Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Olíulækkanir skila tugþúsundum í vasa heimilanna

N1-bens--nstoe---02.jpg
Auglýsing

Hríðlækkandi heimsmarkaðsverð olíu getur haft veruleg áhrif á útgjöld íslenskra heimila og lækkað rekstrarkostnað þeirra um tugþúsundir króna á árinu, haldist olíuverð lágt eða það lækki enn frekar. Verð á mörkuðum hefur lækkað um 60% frá því í júní 2014 og kostar olíufatið nú minna en 50 dollara. Það hefur ekki verið ódýrara síðan í efnahagskreppunni 2009 og spá markaðssérfræðingar því að verð muni lækka enn frekar og haldast lágt á árinu 2015.

En hvað þýðir verðfallið fyrir útgjöld íslenskra heimila? Í töflunni hér að neðan má skoða nokkur dæmi og stilla töfluna eftir tegund bíls og árlegum akstri. Taflan sýnir mánaðarlegan kostnað við bensínkaup árið 2014 og árið 2015. Fyrir árið 2014 er miðað við að lítri af 95 oktan bensíni hafi kostað 245 krónur, sem er meðaltalsverð samkvæmt ársfjórðungslegum mælingum Hagstofunnar, og fyrir árið 2015 miðast útreikningar við lítraverðið 197 krónur.

Auglýsing

<a href='#'><img alt='Dashboard 1 ' src='https:&#47;&#47;publicrevizit.tableausoftware.com&#47;static&#47;images&#47;be&#47;bensinverdiJan2015x&#47;Dashboard1&#47;1_rss.png' style='border: none' /></a>Learn About TableauDæmi úr töflunni eru útgjöld eiganda bíls sem keyrir um 14 kílómetra á hverjum bensínlítra, til dæmis eigandi Toyota Corollu eða sambærilegs bíls. Miðað við 12.000 keyrða kílómetra á ári, eða um 1.000 kílómetra á mánuði, nam kostnaður við bensínkaup um 17.500 krónum á mánuði á síðasta ári. Verðlækkanir að undanförnu hafa dregið útgjöldin saman um tæpar 3.500 krónur á mánuði eða rúmlega 40.000 krónur á ársgrundvelli. Útgjaldalækkun jeppaeigenda getur með sama hætti numið yfir hundrað þúsundum á ársgrundvelli.

Hægt er að sjá hvað þinn bíll kemst marga kílómetra á bensínlítranum með einföldum hætti hér, á vefsíðu FÍB.

Frekari lækkanir í kortunum

Bensínverð á afgreiðslustöðvum olíufélaganna hefur lækkað um rúm 22% frá því verðið stóð í um 250 krónur síðastliðið sumar. Búast má við að afgreiðsluverð lækki enn frekar í krafti enn frekari lækkana á heimsmarkaðsverðinu sem nemur um 60% á sama tímabili. Veiking krónunnar gagnvart Bandaríkjadollar getur þó vegið á móti meiri lækkunum en ella. Dollarinn hefur styrkst gagnvart öðrum gjaldmiðlum að undanförnu og er styrkingin meðal annars rakin til sterkari stöðu bandarísks efnahagslífs. Krónan hefur þar ekki verið undanskilin öðrum gjaldmiðlum, veiking gagnvart dollar frá miðjum desember nemur um 5% og skilar sér í dýrari innkaupum olíufélaganna á olíu.

Kjarninn og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítarlega um heimilisfjármál samhliða þáttunum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vikur. Markmiðið: Að stuðla að betra fjármálalæsi hjá landsmönnum! Fyrsti þátturinn er á dagskrá fimmtudaginn 15. janúar. Fylgstu með á Facebook-síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorkell Helgason
Kominn er tími á umbætur á kosningakerfinu
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir
Náttúruspjöll í Vatnajökulsþjóðgarði
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 5. þáttur: „Vits er þörf þeim er víða ratar“
Kjarninn 3. ágúst 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None