Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Nýr forstjóri Skipta ráðinn eftir valdabaráttu

Skipti.jpg
Auglýsing

Orri Hauksson var í gær ráðinn forstjóri Skipta. Hann tekur við starfi Steins Loga Björnssonar sem var rekinn 13. september síðastliðinn. Kjarninn greindi frá því nokkrum dögum síðar mikil valdabarátta færi fram innan Skipta um hver ætti að leiða þetta stærsta fjarskiptafélag landsins. Baráttan snérist ekki um rekstur þeirra fyrirtækja sem Skipti á. Hún snérist heldur ekki um framtíðarstefnumótun þeirra. Baráttan hefur fyrst og síðast snúist um persónur. Stjórnarmenn sem sitja í stjórninni fyrir hönd lífeyrissjóða eru sagðir hafa viljað koma „sínum manni“. Sá maður var Orri Hauksson.

Hér að neðan birtist brot úr fréttaskýringu Kjarnans um málið sem birtist fyrst 19. september, fyrir mánuði síðan.

Erfiðir tímar eftir hrun

Auglýsing

Hlutverk Steins Loga Björnssonar sem forstjóra Skipta var að taka til í rekstrinum, auka framlegð Skipta og undirbúa félagið undir fjárhagslega endurskipulagningu, sem var óumflýjanleg. Skipti höfðu þá tapað 33 milljörðum króna á árunum 2008 til 2012.

Hún hófst formlega í janúar síðastliðnum og í apríl lágu tillögurnar fyrir. Þær gerðu ráð fyrir að eigendur skuldabréfa sem Skipti höfðu gefið út, en gátu ekki borgað af, skiptu á þeim og hlutabréfum, að Arion banki breytti hluta lána sinna í hlutafé  og að félagið yrði endurfjármagnað. Klakki gaf á sama tíma frá sér allt hlutafé.

Eftir endurskipulagninguna var Arion banki stærsti einstaki eigandi Skipta en lífeyrissjóðir, sem höfðu verið duglegir að kaupa upp skuldabréf Skipta fyrir hrun, voru stærstir á meðal annarra eigenda. Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Gildi voru þar stærstir með samtals um 30 prósent hlut.

Reynt að ráða Orra í sumar

Þegar ljóst var að nýir eigendur voru komnir að félaginu þurfti að halda hluthafafund og velja nýja stjórn sem endurspeglaði nýtt eignarhald. Hann var haldin 2. júlí síðastliðin og hófst á ávarpi þáverandi stjórnarformanns, Benedikts Sveinssonar, sem sat fyrir hönd Arion banka. Á þeim tima gætti nokkurs óróa í hinum nýja hluthafahópi Skipta vegna þrýstings frá ýmsum í stjórn Skipta við að koma Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra Samtaka Iðnaðarins, að sem forstjóra félagsins. Helgi Magnússon réð Orra í þá vinnu. Þeim tilraunum var hrundið.

Í ávarpi sínu gagnrýndi Benedikt  þessar tilraunir til að bola Steini Loga burt án sýnilegrar ástæðu og án efnislegra raka. Hann gagnrýndi einnig stigvaxandi umsvif lífeyrissjóðanna í íslensku viðskiptalífi.Samkvæmt heimildum Kjarnans setti Benedikt ákveðin skilyrði, sem snéru að fulltrúum lífeyrissjóðanna í stjórn Skipta, fyrir því að sitja áfram í stjórninni. Að þeim varð ekki  og úr varð að Benedikt bauð sig ekki fram til áframhaldandi setu.

Steinn Logi rekinn

Í september dró svo til tíðinda. Steini Loga var sendur tölvupóstur á fimmtudegi, þann 12. September, og hann boðaður á fund stjórnarmanna á föstudegi. Þar hitti hann Sigríði Hrólfsdóttur, nýjan formann stjórnar Skipta, og Ingimund Sigurpálsson, varaformann stjórnar, og hann beðinn um að samþykkja starfslok. Á mannamáli þýðir það einfaldlega að hann var rekinn.

Nú var svo komið að lífeyrissjóðirnir voru komnir með meirihluta í stjórn og gátu því ráðið málinu. Ákvörðunin var samt sem áður einróma en með því skilyrði að starfið yrði auglýst. Það var gert á mánudaginn 16. september.

Viðmælendur Kjarnans sem studdu brottreksturinn segja að nýir eigendur hafi einfaldlega ekki talið Stein Loga vera réttu týpuna til að leiða Skipti inn í framtíðina. Framundan sé mikil samkeppni á mjög hörðum samkeppnismarkaði og skráning félagsins á markað. Önnur manngerð stjórnanda myndi henta betur í það hlutverk. Þessi skoðun var sérstaklega ráðandi hjá fulltrúum lífeyrissjóðanna í stjórn Skipta: Helga Magnússyni, Heiðrúnu Jónsdóttur og Stefáni Árna Auðólfssyni. Þau þrjú eru með meirihluta í fimm manna stjórn. Þeir sem voru ákvörðuninni mótfallnir segja á hinn bóginn að brottreksturinn sé einfalt, gamaldags valdatafl.

