Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Markaðsmisnotkun, innherjabrot og umboðssvik

fors..umynd_.jpg
Auglýsing

Fjórir stærstu spari­sjóðir lands­ins: SPRON, Byr og Spari­sjóð­irnir í Kefla­vík og Mýra­sýslu, hög­uðu sér að mörgu leyti meira eins og fjár­fest­ing­ar­fé­lög en spari­sjóð­ir. Þau voru undir hælnum á stærri bönkum eða ákveðnum við­skipta­manna­hópum og fjár­mögn­uðu oft á tíðum gjörn­inga sem stóru bank­arnir ann­að­hvort vildu ekki eða gátu ekki, sökum hámarks­út­lána til ákveð­inna aðila, fjár­magn­að.

almennt_17_04_2014

Kjarna­starf­semi þeirra var ónýt, vaxta­munur lít­ill eða eng­inn og sumum þeirra tókst meira að segja ekki að hagn­ast á því að lána út verð­tryggð íbúða­lán. Lán voru veitt án nægj­an­legra trygg­inga og lánað var til stofn­fjár­kaupa með veði í bréf­unum sjálf­um, sem er and­stætt lög­um.

Í stað þess að þjón­ustu­tekjur og vaxta­munur inn- og útlána ein­kenndi rekstur sjóð­anna fyrir banka­hrun var uppi­staðan í vexti og hagn­aði þeirra nán­ast ein­vörð­ungu útlán sem orka í besta falli tví­mælis og gríð­ar­lega áhættu­samar fjár­fest­ingar í verð­bréf­um. Auk þess tóku þeir oft á tíðum þátt í fjár­fest­ing­ar­starf­semi sem skil­aði miklu tapi. SPRON átti til að mynda í félögum sem fjár­festu í fast­eignum í Berlín og stóðu að útrás Remax og sölu á kvenn­mannsnær­fatn­aði í öðrum Evr­ópu­lönd­um.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rann­sókn­ar­­nefndar um starf­semi spari­sjóð­anna sem birt var í síð­ustu viku.

Auglýsing

Tug­millj­arða kostn­aður lendir á skatt­greið­endum

Þær póli­tísku hug­myndir sem voru uppi um end­ur­reisn spari­sjóða­kerf­is­ins með ein­hverja af þessum sjóðum sem nýtt hryggjar­stykki, sér­stak­lega Spari­sjóð­inn í Kefla­vík eða Byr, voru því eftir á að hyggja and­vana fædd­ar. Í þær hefði aldrei átt að ráð­ast.

Ástand þess­ara sjóða vegna slæ­legs rekst­urs, mik­illar áhættu­sækni, und­ir­lægju­­semi við ákveðnar fjár­mála- og við­skipta­blokkir og van­þekk­ingar eða -getu starfs­manna sem fóru með mikil fjár­ráð, og dregið er fram í skýrslu rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar, sýna að raun­hæfi slíkra hug­mynda var ekk­ert. Nið­ur­staðan er að heild­ar­kostn­aður sem þegar hefur fallið á hið opin­bera, skatt­greið­end­ur, vegna erf­ið­leika og falls spari­sjóð­anna, er nú þegar rúmir 33 millj­arðar króna. Uppi­staðan í því tapi er kostn­aður vegna Spari­sjóðs­ins í Kefla­vík, rúmir 19 millj­arðar króna án til­lits til vaxta.

Auk þess ríkir enn óvissa um hvort og hvað muni falla til vegna upp­gjörs við slita­stjórn Spari­sjóða­bank­ans. Seðla­banki Íslands lýsti 215 millj­arða króna kröfu í þrotabú bank­ans en lít­ill hluti krafn­anna hefur verið sam­þykkt­ur. Þessar kröfur eru vegna hinna svoköll­uðu end­ur­hverfu við­skipta þar sem Spari­sjóða­bank­inn var milli­lið­ur. Hann fékk lán hjá Seðla­banka Íslands og end­ur­lán­aði þau svo til við­skipta­banka og spari­sjóða. Við­búið er því að tugir millj­arða króna til við­­bótar tap­ist vegna þess­arra lána.

Bein­tengdir við við­skipta- og banka­blokkir

Þrír sjóð­anna: SPRON, Spari­sjóð­ur­inn í Kefla­vík og Spari­sjóður Mýra­sýslu, bein­tengdu hags­muni sína við Kaup­þing í gegnum beint og óbeint eign­ar­hald á hluta­bréfum í Existu, stærsta eig­anda bank­ans. Þegar Kaup­þing og Exista féllu var ljóst að sjóð­irnir þrír væru komnir í vanda sem þeir gætu ekki yfir­stig­ið. Byr batt sig við hóp sem tengd­ist stærstu eig­endum Glitn­is, Baugi og fylgi­hnött­um, og lán­aði honum risa­vaxnar fjár­hæð­ir. Engar við­skipta­legar for­sendur geta talist fyrir sumum þeirra lán­veit­inga og eru þær til rann­sóknar hjá emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara.

