Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Kannski hlust­aði ég of oft á Traustur vinur í útvarp­inu hjá ömmu eða söng Ísland ögrum skorið í falska barna­skóla­kórnum í svo mörg ár að það hafði var­an­leg áhrif á heila­bú­ið. Hver sem ástæðan er þá elska ég Ísland.

Ég finn alltaf fyrir und­ar­legum sælu­hrolli þegar ég lendi á Kefla­vík­ur­flug­velli eftir langa fjar­veru. Þegar vélin rennur í hlað, eftir að hafa lækkað flugið smám saman í fjör­ugum hálofta­vind­um, verð ég álíka meyr og nýbökuð móðir á fæð­ing­ar­deild. Senni­lega vegna þess að ég hugsa á íslensku og hef aldrei búið nógu lengi í öðru landi til að verða full­komn­lega ég sjálf á þess tungu­máli. Móð­ur­málið á mig, só tú spík, þó að ég viti fátt hall­æris­legra en útblásna þjóð­ern­is­kennd.

Sjálf­stortím­andi þrá­hyggjaÉg elska Ísland á svip­aðan hátt og ást­sjúk ung­lings­stelpa elskar strák. Strák sem er kald­rana­leg­ur, tæki­fær­is­sinn­að­ur, hvat­vís, skuld­ug­ur, kröfu­harð­ur, ver­ald­ar­lega sinn­aður og ákveð­inn í því að læra aldrei af reynsl­unni, sama hvað á dyn­ur. Kannski því þessi sami strákur á það líka til að vera svo inni­legur að stelpan getur hvergi ann­ars staðar fundið strák sem á eins vel við hana. Sama þótt hún þoli hann ekki og langi mest til að gift­ast öðrum, ólíkt sið­fág­aðri, náunga.

Sam­band af þessum toga gæti flokk­ast undir svo­kallað halt­u-mér­-­sleppt­u-mér­-­sam­band og ég er ekki frá því að margir Íslend­ing­ar, búsettir í öðrum lönd­um, kann­ist við til­finn­ing­una.

Hættu­legt móð­ur­málMér finnst fátt betra en að finna kalt haust­loft glefsa í nefið á mér strax í land­gang­inum að Leifs­stöð. Það breytir samt ekki því að í drauma­ver­öld minni fyr­ir­finn­ast hvorki þjóð­erni né landa­mæri, enda trúi ég að heim­ur­inn væri betur settur án þeirra; reyndar menn­ing­ar­lega eins­­leit­ari (og þar af leið­andi leið­in­legri) en ólíkt frið­sam­ari.

Ég elska ekki Ísland sem þjóð­ríki, því síður elska ég fólk bara af því að það er íslenskt. Ég elska bara þennan stað í heim­inum þar sem ég fékk að vera barn og þar sem ég öðl­að­ist allar þessar minn­ingar sem gerðu mig að mér. Ég elska hann af því að ég er með haus­inn fullan af skringi­legum táknum og hljóðum sem rétt sam­sett kall­ast íslenska. Í þess­ari mót­sagna­kenndu nostal­gíu fel­ast átt­haga­fjötrar mín­ir.

Þetta rann upp fyrir mér í gær þegar ég var að spjalla við konu á mínu reki frá Ísra­el, búsetta í Berlín.

Hún sagði mér tog­streit­unni sem fylgir því að skamm­ast sín fyrir voða­verk stjórn­valda í land­inu þar sem hún á sitt rík­is­fang um leið og hún, rétt eins og ég, getur fundið bæði fyrir sökn­uði og nostal­gíu á sam­komum þar sem ilm af barn­æsk­unni leggur af mat­ar­rétt­unum og fólkið talar saman á tungu­mál­inu sem hún drakk í sig með móð­ur­mjólk­inni. Móð­ur­málið sem hún getur þessa dag­ana varla talað án ónota úti á götu í stór­borg.

Ég sagði henni frá því að það væru ekki mörg ár síðan Íslend­ingar hefðu sumir hverjir upp­lifað fyr­ir­litn­ingu í sinn garð í öðrum lönd­um, þó að orsökin hefði verið af gjör­ó­líkum toga, það er að segja Hrun­ið.

