Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Olíulækkanir skila tugþúsundum í vasa heimilanna

N1-bens--nstoe---02.jpg
Auglýsing

Hríðlækkandi heimsmarkaðsverð olíu getur haft veruleg áhrif á útgjöld íslenskra heimila og lækkað rekstrarkostnað þeirra um tugþúsundir króna á árinu, haldist olíuverð lágt eða það lækki enn frekar. Verð á mörkuðum hefur lækkað um 60% frá því í júní 2014 og kostar olíufatið nú minna en 50 dollara. Það hefur ekki verið ódýrara síðan í efnahagskreppunni 2009 og spá markaðssérfræðingar því að verð muni lækka enn frekar og haldast lágt á árinu 2015.

En hvað þýðir verðfallið fyrir útgjöld íslenskra heimila? Í töflunni hér að neðan má skoða nokkur dæmi og stilla töfluna eftir tegund bíls og árlegum akstri. Taflan sýnir mánaðarlegan kostnað við bensínkaup árið 2014 og árið 2015. Fyrir árið 2014 er miðað við að lítri af 95 oktan bensíni hafi kostað 245 krónur, sem er meðaltalsverð samkvæmt ársfjórðungslegum mælingum Hagstofunnar, og fyrir árið 2015 miðast útreikningar við lítraverðið 197 krónur.

Auglýsing

<a href='#'><img alt='Dashboard 1 ' src='https:&#47;&#47;publicrevizit.tableausoftware.com&#47;static&#47;images&#47;be&#47;bensinverdiJan2015x&#47;Dashboard1&#47;1_rss.png' style='border: none' /></a>Learn About TableauDæmi úr töflunni eru útgjöld eiganda bíls sem keyrir um 14 kílómetra á hverjum bensínlítra, til dæmis eigandi Toyota Corollu eða sambærilegs bíls. Miðað við 12.000 keyrða kílómetra á ári, eða um 1.000 kílómetra á mánuði, nam kostnaður við bensínkaup um 17.500 krónum á mánuði á síðasta ári. Verðlækkanir að undanförnu hafa dregið útgjöldin saman um tæpar 3.500 krónur á mánuði eða rúmlega 40.000 krónur á ársgrundvelli. Útgjaldalækkun jeppaeigenda getur með sama hætti numið yfir hundrað þúsundum á ársgrundvelli.

Hægt er að sjá hvað þinn bíll kemst marga kílómetra á bensínlítranum með einföldum hætti hér, á vefsíðu FÍB.

Frekari lækkanir í kortunum

Bensínverð á afgreiðslustöðvum olíufélaganna hefur lækkað um rúm 22% frá því verðið stóð í um 250 krónur síðastliðið sumar. Búast má við að afgreiðsluverð lækki enn frekar í krafti enn frekari lækkana á heimsmarkaðsverðinu sem nemur um 60% á sama tímabili. Veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar getur þó vegið á móti meiri lækkunum en ella. Dollarinn hefur styrkst gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu og er styrkingin meðal annars rakin til sterkari stöðu bandarísks efnahagslífs. Krónan hefur þar ekki verið undanskilin öðrum gjaldmiðlum, veiking gagnvart dollar frá miðjum desember nemur um 5% og skilar sér í dýrari innkaupum olíufélaganna á olíu.

Kjarninn og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítarlega um heimilisfjármál samhliða þáttunum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vikur. Markmiðið: Að stuðla að betra fjármálalæsi hjá landsmönnum! Fyrsti þátturinn er á dagskrá fimmtudaginn 15. janúar. Fylgstu með á Facebook-síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
Kjarninn 18. maí 2021
Palestínumennirnir fimm fyrir utan húsnæði Útlendingastofnunar í Hafnarfirði í dag.
„Við viljum frekar deyja á götunni á Íslandi en að fara aftur til Grikklands“
„Íslensk yfirvöld hlusta ekkert á okkur. Þó að þau viti hvernig ástandið er í okkar heimalandi og þær áhyggjur sem við höfum. Ég meina, húsin sem við bjuggum í hafa sum verið jöfnuð við jörðu.“ Þetta segir Palestínumaður sem er lentur á götunni á Íslandi.
Kjarninn 18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
Kjarninn 18. maí 2021
Þröstur Ólafsson
Var þanþolið rofið?
Kjarninn 18. maí 2021
„Þegar mikil eftirspurn er eftir húsnæði getur fyrirvari um ástandsskoðun fasteignar talist kauptilboði til frádráttar,“ segir í greinargerð með þingsályktunartillögunni.
Ástandsskýrslur fylgi öllum seldum fasteignum
Nýsamþykkt þingsályktunartillaga felur ráðherra að móta frumvarp um ástandsskýrslur fasteigna. Slíkum skýrslum er ætlað að auka traust í fasteignaviðskiptum en ábyrgð vegna galla sem ekki koma fram í ástandsskýrslum mun falla á matsaðila.
Kjarninn 18. maí 2021
Allir hljóta að hafa skoðun á vegferð Ísraelsmanna að mati Hönnu Katrínar Friðriksson þingmanns Viðreisnar.
„Við Íslendingar höfum sterka rödd á alþjóðavettvangi“
Íslensk stjórnvöld þurfa að láta í sér heyra og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama vegna átaka milli Ísraels og Palestínu að mati þingmanna Viðreisnar og Framsóknarflokks. Þó svo að íslenska þjóðin sé fámenn hafi hún sterka rödd og hana þurfi að nota.
Kjarninn 18. maí 2021
Samkvæmt ASÍ og BSRB er skuldasöfnun ríkisins ekki áhyggjuefni þegar vextir eru lágir
Gagnrýna „afkomubætandi ráðstafanir“ og vilja breyta fjármálareglum
Sérfræðingahópur á vegum ASÍ og BSRB varar stjórnvöld við að beita niðurskurði í yfirstandandi kreppu og segir að fjármálareglur hins opinbera þurfi að vera sveigjanlegri í nýrri skýrslu um efnahagsleg áhrif faraldursins.
Kjarninn 18. maí 2021
Græni miðinn er aftur kominn upp á gafl Hafnarborgar.
Listaverk sem fjarlægt var af bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði komið upp á nýjan leik
Listaverk þeirra Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar var fjarlægt af gafli Hafnarborgar fyrr í þessum mánuði að beiðni bæjaryfirvalda. Listaverkið er nú aftur komið upp en líklega hafa bæjaryfirvöld látið undan þrýstingi fagfélaga að mati listamannanna.
Kjarninn 18. maí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None