Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Nýr forstjóri Skipta ráðinn eftir valdabaráttu

Skipti.jpg
Auglýsing

Orri Hauks­son var í gær ráð­inn for­stjóri Skipta. Hann tekur við starfi Steins Loga Björns­sonar sem var rek­inn 13. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Kjarn­inn greindi frá því nokkrum dögum síðar mikil valda­bar­átta færi fram innan Skipta um hver ætti að leiða þetta stærsta fjar­skipta­fé­lag lands­ins. Bar­áttan snérist ekki um rekstur þeirra fyr­ir­tækja sem Skipti á. Hún snérist heldur ekki um fram­tíð­ar­stefnu­mótun þeirra. Bar­áttan hefur fyrst og síð­ast snú­ist um per­són­ur. Stjórn­ar­menn sem sitja í stjórn­inni fyrir hönd líf­eyr­is­sjóða eru sagðir hafa viljað koma „sínum mann­i“. Sá maður var Orri Hauks­son.

Hér að neðan birt­ist brot úr frétta­skýr­ingu Kjarn­ans um málið sem birt­ist fyrst 19. sept­em­ber, fyrir mán­uði síð­an.

Erf­iðir tímar eftir hrun

Auglýsing

Hlut­verk Steins Loga Björns­sonar sem for­stjóra Skipta var að taka til í rekstr­in­um, auka fram­legð Skipta og und­ir­búa félagið undir fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu, sem var óum­flýj­an­leg. Skipti höfðu þá tapað 33 millj­örðum króna á árunum 2008 til 2012.

Hún hófst form­lega í jan­úar síð­ast­liðnum og í apríl lágu til­lög­urnar fyr­ir. Þær gerðu ráð fyrir að eig­endur skulda­bréfa sem Skipti höfðu gefið út, en gátu ekki borgað af, skiptu á þeim og hluta­bréf­um, að Arion banki breytti hluta lána sinna í hlutafé  og að félagið yrði end­ur­fjár­magn­að. Klakki gaf á sama tíma frá sér allt hluta­fé.

Eftir end­ur­skipu­lagn­ing­una var Arion banki stærsti ein­staki eig­andi Skipta en líf­eyr­is­sjóð­ir, sem höfðu verið dug­legir að kaupa upp skulda­bréf Skipta fyrir hrun, voru stærstir á meðal ann­arra eig­enda. Líf­eyr­is­sjóður versl­un­ar­manna, Líf­eyr­is­sjóður starfs­manna rík­is­ins og Gildi voru þar stærstir með sam­tals um 30 pró­sent hlut.

Reynt að ráða Orra í sumar

Þegar ljóst var að nýir eig­endur voru komnir að félag­inu þurfti að halda hlut­hafa­fund og velja nýja stjórn sem end­ur­spegl­aði nýtt eign­ar­hald. Hann var haldin 2. júlí síð­ast­liðin og hófst á ávarpi þáver­andi stjórn­ar­for­manns, Bene­dikts Sveins­son­ar, sem sat fyrir hönd Arion banka. Á þeim tima gætti nokk­urs óróa í hinum nýja hlut­hafa­hópi Skipta vegna þrýst­ings frá ýmsum í stjórn Skipta við að koma Orra Hauks­syni, fram­kvæmda­stjóra Sam­taka Iðn­að­ar­ins, að sem for­stjóra félags­ins. Helgi Magn­ús­son réð Orra í þá vinnu. Þeim til­raunum var hrund­ið.

Í ávarpi sínu gagn­rýndi Bene­dikt  þessar til­raunir til að bola Steini Loga burt án sýni­legrar ástæðu og án efn­is­legra raka. Hann gagn­rýndi einnig stig­vax­andi umsvif líf­eyr­is­sjóð­anna í íslensku við­skipta­líf­i.­Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans setti Bene­dikt ákveðin skil­yrði, sem snéru að full­trúum líf­eyr­is­sjóð­anna í stjórn Skipta, fyrir því að sitja áfram í stjórn­inni. Að þeim varð ekki  og úr varð að Bene­dikt bauð sig ekki fram til áfram­hald­andi setu.

Steinn Logi rek­inn

Í sept­em­ber dró svo til tíð­inda. Steini Loga var sendur tölvu­póstur á fimmtu­degi, þann 12. Sept­em­ber, og hann boð­aður á fund stjórn­ar­manna á föstu­degi. Þar hitti hann Sig­ríði Hrólfs­dótt­ur, nýjan for­mann stjórnar Skipta, og Ingi­mund Sig­ur­páls­son, vara­for­mann stjórn­ar, og hann beð­inn um að sam­þykkja starfs­lok. Á manna­máli þýðir það ein­fald­lega að hann var rek­inn.

Nú var svo komið að líf­eyr­is­sjóð­irnir voru komnir með meiri­hluta í stjórn og gátu því ráðið mál­inu. Ákvörð­unin var samt sem áður ein­róma en með því skil­yrði að starfið yrði aug­lýst. Það var gert á mánu­dag­inn 16. sept­em­ber.

