Sjálfshjálparbækur, átaksnámskeið, skyndikúrar og mataræðisstefnur spretta upp eins og gorkúlur í hverri viku, en flestar eiga þær sameiginlegt að setja snöru utan um hálsinn á þér í formi tölulegra viðmiða.
„Viltu missa 10 kg fyrir sumarið? Brenndu 1.000 kaloríum á nýja æfingakerfinu frá Hollívúdd. Búðu til splunkunýja hegðun á aðeins örfáum dögum. Misstu 1 kg á dag á nýja lágkolvetna háfitu, prótína kúrnum.Hangtu á horriminni tvo daga í viku og tálgaðu smjörið á ljóshraða. Borðaðu á tveggja tíma fresti, annars visna vöðvarnir með óútskýrðum mekanisma. Þú verður að borða sex máltíðir á dag, annars deyja tíu kettlingar. Misstu 5 kg á mánuði á nýja díetinu sem tröllríður öllu í Ameríkunni. Ekki borða meira en 50 grömm af kolvetnum á dag því þá spikastu eins og aligæs í foie gras-verksmiðju. Þú verður að þyngja lóðin um 5% á tveggja vikna fresti til að verða massaður í drasl.“
Þetta er örstutt brot úr grein Röggu Nagla í nýjasta Kjarnanum. Lestu hann í heild sinni hér.