Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Póstur Helga: Sálartetur ritstjóra MÁS-FRÉTTA (áður Mbl) skaddað

Helgi.Magnusson.Portrait.jpg
Auglýsing

Kjarn­inn hefur undir höndum tölvu­póst sem sýnir glögg­lega að ýmis­legt er skegg­rætt á meðal áhrifa­fólks í við­skipta­líf­inu um slit þrota­búa, afnám gjald­eyr­is­hafta og áætl­anir stjórn­valda í þeim efn­um. Póst­inn sendi Helgi Magn­ús­son, fjár­­­festir og stjórn­ar­maður í Líf­eyr­is­sjóði verzl­un­ar­manna, á ýmsa áhrifa­menn í við­skipta­líf­inu, alls 25 tals­ins, þar á meðal stjórn­ar­­menn í líf­eyr­is­sjóðum og fjár­festa.

almennt_03_04_2014

Í póst­inum leggur Helgi út frá því hvers vegna Morg­un­blaðið hafi verið svo upp­tekið af því að fjalla um Má Guð­munds­­son og launa­mál hans gegn Seðla­bank­an­um. Hann segir að und­ir­liggj­andi séu nokkrar ástæður sem séu frekar „subbu­leg­ar“, þar á meðal að Fram­sókn­ar­­flokk­ur­inn og Sjálf­stæð­is­­flokk­ur­inn vilji kom­ast að stýr­inu í Seðla­­bank­anum til þess að ráða því í hvaða höndum eignir sem Seðla­bank­inn heldur á, þar á meðal kröfur í bú föllnu bank­anna, lendi. Þá segir hann Davíð Odds­son, fyrr­ver­andi for­mann stjórnar Seðla­banka Íslands og nú rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, vera að reyna að bæta ímynd sína.

Auglýsing

Bréfið var sent 16. mars síð­ast­lið­inn. Orð­rétt segir Helgi í bréf­inu:

Sælir félag­ar.

Sl. laug­ar­dag bar það til tíð­inda að for­síða MÁS-FRÉTTA (áður Mbl.) var ekki lögð undir fréttir af „Stóra-Má­s-­Mál­inu“ eins og hafði þá gerst í átta blöðum í röð.

Blaðið hefur ekki lagt átta for­síður í röð undir eitt­hvert eitt efni síðan í hrun­inu árið 2008. Þó voru þá eitt­hvað mis­mun­andi áherslur og breið­ari efn­is­tök heldur en í þessu ein­falda klúð­urs­máli sem lög­sókn Más gegn Seðla­bank­anum er. Sumir halda því fram að efna­hags­hrunið á Íslandi árið 2008 sé jafn­vel enn stærra mál en klúðrið kringum launa­mál Más! Ljóst er að for­maður banka­ráðs, Lára V. Júl­í­us­dótt­ir, hrl., er með allt niður um sig í þessu máli og einnig Már. En hvers vegna er verið að fjalla um þetta til­tölu­lega ómerki­lega mál með því offorsi og þeirri þrá­hyggju sem fram kemur hjá þessum eina fjöl­miðli?

Fyrir því liggja nokkrar ástæður – og flestar eru þær frekar subbu­leg­ar:

Lestu ástæð­urnar sem Helgi taldi upp og afgang tölvu­pósts­ins í Kjarn­an­um. Hann er aðgengi­legur hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None