Alls til­kynnti rann­sókn­ar­nefnd um spari­sjóð­ina 21 mál til rík­is­sak­sókn­ara. Hann á síðan að vísa þeim áfram til þar til bærra emb­ætta. Þau eru sér­stakur sak­sókn­ari og eftir atvikum Fjár­mála­eft­ir­lit­ið. Auk þess rann­sakar emb­ætti sér­staks sak­sókn­ara nú þegar um tíu mál sem tengj­ast þeim. Hluti þeirra mála snýr að Spari­sjóðnum í Kefla­vík og er meðal ann­ars byggður á leyni­skýrslu end­ur­skoð­un­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins PwC um sjóð­inn sem skilað var í apríl 2011 og Kjarn­inn birti í heild sinni í fyrstu útgáfu sinni, 22. ágúst 2013. Hana má nálg­ast hér.

Heim­ildir Kjarn­ans herma að nán­ast öll þessi mál teng­ist stærstu fjórum sjóð­un­um. Þau mál sem vísað var til rík­is­sak­sókn­ara eru margs kon­ar. Þau snú­ast meðal ann­ars um meinta mark­aðs­mis­notkun og inn­herja- og umboðs­svik.

Hluti mál­anna fyrndur

Hluti mál­anna fellur hins vegar undir sér­refsi­lög, ekki hegn­ing­ar­lög. Ef refsirammi þeirra er undir tveggja ára fang­elsi geta slík mál fyrnst á fimm árum. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans á það við um hluta þeirra mála sem rann­sókn­ar­nefndin vís­aði til rík­is­sak­sókn­ara að þau eru fyrnd. Rann­sókn máls­ins gæti hins vegar leitt til þess að við­eig­andi emb­ætti færðu sum brot­anna undir hegn­ing­ar­lög sem eru ekki þar núna.

Eitt vanda­mál blasir hins vegar við. Fjár­mála­eft­ir­litið hætti hrun­rann­sóknum í byrjun árs 2013. Þótt innan emb­ætt­is­ins sé enn starf­andi sér­stakur rann­sókn­ar­hópur innan vett­vangs- og verð­bréfa­eft­ir­lits er geta þess til að takast á við stór­tækar rann­sóknir mjög skert.

Þetta skiptir miklu máli, til dæmis varð­andi rann­sóknir á meintri mark­aðs­mis­notk­un, en nokkur slík mál komu út úr vinnu rann­sókn­ar­nefndar um starf­semi spari­­­sjóð­anna. Sér­stakur sak­sókn­ari getur ekki tekið upp mark­aðs­mis­notk­un­ar­mál nema eftir kæru frá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu.

Í svari Fjár­mála­eft­ir­lits­ins við spurn­ingum Kjarn­ans um málið segir að sum af mál­unum 21 sem nefndin hafi sent frá sér hafi varðað brot sem heyri undir Fjár­mála­eft­ir­litið og muni ein­ungis sæta rann­sókn lög­reglu að und­an­geng­inni kæru frá eft­ir­lit­inu. Ef þau kalli á frek­ari rann­sókn að hálfu þess muni hún fara fram. Síðan segir að „þó rann­sóknum í kjöl­far hruns­ins sé form­lega lokið hjá Fjár­mála­eft­ir­lit­inu er áfram rann­sókn­ar­hópur að störf­um[...] og stofn­unin því vel í stakk búin til að rann­saka mál“.

Afger­andi nið­ur­staða

Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar um spari­sjóð­ina hefur verið gagn­rýnd tölu­vert í fjöl­miðlum fyrir að vera ekki nógu afger­andi. Þótt í henni séu ekki dregnar jafn skýrar álykt­anir og gert var í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um fall íslenska banka­kerf­is­ins sem kom út fyrir fjórum árum er skýrslan hins vegar upp­full af nýjum upp­lýs­ingum sem sýna í hversu slæmu ástandi spari­sjóða­kerfið var á árunum fyrir hrun. Heim­ildir nefnd­ar­innar voru sam­bæri­legar við þær sem sú fyrsta hafði, utan þess að skerpt var á að fjalla ekki jafn mikið um fjár­mál ein­stak­linga. Á þeim örfáu stöðum þar sem nöfn eru ekki nefnd er mjög fljót­lega hægt að átta sig á um hverja er að ræða og fletta þeim upp í opin­berum gagna­söfn­um.

Í skýrsl­unni er því að finna sann­leik­ann um afdrif spari­sjóða­­kerf­is­ins, og sér­stak­lega þeirra fjög­urra sem ætl­uðu sér að spila með stóru strák­un­um. Og hann er ekki fal­leg­ur.

Lestu Kjarn­ann í heild sinni hér.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarninn
None