Þessi færsla er úr eldra greinasafni Kjarnans og gæti þess vegna birst furðulega.

Sykur og sérfræðingar dýrari - Sveppir og sjónvörp ódýrari

verðbólgumynd.png
Auglýsing

Sykur og þjónusta sérfræðilækna eru þeir tveir útgjaldaliðir sem hækkuðu mest í verði á árinu 2014, samkvæmt verðbólgumælingum Hagstofu Íslands. Verð á sykri hækkaði um nærri 35% á tímabilinu, sem nær frá desember 2013 til desember 2014, og þjónusta sérfræðinganna hækkaði um ríflega 20%. Á móti duglegum hækkunum ýmissa útgjaldaliða þá lækkaði verð fjölmargra vara og þjónustna á liðnu ári. Verðkannannir á „sveppum, rótarhnýði og laukum“ sýndu þannig fram á tæplega 20% verðlækkun milli ára auk þess sem raftæki lækkuðu töluvert í verði.

Í hverjum mánuði reiknar hagstofan breytingar á vísitölu neysluverðs. Vísitalan skiptist í tólf flokka, svokallaðar undirvísitölur, sem síðan skiptast aftur í undir-undirvísitölur. Samtals kannar Hagstofan mánaðarlega verðbreytingar á um þriðja hundruð útgjaldaliða, allt frá kostnaði við matarinnkaup og ferðalög til verðbreytinga hjá hárgreiðslustofum og heilsuræktarstöðvum. Dæmi um slíkar undir-undirvísitölur eru útgjaldaliðirnir „Sykur“ og „Sveppir, rótarhnýði og laukar“. Þessar matvörur eru hluti af matarkörfunni sem myndar undirvísitöluna „Matur og drykkjarvörur“.

Undirvísitölur verðbólgunnar - Hækkanir & lækkanir 2014 |Create infographics

Auglýsing

Á myndinni hér að ofan má sjá hvernig undirvísitölurnar tólf breyttust á árinu 2014. Með því að smella á „hlutfallsleg skipting“ er jafnframt hægt að sjá vægi þessara liða í útreikningi á vísitölu neysluverðs. Matur og drykkjarvara lækkuðu í verði um tæpt 1% en sú undirvísitala myndar um 14,5% af vísitölu neysluverðs. Langstærsti liður endanlegu vísitölunnar er „Húsnæði, hiti og rafmagn“ sem á síðustu tólf mánuðum hefur hækkað um 4,44%. Þessi útgjöld vega þungt, samtals um 28%.

Eins og mörgum er kunnugt þá er tólf mánaða breyting á vísitölu neysluverðs hin alræmda verðbólga. Hún mældist í desember 0,8%. Með öðrum orðum þá hefur verðlag í landinu, eins og það mælist í könnunum Hagstofunnar, almennt hækkað um 0,8% á síðustu tólf mánuðum. Fara þarf allt aftur til ársins 1998 til þess að finna tímabil þar sem verðbólgan fór undir 1%.

Innanlandsflug dýrara – Utanlandsflug ódýrara

Þegar undir-undirvísitölurnar eru skoðaðar nánar eftir hækkunum og lækkunum á tímabilinu stilla nokkrir liðir tengdir heilbrigðisþjónustu sér ofarlega á lista yfir mestu verðhækkanirnar. Undirvísitalan „Heilsa“ hækkaði um tæp 6% á árinu en nokkrar undir-undirvísitölur Heilsunnar hækkuðu mikið, eins og sjá má á myndinni hér að neðan. Þjónusta sérfræðinga var 23,3% dýrari en hún var í desember 2013 og þjónusta heimilislækna hækkaði í verði um 19,5%.

Vörur og þjónusta sem hækkuðu mest á árinu 2014 |Create infographics


Flugfargjöld innanlands hækkuðu á árinu um 7,5%. Á sama tíma lækkuðu flugfargjöld til útlanda um 13,2%. Einungis raftæki og fyrrnefndir sveppir, rótarhnýði og laukar lækkuðu meira í verði á árinu sem leið. Sjónvörp, útvörp og myndspilarar lækkuðu um 17,4% milli desembermánaða 2013 og 2014. Gera má ráð fyrir að þær lækkanir hafi verið framkvæmdar í aðdraganda afnáms vörugjalda nú um áramótin en raftæki af ýmsu tagi eru áberandi á listanum yfir þær vörur og þjónustu sem lækkuðu mest. Af þeim þrettán liðum sem lækkuðu mest í verði þá voru fimm þeirra raftæki.

Vörur og þjónusta sem lækkuðu mest á árinu 2014 |Create infographics

Kjarninn og Stofnun um fjármálalæsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítarlega um heimilisfjármál samhliða þáttunum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vikur. Markmiðið: Að stuðla að betra fjármálalæsi hjá landsmönnum! Fyrsti þátturinn er á dagskrá fimmtudaginn 15. janúar. Fylgstu með á Facebook-síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar
None