Samfylkingin bætir við sig einum manni frá síðustu kosningaspá og getur nú myndað sterkan níu manna meirihluta með Bjartri framtíð ef flokkarnir kjósa að halda núverandi meirihlutasamstarfi áfram. Píratar missa annan þeirra manna sem þeir hafa mælst með inni. Þetta er niðurstaða nýjustu kosningaspár Kjarnans og Baldurs Héðinssonar, doktors í stærðfræði. Spáin sameinar niðurstöður fyrirliggjandi skoðanakannana og byggir á áreiðanleika könnunaraðila í síðustu þremur borgarstjórnar- og alþingiskosningunum.
Fylgi framboða til borgarstjórnar í Reykjavík
Samkvæmt nýjustu kosnigaspá, gerðri 14. apríl 2014
[visualizer id="4609"]
Samfylkingin bætir við sig um 1,6 prósenta fylgi á milli spáa en Björt framtíð stendur nánast í stað með 25 prósenta fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn bætir einnig við sig heilu prósentustigi en er samt sem áður þriðji stærsti flokkur borgarinnar og langt frá kjörfylgi sínu í síðustu kosningum. Þótt Píratar missi mann minnkar fylgi þeirra einungis um 0,5 prósent. Sá flokkur sem tapar langmestu er Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Fylgi hennar dregst saman um 1,7 prósent á milli spáa. Næsti maður inn samkvæmt spánni kemur frá Bjartri framtíð.
Röðun fulltrúa samkvæmt nýjustu spá
[visualizer id="4611"]
Þróun á fylgi flokka og fjölda borgarfulltrúa á flokk í Reykjavík
Kosningaspá keyrð á tímabilinu 26. febrúar til 14. apríl 2014
[visualizer id="4616"]
Sjá nánar á www.kosningaspa.is