Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Kannski hlust­aði ég of oft á Traustur vinur í útvarp­inu hjá ömmu eða söng Ísland ögrum skorið í falska barna­skóla­kórnum í svo mörg ár að það hafði var­an­leg áhrif á heila­bú­ið. Hver sem ástæðan er þá elska ég Ísland.

Ég finn alltaf fyrir und­ar­legum sælu­hrolli þegar ég lendi á Kefla­vík­ur­flug­velli eftir langa fjar­veru. Þegar vélin rennur í hlað, eftir að hafa lækkað flugið smám saman í fjör­ugum hálofta­vind­um, verð ég álíka meyr og nýbökuð móðir á fæð­ing­ar­deild. Senni­lega vegna þess að ég hugsa á íslensku og hef aldrei búið nógu lengi í öðru landi til að verða full­komn­lega ég sjálf á þess tungu­máli. Móð­ur­málið á mig, só tú spík, þó að ég viti fátt hall­æris­legra en útblásna þjóð­ern­is­kennd.

Sjálf­stortím­andi þrá­hyggjaÉg elska Ísland á svip­aðan hátt og ást­sjúk ung­lings­stelpa elskar strák. Strák sem er kald­rana­leg­ur, tæki­fær­is­sinn­að­ur, hvat­vís, skuld­ug­ur, kröfu­harð­ur, ver­ald­ar­lega sinn­aður og ákveð­inn í því að læra aldrei af reynsl­unni, sama hvað á dyn­ur. Kannski því þessi sami strákur á það líka til að vera svo inni­legur að stelpan getur hvergi ann­ars staðar fundið strák sem á eins vel við hana. Sama þótt hún þoli hann ekki og langi mest til að gift­ast öðrum, ólíkt sið­fág­aðri, náunga.

Sam­band af þessum toga gæti flokk­ast undir svo­kallað halt­u-mér­-­sleppt­u-mér­-­sam­band og ég er ekki frá því að margir Íslend­ing­ar, búsettir í öðrum lönd­um, kann­ist við til­finn­ing­una.

Hættu­legt móð­ur­málMér finnst fátt betra en að finna kalt haust­loft glefsa í nefið á mér strax í land­gang­inum að Leifs­stöð. Það breytir samt ekki því að í drauma­ver­öld minni fyr­ir­finn­ast hvorki þjóð­erni né landa­mæri, enda trúi ég að heim­ur­inn væri betur settur án þeirra; reyndar menn­ing­ar­lega eins­­leit­ari (og þar af leið­andi leið­in­legri) en ólíkt frið­sam­ari.

Ég elska ekki Ísland sem þjóð­ríki, því síður elska ég fólk bara af því að það er íslenskt. Ég elska bara þennan stað í heim­inum þar sem ég fékk að vera barn og þar sem ég öðl­að­ist allar þessar minn­ingar sem gerðu mig að mér. Ég elska hann af því að ég er með haus­inn fullan af skringi­legum táknum og hljóðum sem rétt sam­sett kall­ast íslenska. Í þess­ari mót­sagna­kenndu nostal­gíu fel­ast átt­haga­fjötrar mín­ir.

Þetta rann upp fyrir mér í gær þegar ég var að spjalla við konu á mínu reki frá Ísra­el, búsetta í Berlín.

Hún sagði mér tog­streit­unni sem fylgir því að skamm­ast sín fyrir voða­verk stjórn­valda í land­inu þar sem hún á sitt rík­is­fang um leið og hún, rétt eins og ég, getur fundið bæði fyrir sökn­uði og nostal­gíu á sam­komum þar sem ilm af barn­æsk­unni leggur af mat­ar­rétt­unum og fólkið talar saman á tungu­mál­inu sem hún drakk í sig með móð­ur­mjólk­inni. Móð­ur­málið sem hún getur þessa dag­ana varla talað án ónota úti á götu í stór­borg.

Ég sagði henni frá því að það væru ekki mörg ár síðan Íslend­ingar hefðu sumir hverjir upp­lifað fyr­ir­litn­ingu í sinn garð í öðrum lönd­um, þó að orsökin hefði verið af gjör­ó­líkum toga, það er að segja Hrun­ið.

For­dæmdir Íslend­ingarÍ kjöl­far Hruns­ins heyrði maður sögur af land­anum grát­bólgnum á Strik­inu út af dóna­legu afgreiðslu­fólki og skept­ískum þjón­ustu­full­trúum í London sem treystu ekki íslenskum greiðslu­kort­um. Skipti þá engu máli hvort við­kom­andi Íslend­ingur hefði fram að því verið gagn­rýn­inn á góð­ær­is­stjórn­völdin og útrás­ar­vík­ing­ana eða ekki. Þjóð­ernið eitt dugði til að sverta mann í augum umheims­ins.

