Nýtt frjálslynt, alþjóðasinnað stjórnmálaafl, sem staðsetur sig hægra megin við miðju, er í hraðri mótun. Um þessar mundir vinnur hópur fólks að því að undirbúa farveginn og í gær lauk fyrstu könnun Capacent á því hvert mögulegt fylgi slíks afls gæti orðið. Samkvæmt upplýsingum Kjarnans stendur til að birta niðurstöður þeirrar könnunar í dag. Framboðið, sem hefur ekki fengið nafn en hefur hjá hluta hópsins vinnuheitið „Nýi Sjálfstæðisflokkurinn“, ætlar sér ekki að verða eins stefnumáls vettvangur, þrátt fyrir að það sé að myndast í kringum andstöðu við slit á viðræðum við Evrópusambandið. Þvert á móti er lögð áhersla á að bjóða upp á stóran stefnumálapakka og breiða fylkingu fólks af fólki af báðum kynjum úr ýmsum stéttum þegar af framboði verður. Og það verður af framboði, það virðist ljóst.
Fjársterkur hópur
Hópurinn sem stendur að baki þessum hugmyndum er mjög fjársterkur. Hluti hans hefur styrkt Sjálfstæðisflokkinn myndarlega undanfarin ár og áratugi. Þeim styrkveitingum er nú að mestu lokið. Viðmælendur Kjarnans segja að verið sé að undirbúa tvenns konar ferla að framboði, enda skipti tímasetning öllu. Fyrri ferillinn, „Plan A“, miðar við að kosningar verði eftir að kjörtímabilinu lýkur, eftir þrjú ár. Sá síðari, „Plan B“, miðar við að hægt verði að setja saman og manna framboð á nokkrum vikum ef pólitíski veruleikinn verði sitjandi ríkisstjórn ofviða.
Þetta er örstutt útgáfa af fréttaskýringu um málið. Lestu hana í heild sinni í Kjarnanum hér.