Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.
audur-jons.jpg
Auglýsing

Kannski hlustaði ég of oft á Traustur vinur í útvarpinu hjá ömmu eða söng Ísland ögrum skorið í falska barnaskólakórnum í svo mörg ár að það hafði varanleg áhrif á heilabúið. Hver sem ástæðan er þá elska ég Ísland.
Ég finn alltaf fyrir undarlegum sæluhrolli þegar ég lendi á Keflavíkurflugvelli eftir langa fjarveru. Þegar vélin rennur í hlað, eftir að hafa lækkað flugið smám saman í fjörugum háloftavindum, verð ég álíka meyr og nýbökuð móðir á fæðingardeild. Sennilega vegna þess að ég hugsa á íslensku og hef aldrei búið nógu lengi í öðru landi til að verða fullkomnlega ég sjálf á þess tungumáli. Móðurmálið á mig, só tú spík, þó að ég viti fátt hallærislegra en útblásna þjóðerniskennd.

Sjálfstortímandi þráhyggja


Ég elska Ísland á svipaðan hátt og ástsjúk unglingsstelpa elskar strák. Strák sem er kaldranalegur, tækifærissinnaður, hvatvís, skuldugur, kröfuharður, veraldarlega sinnaður og ákveðinn í því að læra aldrei af reynslunni, sama hvað á dynur. Kannski því þessi sami strákur á það líka til að vera svo innilegur að stelpan getur hvergi annars staðar fundið strák sem á eins vel við hana. Sama þótt hún þoli hann ekki og langi mest til að giftast öðrum, ólíkt siðfágaðri, náunga.
Samband af þessum toga gæti flokkast undir svokallað haltu-mér-slepptu-mér-samband og ég er ekki frá því að margir Íslendingar, búsettir í öðrum löndum, kannist við tilfinninguna.

Hættulegt móðurmál


Mér finnst fátt betra en að finna kalt haustloft glefsa í nefið á mér strax í landganginum að Leifsstöð. Það breytir samt ekki því að í draumaveröld minni fyrirfinnast hvorki þjóðerni né landamæri, enda trúi ég að heimurinn væri betur settur án þeirra; reyndar menningarlega eins­leitari (og þar af leiðandi leiðinlegri) en ólíkt friðsamari.
Ég elska ekki Ísland sem þjóðríki, því síður elska ég fólk bara af því að það er íslenskt. Ég elska bara þennan stað í heiminum þar sem ég fékk að vera barn og þar sem ég öðlaðist allar þessar minningar sem gerðu mig að mér. Ég elska hann af því að ég er með hausinn fullan af skringilegum táknum og hljóðum sem rétt samsett kallast íslenska. Í þessari mótsagnakenndu nostalgíu felast átthagafjötrar mínir.
Þetta rann upp fyrir mér í gær þegar ég var að spjalla við konu á mínu reki frá Ísrael, búsetta í Berlín.
Hún sagði mér togstreitunni sem fylgir því að skammast sín fyrir voðaverk stjórnvalda í landinu þar sem hún á sitt ríkisfang um leið og hún, rétt eins og ég, getur fundið bæði fyrir söknuði og nostalgíu á samkomum þar sem ilm af barnæskunni leggur af matarréttunum og fólkið talar saman á tungumálinu sem hún drakk í sig með móðurmjólkinni. Móðurmálið sem hún getur þessa dagana varla talað án ónota úti á götu í stórborg.

Ég sagði henni frá því að það væru ekki mörg ár síðan Íslendingar hefðu sumir hverjir upplifað fyrirlitningu í sinn garð í öðrum löndum, þó að orsökin hefði verið af gjörólíkum toga, það er að segja Hrunið.

Fordæmdir Íslendingar


Í kjölfar Hrunsins heyrði maður sögur af landanum grátbólgnum á Strikinu út af dónalegu afgreiðslufólki og skeptískum þjónustufulltrúum í London sem treystu ekki íslenskum greiðslukortum. Skipti þá engu máli hvort viðkomandi Íslendingur hefði fram að því verið gagnrýninn á góðærisstjórnvöldin og útrásarvíkingana eða ekki. Þjóðernið eitt dugði til að sverta mann í augum umheimsins.
Sem betur fer tókst að redda Landanum – í bili. Í augnablikinu getur maður farið á íslenskum skóm inni í danska tískubúð eða enskan banka án þess að starfsfólkið álíti mann fjársvikahrapp (eða hræki á mann).
En það munaði litlu. Það munaði svo litlu að örfáum voldugum aðilum og þræls­lunduðum hjálparkokkum þeirra á Íslandi tækist að ræna landa sína ærunni.
Það er strembið hlutskipti að vera með óvinsælt þjóðerni í vegabréfinu. Að vakna upp við það einn daginn að vera fordæmd/ur fyrir það eitt að tala móðurmálið þitt. Að vera álitin/n annars flokks manneskja út af stjórnvöldum í landinu þínu, þó að þú hafir öskrað þig hása/n til að mótmæla þeim.

Dónalegi forsætisráðherrann


Ég vona að það komi aldrei aftur til þess að ­útlenskir ­embættismenn haldi að íslenska vegabréfið mitt sé ­aðgöngumiði í innmúrað glæpagengi sem bruggi launráð sín í veðsettum snjóhúsum.
Hættan er samt fyrir hendi, ekki síst þegar við völd er ríkisstjórn sem er ónæm fyrir allri gagnrýni, að því virðist ákveðin í því að öll gagnrýni sé óréttmæt.

Ráðamenn sem skilja ekki ást kjósenda sinna. Skilja ekki að kjósendur sem gagnrýna þá gera það af því þeim þykir vænt um landið sitt og fólkið sem það byggir. Ef þeim væri sama um þessa þjóð, þá myndu þeir ósköp einfaldlega þegja. Samt hefur Sigmundur Davíð trekk í trekk gefið til kynna að þeir sem gagnrýna stjórnvöld geri það af því þeir séu ekki nógu þjóðhollir.
Það er ekki bara dónaskapur og heimska að halda því fram heldur líka fádæma afneitun hjá manni sem fer fyrir Framsóknarflokknum, flokki sem átti stóran þátt í hinum ýmsu uppátækjum sem leiddu til þess að Ísland var næstum því ekki lengur til. Nema þá kannski sem skólabókardæmi um heimóttarlega fjárglæfrastarfsemi.

Hrun II


Sigmundur Davíð getur haldið áfram að tjá sig um skortinn á þjóðernishollustu í hinum og þessum hátíðarræðum en það breytir því samt ekki að ég, líkt og svo margir aðrir sem gagnrýna hann, elska Ísland. Og í augnablikinu er ein helsta hættan sem steðjar að Íslandi (fyrir utan einstaka eldfjall) áðurnefndur forætisráðherra og fylgilið hans í eilífri herferð sinni að klíkuvæða landið og þagga eftir bestu getu í gagnrýnum röddum.

Auglýsing

Stjórnmálamenn hafa það því miður í valdi sínu að ræna kjósendur landinu sínu. Á þann hátt að ekkert stendur eftir nema æskuminning um soðna ýsu með hamsatólg, fjörið í síðustu Druslugöngu í íslenskri sumargolu, misgóð áramótaskaup og vegabréf sem dugar ekki lengur til að leigja sér þrjátíu fermetra í meðalstórri borg því að í Hruni II misstu Íslendingar endanlega æruna.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPistlar
None