Sem betur fer tókst að redda Land­anum – í bili. Í augna­blik­inu getur maður farið á íslenskum skóm inni í danska tísku­búð eða enskan banka án þess að starfs­fólkið álíti mann fjársvika­hrapp (eða hræki á mann).

En það mun­aði litlu. Það mun­aði svo litlu að örfáum vold­ugum aðilum og þræls­lund­uðum hjálp­ar­kokkum þeirra á Íslandi tæk­ist að ræna landa sína ærunni.

Það er strembið hlut­skipti að vera með óvin­sælt þjóð­erni í vega­bréf­inu. Að vakna upp við það einn dag­inn að vera for­dæmd/ur fyrir það eitt að tala móð­ur­málið þitt. Að vera álit­in/n ann­ars flokks mann­eskja út af stjórn­völdum í land­inu þínu, þó að þú hafir öskrað þig hása/n til að mót­mæla þeim.

Dóna­legi for­sæt­is­ráð­herr­annÉg vona að það komi aldrei aftur til þess að ­út­lenskir ­emb­ætt­is­menn haldi að íslenska vega­bréfið mitt sé ­að­göngu­miði í inn­múrað glæpa­gengi sem bruggi laun­ráð sín í veð­settum snjó­hús­um.

Hættan er samt fyrir hendi, ekki síst þegar við völd er rík­is­stjórn sem er ónæm fyrir allri gagn­rýni, að því virð­ist ákveðin í því að öll gagn­rýni sé órétt­mæt.

Ráða­menn sem skilja ekki ást kjós­enda sinna. Skilja ekki að kjós­endur sem gagn­rýna þá gera það af því þeim þykir vænt um landið sitt og fólkið sem það bygg­ir. Ef þeim væri sama um þessa þjóð, þá myndu þeir ósköp ein­fald­lega þegja. Samt hefur Sig­mundur Davíð trekk í trekk gefið til kynna að þeir sem gagn­rýna stjórn­völd geri það af því þeir séu ekki nógu þjóð­holl­ir.

Það er ekki bara dóna­skapur og heimska að halda því fram heldur líka fádæma afneitun hjá manni sem fer fyrir Fram­sókn­ar­flokkn­um, flokki sem átti stóran þátt í hinum ýmsu upp­á­tækjum sem leiddu til þess að Ísland var næstum því ekki lengur til. Nema þá kannski sem skóla­bók­ar­dæmi um heim­ótt­ar­lega fjár­glæfra­starf­semi.

Auglýsing

Hrun IISig­mundur Davíð getur haldið áfram að tjá sig um skort­inn á þjóð­ern­is­holl­ustu í hinum og þessum hátíð­ar­ræðum en það breytir því samt ekki að ég, líkt og svo margir aðrir sem gagn­rýna hann, elska Ísland. Og í augna­blik­inu er ein helsta hættan sem steðjar að Íslandi (fyrir utan ein­staka eld­fjall) áður­nefndur foræt­is­ráð­herra og fylgilið hans í eilífri her­ferð sinni að klíku­væða landið og þagga eftir bestu getu í gagn­rýnum rödd­um.

Stjórn­mála­menn hafa það því miður í valdi sínu að ræna kjós­endur land­inu sínu. Á þann hátt að ekk­ert stendur eftir nema æskuminn­ing um soðna ýsu með hamsatólg, fjörið í síð­ustu Druslu­göngu í íslenskri sum­ar­golu, mis­góð ára­mótaskaup og vega­bréf sem dugar ekki lengur til að leigja sér þrjá­tíu fer­metra í með­al­stórri borg því að í Hruni II misstu Íslend­ingar end­an­lega æruna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ef veiran getur borist í lofti þarf mögulega að hvetja til þess að  nota andlitsgrímur á mannmörgum stöðum og í lokuðum rýmum.
WHO viðurkennir hættu á smiti í lofti
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hefur brugðist við opnu bréfi yfir 200 vísindamanna sem kalla eftir endurskoðun leiðbeininga WHO um að nýja kórónuveiran geti borist í lofti og smitast manna á milli.
Kjarninn 8. júlí 2020
Sjö sóttu um tvö embætti dómara við Landsrétt
Þann 19. júní 2020 auglýsti dómsmálaráðuneytið laus til umsóknar tvö embætti dómara við Landsrétt.
Kjarninn 8. júlí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Leiðin að stafrænu ökuskírteini
Kjarninn 8. júlí 2020
Ungt fólk á ströndinni í Ísrael.
Brúðkaupsveislur urðu að „útungunarstöðvum“ fyrir veiruna
Ísraelar stóðust ekki freistinguna að safnast saman þegar takmörkunum vegna faraldursins var aflétt í lok maí. Opnun bara og stranda eru þó ekki helsta ástæða stórkostlegrar fjölgunar smita síðustu vikur heldur brúðkaupsveislur.
Kjarninn 8. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPistlar
None