­valda kynnt og enn stóð til að heild­ar­um­fang hennar yrði 150 millj­arðar króna. Til að sú tala næð­ist var búist við 92 pró­sent þátt­töku. Í morgun voru síðan birtir útreikn­ingar dæma vegna lækk­unar höf­uð­stóls hús­næð­is­lána á heima­síðu fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­is­ins. Um er að ræða fimm dæmi sem sýna áhrif lækk­unar höf­uð­stóls vegna nið­ur­fell­inga sem greiddar verða úr rík­is­sjóði og áhrif þess að fólk noti sér­eigna­líf­eyr­is­sparnað sinn til að borga niður hús­næð­is­lán. Dæmin eru eft­ir­far­andi:

skuldaniðurfelling

Kjarn­inn fékk sér­fræð­inga á fjár­mála­mark­aði til að reikna út hversu mikil leið­rétt­ing á vísi­tölu neyslu­verðs til verð­trygg­ingar væri sam­kvæmt þessum dæm­um.  Nið­ur­staða þeirra var að „leið­rétt­ing­in“ væri á bil­inu 6-8,5 pró­sent, eða tölu­vert frá þeim 13 pró­sentum sem lofað var í nóv­em­ber.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Lárus Welding þegar hann var stýrði Glitni.
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, gefur út bókina „Uppgjör bankamanns“
Fyrrverandi forstjóri Glitnis gefur í lok viku út bók þar sem hann gerir upp rúmlega áratuga langa baráttu sína við réttarkerfið á Íslandi. Hann var ákærður í fjórum málum og sakfelldur í tveimur þeirra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiKjarninn
None