Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
hafsteinn-gunnar.jpg
Auglýsing

Þegar einka­neysla eykst, er það gott eða slæmt? Er neyslu­drif­inn hag­vöxtur slæm­ur? Haf­steinn Hauks­son hag­fræð­ingur á bágt með að skilja af hverju hann er slæm­ur.

Nokkuð dökkur blettur á póli­tískri stefnu­mótun Evr­ópu­þjóða er kaup­auðg­is­stefnan sem lögð var til grund­vallar efna­hags­stefnu þeirra langt fram á átj­ándu öld. Í sem stystu máli reyndu lönd sem fylgdu kaup­auðg­is­stefn­unni eftir fremsta megni að efla útflutn­ings­at­vinnu­vegi og inn­lenda full­vinnslu afurða, um leið og inn­flutn­ingur var ­tak­mark­að­ur, meðal ann­ars með háum toll­um. Eitt meg­in­mark­mið ­stefn­unnar var þannig að safna gjald­eyr­is­forða með því að við­halda sem allra mestum við­skipta­af­gangi við útlönd með vald­boði og póli­tískum afskipt­um.

Stefnan staf­aði af þeim mis­skiln­ingi að auð­söfnun auðs­ins vegna væri eft­ir­sókn­ar­verð. Sem betur fer lagð­ist hún af þegar leið á átj­ándu öld­ina og hópur heim­spek­inga, sem í dag flokk­ast sem feður hag­fræð­inn­ar, benti rétti­lega á að það væri rangt. Útflutn­ingur þjón­aði vissu­lega þeim til­gangi að afla gjald­eyr­is, en gjald­eyr­ir­inn væri til­gangs­lít­ill nema vegna þess að hann mætti nota til þess að standa undir inn­flutn­ingi; kaupum á mat og víni, vefn­að­ar­vöru og kryddi. Með öðrum orðum hefðu fullar kistur af gulli tak­markað innra virði, nema upp að því marki sem þær væru ávísun á önnur efn­is­leg gæði.

Auglýsing

Það gæti verið vit­leysa í mér, en stundum finnst mér sem eimi eftir af við­horfi kaup­auðg­is­stefn­unnar í afstöðu til hag­vaxt­ar. Eitt dæmi um slíkt eru sum við­brögð við þjóð­hags­reikn­ingum sem birt­ust fyrir síð­ustu helgi. Á fyrstu tveimur fjórð­ungum árs­ins 2014 hefur sam­setn­ing hag­vaxtar á Íslandi breyst tölu­vert; í stað þess að vera drif­inn áfram af utan­rík­is­­verslun (þ.e. vexti útflutn­ings umfram inn­flutn­ing) líkt og var á árinu 2013 er aðaldrif­fjöður vaxt­ar­ins nú einka­neysla. Líkt og búast mátti við er eng­inn skortur á álits­gjöfum með tölu­verðar áhyggjur af þess­ari þró­un.

Sjálfur á ég hins vegar erfitt með að skilja af hverju sam­setn­ing hag­vaxtar sem grund­vall­ast á einka­neyslu ætti að þykja verri en útflutn­ings­drif­ins hag­vaxt­ar. Reyndar hélt ég að loka­tak­mark alls hag­vaxtar hlyti að vera það að auka einka­neyslu – að auka þau efn­is­legu verð­mæti sem íbúar hag­kerf­is­ins hefðu til ráð­stöf­un­ar. Þannig mætti best auka lífs­gæði þjóð­ar­innar (þ.e. ef mér leyf­ist að líta fram hjá því rétt sem snöggvast að efn­is­leg gæði og lífs­gæði fari ekki endi­lega alltaf sam­an). Við ­fjár­festum í dag til þess að geta fram­leytt og neytt meira á morg­un, og ­stundum útflutn­ing til þess að hafa ráð á inn­flutn­ingi. Þjóð sem fjár­festir og flytur út til þess eins að sjá lands­fram­­leiðsl­una vaxa gæti átt á hættu að breyt­ast í eins konar mein­læta­hag­kerfi, líkt og kaup­auðg­is­þjóðir Evr­ópu fyrr á öld­um.

Hag­vöxtur ætti með öðrum orðum ekki að vera tak­mark í sjálfu sér, heldur leið að bættum lífs­kjörum – og þá er bæði sjálf­sagt og eðli­legt að einka­neysla vaxi sam­hliða fram­leiðslu hag­kerf­is­ins, í and­stöðu við þá sið­rænu afstöðu mein­læta­hag­kerf­is­ins að eyðsla hljóti alltaf að vera vond.

Hér skal þó fús­lega við­ur­kennt að þar með er ekki öll sagan sögð. Á end­anum er aðal­at­riðið að neyslu­vöxt­ur­inn sé sjálf­bær. Heim­ili getur vel leyft sér að auka eyðsl­una ef tekjur þess hækka, en rétt eins og heim­ili sem fjár­magnar neyslu á yfir­drætti getur hag­kerfi lent í vand­ræðum þegar engin inni­stæða er fyrir vext­in­um. Það er nokkuð sem við þekkjum allt of vel, en á árunum 2005-2008 jókst einka­neysla hröðum skref­um, á sama tíma og skuld­setn­ing vatt upp á sig og risa­vax­inn við­skipta­halli mynd­að­ist við útlönd. Þannig hlóðst upp ójafn­vægi sem leið­rétt­ist með hvelli á árunum 2009-2010. Í því ljósi er kannski ekki nema eðli­legt að ákveð­innar totryggni gæti í garð einka­neyslu­drif­ins hag­vaxt­ar.

Enn sem komið er virð­ist þessi vöxtur þó ekki byggður á auknum lán­tök­um. Þvert á móti jókst geng­is- og verð­leið­réttur útlána­stofn til heim­ila og fyr­ir­tækja á öðrum fjórð­ungi þessa árs í fyrsta sinn eftir sam­felldan sam­drátt frá árinu 2010 – og þá aðeins um þriðj­ung úr pró­senti. Hins vegar má vel taka undir sjón­ar­mið þeirra sem telja áhyggju­efni að hve miklu leyti þessi aukna eft­ir­spurn eftir neyslu „lek­ur“ út úr hag­kerf­inu í formi inn­flutn­ings. Með öðrum orðum á einka­neyslu­vöxt­ur­inn sér stað erlendis að hluta og veldur því að inn­flutn­ingur eykst hraðar en útflutn­ing­ur, en það kemur niður á við­skipta­jöfn­uði þjóð­ar­bús­ins. Við­skipta­jöfn­uð­ur­inn er þó enn jákvæður svo nokkru nem­ur, svo það er af og frá að ástandið sé sam­bæri­legt við það sem var á árunum fyrir fall gömlu bank­anna.

Það er því óþarfi að ótt­ast aukna hlut­deild einka­neyslu í hag­vexti enn sem komið er – svo fram­ar­lega sem við sofnum ekki á verð­in­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None