Ásakanir um að spilling þrífist innan alþjóða knattspyrnusambandsins FIFA hafa verið háværar undanfarin misseri. Sjálfur forseti sambandsins, Sepp Blatter, er mjög umdeildur og hefur ítrekað verið bendlaður við hin ýmsu hneykslismál á þrettán ára valdatíð sinni. Blatter hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og hefur ýmist heitið því að uppræta alla hugsanlega spillingu innan sambandsins eða neitað því að spilling þrífist innan þess. Mörgum hefur þótt Blatter heldur valtur í sessi sem forseti FIFA en það kom engu að síður ekki að sök þegar Frakkinn var endurkjörinn forseti FIFA árið 2011.
Þetta er örstutt brot úr umfjöllun Kjarnans um spillingu hjá FIFA. Lestu hann í heild sinni hér.
Auglýsing