For­dæmdir Íslend­ingarÍ kjöl­far Hruns­ins heyrði maður sögur af land­anum grát­bólgnum á Strik­inu út af dóna­legu afgreiðslu­fólki og skept­ískum þjón­ustu­full­trúum í London sem treystu ekki íslenskum greiðslu­kort­um. Skipti þá engu máli hvort við­kom­andi Íslend­ingur hefði fram að því verið gagn­rýn­inn á góð­ær­is­stjórn­völdin og útrás­ar­vík­ing­ana eða ekki. Þjóð­ernið eitt dugði til að sverta mann í augum umheims­ins.

Sem betur fer tókst að redda Land­anum – í bili. Í augna­blik­inu getur maður farið á íslenskum skóm inni í danska tísku­búð eða enskan banka án þess að starfs­fólkið álíti mann fjársvika­hrapp (eða hræki á mann).

En það mun­aði litlu. Það mun­aði svo litlu að örfáum vold­ugum aðilum og þræls­lund­uðum hjálp­ar­kokkum þeirra á Íslandi tæk­ist að ræna landa sína ærunni.

Það er strembið hlut­skipti að vera með óvin­sælt þjóð­erni í vega­bréf­inu. Að vakna upp við það einn dag­inn að vera for­dæmd/ur fyrir það eitt að tala móð­ur­málið þitt. Að vera álit­in/n ann­ars flokks mann­eskja út af stjórn­völdum í land­inu þínu, þó að þú hafir öskrað þig hása/n til að mót­mæla þeim.

Dóna­legi for­sæt­is­ráð­herr­annÉg vona að það komi aldrei aftur til þess að ­út­lenskir ­emb­ætt­is­menn haldi að íslenska vega­bréfið mitt sé ­að­göngu­miði í inn­múrað glæpa­gengi sem bruggi laun­ráð sín í veð­settum snjó­hús­um.

Hættan er samt fyrir hendi, ekki síst þegar við völd er rík­is­stjórn sem er ónæm fyrir allri gagn­rýni, að því virð­ist ákveðin í því að öll gagn­rýni sé órétt­mæt.

Ráða­menn sem skilja ekki ást kjós­enda sinna. Skilja ekki að kjós­endur sem gagn­rýna þá gera það af því þeim þykir vænt um landið sitt og fólkið sem það bygg­ir. Ef þeim væri sama um þessa þjóð, þá myndu þeir ósköp ein­fald­lega þegja. Samt hefur Sig­mundur Davíð trekk í trekk gefið til kynna að þeir sem gagn­rýna stjórn­völd geri það af því þeir séu ekki nógu þjóð­holl­ir.

Það er ekki bara dóna­skapur og heimska að halda því fram heldur líka fádæma afneitun hjá manni sem fer fyrir Fram­sókn­ar­flokkn­um, flokki sem átti stóran þátt í hinum ýmsu upp­á­tækjum sem leiddu til þess að Ísland var næstum því ekki lengur til. Nema þá kannski sem skóla­bók­ar­dæmi um heim­ótt­ar­lega fjár­glæfra­starf­semi.

Auglýsing

Hrun IISig­mundur Davíð getur haldið áfram að tjá sig um skort­inn á þjóð­ern­is­holl­ustu í hinum og þessum hátíð­ar­ræðum en það breytir því samt ekki að ég, líkt og svo margir aðrir sem gagn­rýna hann, elska Ísland. Og í augna­blik­inu er ein helsta hættan sem steðjar að Íslandi (fyrir utan ein­staka eld­fjall) áður­nefndur foræt­is­ráð­herra og fylgilið hans í eilífri her­ferð sinni að klíku­væða landið og þagga eftir bestu getu í gagn­rýnum rödd­um.

Stjórn­mála­menn hafa það því miður í valdi sínu að ræna kjós­endur land­inu sínu. Á þann hátt að ekk­ert stendur eftir nema æskuminn­ing um soðna ýsu með hamsatólg, fjörið í síð­ustu Druslu­göngu í íslenskri sum­ar­golu, mis­góð ára­mótaskaup og vega­bréf sem dugar ekki lengur til að leigja sér þrjá­tíu fer­metra í með­al­stórri borg því að í Hruni II misstu Íslend­ingar end­an­lega æruna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiPistlar
None