Valgerður Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Bjartjar framtíðar, svarar sjö spurningum.
Hvað gleður þig mest þessa dagana?
Nýja starfið mitt og tilhugsunin um frelsi í lok mánaðar þegar ég skila af mér meistararitgerð.
Hvert er þitt helsta áhugamál?
Eins klisjukennt og það hljómar þá eru það ferðalög og að búa á nýjum stöðum. Ég elska að upplifa nýja staði og menningu.
Hvaða bók lastu síðast?
Ég les yfirleitt sögulegar skáldsögur og kláraði nýlega bókina „And the mountains echoed“ eftir Khaleid Hosseini. Sagan gerist í Afganistan, Frakklandi og Bandaríkjunum en höfundurinn ólst sjálfur upp á þessum þremur stöðum. Áhugaverðast við söguna fannst mér að fá innsýn inn í eftirstríðsuppbygginguna í Afganistan og síðan hef ég alltaf verið hrifin af ritstíl Hosseini, hann nær að lýsa skelfilegum hlutum á svo fallegan hátt.
Hvert er þitt uppáhaldslag?
Since I´ve been Loving You með Led Zeppelin hefur verið í uppáhaldi síðustu 10 ár.
Til hvaða ráðherra berðu mest traust?
Eyglóar Harðardóttur.
Ef þú ættir að fara til útlanda á morgun og mættir velja land, hvert myndir þú fara?
Ég myndi fara til uppáhalds borgarinnar, Seattle í Bandaríkjunum og heimsækja skiptinemafjölskylduna mína og vini. Þar væri ég til í að rölta um University of Washington háskólasvæðið, fá mér Dicks borgara, heimsækja Gas Works Park og taka svo ferjuna yfir til nærliggjandi smábæja.
Hvað fer mest í taugarnar á þér?
Hroki, tillitsleysi, kynjamisrétti og fordómar.