Það sem gerði brottrekstur Steins Loga helst sérkennilegan í huga margra er að undir hans stjórn hafa Skipti tekið stakkaskiptum. Eftir að hann varð forstjóri  hefur tekist að hagræða mjög í rekstrinum, ljúka ýmsum samkeppnismálum sem samsteypan stóð frammi fyrir og klára fjárhagslega endurskipulagningu hennar. Þar skipti mestu máli að sannfæra skuldabréfaeigendur um að breyta bréfum sínum í ný hlutabréf. Markaðurinn virðist líka hafa mikla trú á Skiptum. Félagið seldi skuldabréf fyrir um átta milljarða króna í sumar og var umframeftirspurn tæplega 50 prósent. Þó verður að taka það með í dæmið að fjárfestingamöguleikar á Íslandi eru ekkert sérlega margir. Afkoma Skipta eftir skatta, fjármagnsliði og afskriftir var jákvæð um 466 milljónir króna á fyrri hluta þessa árs. Til samanburðar tapaði félagið 2.562 milljónum króna á sama tímabili árið áður.  Það eru því bjartari tímar framundan hjá Skiptum.

Áhyggjur af lífeyrissjóðum

Margir í viðskiptalífinu eru auk þess hugsi yfir þeim miklu ítökum sem lífeyrissjóðir landsins hafa yfir atvinnulífinu. Þeim finnst baráttan sem átt hefur stað stað innan Skipta endurspegla þau vandamál sem eru uppi ágætlega.

Aukin umsvif og áhrif lífeyrissjóðanna í atvinnulífinu má helst rekja til tveggja hluta. Annars vegar áttu þeir mikið magn skuldabréfa á fyrirtæki sem fóru á hausinn og gátu því ekki greitt þau tilbaka. Lífeyrissjóðirnir breyttu því skuldunum í hlutafé í þeirri von að endurheimta eitthvað að eignum sínum. Hin ástæðan eru gjadleyrishöft. Ný fjárfestingaþörf lífeyrissjóðanna er allt að 130 milljarðar króna á ári og höftin meina þeim að fjárfesta erlendis.

Þessi staða gerir það að verkum að því lengur sem höftin eru til staðar því meira munu lífeyrissjóðir eignast í íslensku viðskiptalífi. Eignarhaldið verður annaðhvort beint í nafni sjóðanna eða óbeint í gegnum ýmsa fjárfestingasjóði. Ef sjóðirnir fara að nálgast hámark þess sem þeir mega eiga í ákveðnum tegundum fjárfestinga samkvæmt lögum virðist sem löggjafinn hafi um lítið annað að velja en að rýmka þær heimildir enn frekar. Þetta sást ágætlega í upphafi þessa árs þegar heimildir lífeyrissjóða til að fjárfesta í óskráðum bréfum var aukið úr 20 prósent af heildareignum þeirra í 25 prósent.

Í ljósi þeirra áhrifa og valda sem munu safnast á hendur lífeyrissjóðanna vegna þessara aðstæðna velta margir fyrir sér hvort breyta þurfi annarsvegar fyrirkomulaginu á því hvernig er valið í stjórn sjóðanna og hins vegar að búa til nýtt fyrirkomulag um hvernig sjóðirnir skipa fulltrúa í stjórnir þeirra fyrirtækja sem þeir eignast. Valdið geti nefnilega þjappast fljótt saman við þær aðstæður sem nú ríkja.

lestumeira

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Steinar Frímannsson
Góð, en stundum þokukennd stefna – Umhverfisstefna Viðreisnar
Kjarninn 19. september 2021
Tugir innherjasvikamála órannsökuð þegar Fjármálaeftirlitið hætti rannsóknum
Fyrrverandi rannsakandi á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins eftir hrun bankakerfisins segir sögu sína í bók sem brátt kemur út í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hann segir stór mál enn hafa verið órannsökuð þegar FME slaufaði rannsóknarteymum sínum.
Kjarninn 19. september 2021
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Uppgjör
Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.
Kjarninn 19. september 2021
Loðfílar hafa veirð útdauðir í um tíu þúsund ár.
Ætla sér að koma loðfílum á legg innan sex ára
Fyrirtækið Colossal segir loðfíla geta reynst vel í baráttunni gegn loftslagsbreytingum og ætla sér að búa þá til með því að blanda erfðaefni þeirra við frumur Asíufíls. Aðrir vísindamenn efast um ágæti verkefnisins.
Kjarninn 18. september 2021
Árni Jensson
Viðhorfskönnun Gallup – Trúmál
Kjarninn 18. september 2021
Jón Baldvin Hannibalsson
Land tækifæranna
Kjarninn 18. september 2021
Svona mun Sigurboginn líta út fram til 3. október
Sigurboginn klæddur í 25 þúsund fermetra plastklæði
Fyrsta stóra verkefni Christo og Jeanne-Claude hefur litið dagsins ljós eftir andlát Christo. Það hefur verið lengi í undirbúningi en um þúsund manns koma að uppsetningunni og kostnaður nemur rúmum tveimur milljörðum króna.
Kjarninn 18. september 2021
Meira úr sama flokkiKjarninn
None