Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Póstur Helga: Sálartetur ritstjóra MÁS-FRÉTTA (áður Mbl) skaddað

Helgi.Magnusson.Portrait.jpg
Auglýsing

Kjarninn hefur undir höndum tölvupóst sem sýnir glögglega að ýmislegt er skeggrætt á meðal áhrifafólks í viðskipta­lífinu um slit þrotabúa, afnám gjaldeyrishafta og áætlanir stjórnvalda í þeim efnum. Póstinn sendi Helgi Magnússon, fjár­festir og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, á ýmsa áhrifamenn í viðskiptalífinu, alls 25 talsins, þar á meðal stjórnar­menn í lífeyrissjóðum og fjárfesta.

almennt_03_04_2014

Í póstinum leggur Helgi út frá því hvers vegna Morgunblaðið hafi verið svo upptekið af því að fjalla um Má Guðmunds­son og launamál hans gegn Seðlabankanum. Hann segir að undirliggjandi séu nokkrar ástæður sem séu frekar „subbulegar“, þar á meðal að Framsóknar­flokkurinn og Sjálfstæðis­flokkurinn vilji komast að stýrinu í Seðla­bankanum til þess að ráða því í hvaða höndum eignir sem Seðlabankinn heldur á, þar á meðal kröfur í bú föllnu bankanna, lendi. Þá segir hann Davíð Oddsson, fyrrverandi formann stjórnar Seðlabanka Íslands og nú ritstjóra Morgunblaðsins, vera að reyna að bæta ímynd sína.

Auglýsing

Bréfið var sent 16. mars síðastliðinn. Orðrétt segir Helgi í bréfinu:

Sælir félagar.

Sl. laugardag bar það til tíðinda að forsíða MÁS-FRÉTTA (áður Mbl.) var ekki lögð undir fréttir af „Stóra-Más-Málinu“ eins og hafði þá gerst í átta blöðum í röð.

Blaðið hefur ekki lagt átta forsíður í röð undir eitthvert eitt efni síðan í hruninu árið 2008. Þó voru þá eitthvað mismunandi áherslur og breiðari efnistök heldur en í þessu einfalda klúðursmáli sem lögsókn Más gegn Seðlabankanum er. Sumir halda því fram að efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 sé jafnvel enn stærra mál en klúðrið kringum launamál Más! Ljóst er að formaður bankaráðs, Lára V. Júlíusdóttir, hrl., er með allt niður um sig í þessu máli og einnig Már. En hvers vegna er verið að fjalla um þetta tiltölulega ómerkilega mál með því offorsi og þeirri þráhyggju sem fram kemur hjá þessum eina fjölmiðli?

Fyrir því liggja nokkrar ástæður – og flestar eru þær frekar subbulegar:

Lestu ástæðurnar sem Helgi taldi upp og afgang tölvupóstsins í Kjarnanum. Hann er aðgengilegur hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None