Við­mæl­endur Kjarn­ans sem studdu brott­rekst­ur­inn segja að nýir eig­endur hafi ein­fald­lega ekki talið Stein Loga vera réttu týpuna til að leiða Skipti inn í fram­tíð­ina. Framundan sé mikil sam­keppni á mjög hörðum sam­keppn­is­mark­aði og skrán­ing félags­ins á mark­að. Önnur mann­gerð stjórn­anda myndi henta betur í það hlut­verk. Þessi skoðun var sér­stak­lega ráð­andi hjá full­trúum líf­eyr­is­sjóð­anna í stjórn Skipta: Helga Magn­ús­syni, Heiðrúnu Jóns­dóttur og Stef­áni Árna Auð­ólfs­syni. Þau þrjú eru með meiri­hluta í fimm manna stjórn. Þeir sem voru ákvörð­un­inni mót­fallnir segja á hinn bóg­inn að brott­rekst­ur­inn sé ein­falt, gam­al­dags valda­tafl.

Það sem gerði brott­rekstur Steins Loga helst sér­kenni­legan í huga margra er að undir hans stjórn hafa Skipti tekið stakka­skipt­um. Eftir að hann varð for­stjóri  hefur tek­ist að hag­ræða mjög í rekstr­in­um, ljúka ýmsum sam­keppn­is­málum sem sam­steypan stóð frammi fyrir og klára fjár­hags­lega end­ur­skipu­lagn­ingu henn­ar. Þar skipti mestu máli að sann­færa skulda­bréfa­eig­endur um að breyta bréfum sínum í ný hluta­bréf. Mark­að­ur­inn virð­ist líka hafa mikla trú á Skipt­um. Félagið seldi skulda­bréf fyrir um átta millj­arða króna í sumar og var umfram­eft­ir­spurn tæp­lega 50 pró­sent. Þó verður að taka það með í dæmið að fjár­fest­inga­mögu­leikar á Íslandi eru ekk­ert sér­lega marg­ir. Afkoma Skipta eftir skatta, fjár­magnsliði og afskriftir var jákvæð um 466 millj­ónir króna á fyrri hluta þessa árs. Til sam­an­burðar tap­aði félagið 2.562 millj­ónum króna á sama tíma­bili árið áður.  Það eru því bjart­ari tímar framundan hjá Skiptum.

Áhyggjur af líf­eyr­is­sjóðum

Margir í við­skipta­líf­inu eru auk þess hugsi yfir þeim miklu ítökum sem líf­eyr­is­sjóðir lands­ins hafa yfir atvinnu­líf­inu. Þeim finnst bar­áttan sem átt hefur stað stað innan Skipta end­ur­spegla þau vanda­mál sem eru uppi ágæt­lega.

Aukin umsvif og áhrif líf­eyr­is­sjóð­anna í atvinnu­líf­inu má helst rekja til tveggja hluta. Ann­ars vegar áttu þeir mikið magn skulda­bréfa á fyr­ir­tæki sem fóru á haus­inn og gátu því ekki greitt þau til­baka. Líf­eyr­is­sjóð­irnir breyttu því skuld­unum í hlutafé í þeirri von að end­ur­heimta eitt­hvað að eignum sín­um. Hin ástæðan eru gjadl­eyr­is­höft. Ný fjár­fest­inga­þörf líf­eyr­is­sjóð­anna er allt að 130 millj­arðar króna á ári og höftin meina þeim að fjár­festa erlend­is.

Þessi staða gerir það að verkum að því lengur sem höftin eru til staðar því meira munu líf­eyr­is­sjóðir eign­ast í íslensku við­skipta­lífi. Eign­ar­haldið verður ann­að­hvort beint í nafni sjóð­anna eða óbeint í gegnum ýmsa fjár­fest­inga­sjóði. Ef sjóð­irnir fara að nálg­ast hámark þess sem þeir mega eiga í ákveðnum teg­undum fjár­fest­inga sam­kvæmt lögum virð­ist sem lög­gjaf­inn hafi um lítið annað að velja en að rýmka þær heim­ildir enn frek­ar. Þetta sást ágæt­lega í upp­hafi þessa árs þegar heim­ildir líf­eyr­is­sjóða til að fjár­festa í óskráðum bréfum var aukið úr 20 pró­sent af heild­ar­eignum þeirra í 25 pró­sent.

Í ljósi þeirra áhrifa og valda sem munu safn­ast á hendur líf­eyr­is­sjóð­anna vegna þess­ara aðstæðna velta margir fyrir sér hvort breyta þurfi ann­ars­vegar fyr­ir­komu­lag­inu á því hvernig er valið í stjórn sjóð­anna og hins vegar að búa til nýtt fyr­ir­komu­lag um hvernig sjóð­irnir skipa full­trúa í stjórnir þeirra fyr­ir­tækja sem þeir eign­ast. Valdið geti nefni­lega þjapp­ast fljótt saman við þær aðstæður sem nú ríkja.

lestumeira

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiKjarninn
None