Lélegur kjarnarekstur, lítill vaxtamunur, útlán án veða og áhættusöm fjárfestingarstarfsemi einkenndi Sparisjóð Reykjavikur og nágrennis, síðar SPRON, stærsta sparisjóð landsins. Eigið fé SPRON var orðið neikvætt um 41,8 milljarða króna í lok árs 2008, skömmu áður en sjóðurinn féll. Þetta er sú niðurstaða sem hægt er að lesa úr skýrslu rannsóknarnefndar um sparisjóði landsins.
SPRON tók skrefið frá sparisjóðamódelinu og í átt að hreinni fjárfestingarstarfsemi lengra en flestir aðrir sparisjóðir. Sjóðnum var meðal annars breytt í hlutafélag haustið 2007, en virði félagsins féll það hratt í kjölfarið að búið var að samþykkja að láta Kaupþing taka SPRON yfir sumarið fyrir bankahrun. Af þeirri sameiningu varð þó aldrei og á endanum var SPRON tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu og lagður niður vorið 2009. Lítið hefur lekið út um hvað gekk á innan sjóðsins síðan þá og því varpar skýrsla rannsóknarnefndarinnar ljósi á margt sem áður var á huldu.
Þetta er örstutt brot úr ítarlegri umfjöllun Kjarnans um SPRON. Lestu hana í heild sinni hér.