Kjarninn hefur undir höndum tölvupóst sem sýnir glögglega að ýmislegt er skeggrætt á meðal áhrifafólks í viðskiptalífinu um slit þrotabúa, afnám gjaldeyrishafta og áætlanir stjórnvalda í þeim efnum. Póstinn sendi Helgi Magnússon, fjárfestir og stjórnarmaður í Lífeyrissjóði verzlunarmanna, á ýmsa áhrifamenn í viðskiptalífinu, alls 25 talsins, þar á meðal stjórnarmenn í lífeyrissjóðum og fjárfesta.
Í póstinum leggur Helgi út frá því hvers vegna Morgunblaðið hafi verið svo upptekið af því að fjalla um Má Guðmundsson og launamál hans gegn Seðlabankanum. Hann segir að undirliggjandi séu nokkrar ástæður sem séu frekar „subbulegar“, þar á meðal að Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn vilji komast að stýrinu í Seðlabankanum til þess að ráða því í hvaða höndum eignir sem Seðlabankinn heldur á, þar á meðal kröfur í bú föllnu bankanna, lendi. Þá segir hann Davíð Oddsson, fyrrverandi formann stjórnar Seðlabanka Íslands og nú ritstjóra Morgunblaðsins, vera að reyna að bæta ímynd sína.
Bréfið var sent 16. mars síðastliðinn. Orðrétt segir Helgi í bréfinu:
Sælir félagar.
Sl. laugardag bar það til tíðinda að forsíða MÁS-FRÉTTA (áður Mbl.) var ekki lögð undir fréttir af „Stóra-Más-Málinu“ eins og hafði þá gerst í átta blöðum í röð.
Blaðið hefur ekki lagt átta forsíður í röð undir eitthvert eitt efni síðan í hruninu árið 2008. Þó voru þá eitthvað mismunandi áherslur og breiðari efnistök heldur en í þessu einfalda klúðursmáli sem lögsókn Más gegn Seðlabankanum er. Sumir halda því fram að efnahagshrunið á Íslandi árið 2008 sé jafnvel enn stærra mál en klúðrið kringum launamál Más! Ljóst er að formaður bankaráðs, Lára V. Júlíusdóttir, hrl., er með allt niður um sig í þessu máli og einnig Már. En hvers vegna er verið að fjalla um þetta tiltölulega ómerkilega mál með því offorsi og þeirri þráhyggju sem fram kemur hjá þessum eina fjölmiðli?
Fyrir því liggja nokkrar ástæður – og flestar eru þær frekar subbulegar:
Lestu ástæðurnar sem Helgi taldi upp og afgang tölvupóstsins í Kjarnanum. Hann er aðgengilegur hér.